Opið bréf til íslenska okrarans Birgir Örn Guðjónsson skrifar 18. nóvember 2016 10:53 Hæ, ég er viðskiptavinurinn þinn. Þú ert búinn að vera svo mikið í fréttum að mig langaði til að senda þér nokkrar línur. Þú hefur verið í fréttum út af leikföngunum, fötunum, dekkjunum og ýmsu fleiru. Þú ert meira að segja orðinn pínu heimsfrægur út af þessu öllu. Spáðu í því. Orðið „viðskiptavinur“ hljómar kannski pínu kjánalega, en jú þú vilt örugglega kalla mig vin. Ég er sá sem hjálpar þér að græða sem allra mest á vörunni þinni. Það er vinalegt að mér, ekki satt. Samt væri kannski eðlilegra að kalla mig greiðanda, nú eða bara þolanda. Þú ert nefnilega að níðast á mér í ljósi þess að þú hefur meira vit á verðlagningu en ég. Þú veist hvað þú ert að leggja á vöruna en ekki ég. Kannski ertu að nýta þér einhverja einokunarstöðu. Ég veit það ekki? Ég labba bara oftast bara inn af götunni og treysti þér. Kjánalegt að mér, ég veit, en þannig er það samt. Ok, ég veit að þú ert ekki að reka góðgerðarstofnun. Þú ert í þessum business út af peningnum. Ég skil það vel. Ég velti því samt fyrir mér hvort þessi þrá á skjótfengnum gróða sé þess virði að siðferðinu sé hent í ruslið? Líður þér virkilega vel með það að beita viðskiptav.... ég meina greiðendur þína viðskiptalegu ofbeldi. Það er eiginlega ekki hægt að kalla þetta annað en það. Ég og þú erum í ofbeldissambandi þar sem þú ert gerandinn og ég er sjúklega meðvirkur þolandi. Mér finnst líka pínu kjánalegt að þér að taka þessa áhættu. Þú ert nefnilega ekki bara að koma illa fram við mig og alla hina sem þú vilt kalla viðskiptavini. Þú ert líka að stefna versluninni þinni í hættu. Já og ekki bara þinni verslun, heldur líka allri verslun á Íslandi. Þú ert að skíta út verslun á Íslandi. Líkurnar á því að við leitum annað aukast og líkurnar á því að ferðamenn leiti hingað minnka. Bara út af græðgi í þér. Það er svolítið kjánalegt. Núna eru jólin framunda. Hátíð góss og miða. Ég veit að þú elskar þennan tíma. Þá stökkvum við greiðendurnir inn til þín eins og beljur að vori og fokheldum búðina þína. Svo hendumst við í básana og tæmum kortin okkar í mjaltarvélina. „Dýr sé gjöf í upphæðum.“ Mig langar til að biðja þig um að nota tækifærið og hætta þessu ofbeldi fyrir þessi jól. Mér finnst það vera svona í anda jólanna. Okkur mun báðum líða miklu betur og öll verslun og fjárhagur landsins græðir. Ef þú hætir ekki þá vil ég allavega segja þér að ég mun hætta með þér. Ég nenni ekki þessu ofbeldissambandi lengur. Það er til nóg af netverslunum og verslunarborgum þarna úti. Boltinn er hjá þér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Hæ, ég er viðskiptavinurinn þinn. Þú ert búinn að vera svo mikið í fréttum að mig langaði til að senda þér nokkrar línur. Þú hefur verið í fréttum út af leikföngunum, fötunum, dekkjunum og ýmsu fleiru. Þú ert meira að segja orðinn pínu heimsfrægur út af þessu öllu. Spáðu í því. Orðið „viðskiptavinur“ hljómar kannski pínu kjánalega, en jú þú vilt örugglega kalla mig vin. Ég er sá sem hjálpar þér að græða sem allra mest á vörunni þinni. Það er vinalegt að mér, ekki satt. Samt væri kannski eðlilegra að kalla mig greiðanda, nú eða bara þolanda. Þú ert nefnilega að níðast á mér í ljósi þess að þú hefur meira vit á verðlagningu en ég. Þú veist hvað þú ert að leggja á vöruna en ekki ég. Kannski ertu að nýta þér einhverja einokunarstöðu. Ég veit það ekki? Ég labba bara oftast bara inn af götunni og treysti þér. Kjánalegt að mér, ég veit, en þannig er það samt. Ok, ég veit að þú ert ekki að reka góðgerðarstofnun. Þú ert í þessum business út af peningnum. Ég skil það vel. Ég velti því samt fyrir mér hvort þessi þrá á skjótfengnum gróða sé þess virði að siðferðinu sé hent í ruslið? Líður þér virkilega vel með það að beita viðskiptav.... ég meina greiðendur þína viðskiptalegu ofbeldi. Það er eiginlega ekki hægt að kalla þetta annað en það. Ég og þú erum í ofbeldissambandi þar sem þú ert gerandinn og ég er sjúklega meðvirkur þolandi. Mér finnst líka pínu kjánalegt að þér að taka þessa áhættu. Þú ert nefnilega ekki bara að koma illa fram við mig og alla hina sem þú vilt kalla viðskiptavini. Þú ert líka að stefna versluninni þinni í hættu. Já og ekki bara þinni verslun, heldur líka allri verslun á Íslandi. Þú ert að skíta út verslun á Íslandi. Líkurnar á því að við leitum annað aukast og líkurnar á því að ferðamenn leiti hingað minnka. Bara út af græðgi í þér. Það er svolítið kjánalegt. Núna eru jólin framunda. Hátíð góss og miða. Ég veit að þú elskar þennan tíma. Þá stökkvum við greiðendurnir inn til þín eins og beljur að vori og fokheldum búðina þína. Svo hendumst við í básana og tæmum kortin okkar í mjaltarvélina. „Dýr sé gjöf í upphæðum.“ Mig langar til að biðja þig um að nota tækifærið og hætta þessu ofbeldi fyrir þessi jól. Mér finnst það vera svona í anda jólanna. Okkur mun báðum líða miklu betur og öll verslun og fjárhagur landsins græðir. Ef þú hætir ekki þá vil ég allavega segja þér að ég mun hætta með þér. Ég nenni ekki þessu ofbeldissambandi lengur. Það er til nóg af netverslunum og verslunarborgum þarna úti. Boltinn er hjá þér.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar