Litháar vara við aðgerðum Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2016 13:15 Donald Trump verður forseti Bandaríkjanna þann 20. janúar. Vísir/GETTY Litháar vara við því að Rússar muni grípa til aðgerða til að beita Atlantshafsbandalagið þrýstingi áður en Donald Trump verður forseti Bandaríkjanna í janúar. Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháen, segist óttast um Eystrasaltsríkin. Hann segir að hvergi sé betur fylgst með Trump og embættistöku hans en í Eystrasaltsríkjunum. Þar er óttast að Trump muni eiga í nánu samstarfi við Rússa. Trump hefur gefið í skyn að Bandaríkin, undir hans stjórn, myndu ekki endilega koma NATO ríkjum til varnar nema þau greiði meira til bandalagsins. Þá hefur hann ítrekað hrósað Vladimir Putin, forseta Rússlands, og meðal annars sagt að hann sé frábær leiðtogi og betri leiðtogi en Barack Obama. „Rússland er ekki ofurveldi, það er ofurvandamál,“ er haft eftir Linkevicius á vef BBC. Eystrasaltsríkin óttast að standi Bandaríkin ekki í hárinu á Putin muni þeir hljóta sömu örlög og Úkraína. Útgjöld til varnarmála hafa verið aukin og Litháar tóku aftur upp herskyldu eftir innlimun Krímskaga. Rússar segjast þó ekki ógna neinum og kenna NATO um aukna spennu fyrir að vera að færa umsvif sín austar og nær Rússlandi. Borgin Kaliningrad er mitt á milli Litháen og Póllands, en hún er í eigu Rússlands. Þar hafa yfirvöld verið að koma fyrir loftvörnum, flugskeytum sem ætlað er að granda skipum og jafnvel hefur flugskeytum sem geta borið kjarnorkuvopn verið komið fyrir í borginni.Þar að auki hefur hermönnum, stórskotaliði og herskipum verið fjölgað í Kaliningrad á undanförnum árum. Linkevicius segist óttast að Putin sjái tækifæri í viðbragðsstöðu NATO þar til Trump tekur við völdum í seinni hluta janúar. 25 ár eru síðan yfirvöld í Moskvu sendu skriðdreka gegn friðsömum mótmælendum í Vilnius. Vera rússneskra hermanna í Eystrasaltsríkjunum er mönnum í fersku minni. „Ég man eftir því sem barn þegar skriðdrekar óku um götur Vilnius og mín kynslóð man eftir því þegar Rússarnir voru hér sem her Sovíetríkjanna. En þeir voru rússneskir hermenn og þeir gerðu innrás,“ segir Linkevicius. Donald Trump Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Litháar vara við því að Rússar muni grípa til aðgerða til að beita Atlantshafsbandalagið þrýstingi áður en Donald Trump verður forseti Bandaríkjanna í janúar. Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháen, segist óttast um Eystrasaltsríkin. Hann segir að hvergi sé betur fylgst með Trump og embættistöku hans en í Eystrasaltsríkjunum. Þar er óttast að Trump muni eiga í nánu samstarfi við Rússa. Trump hefur gefið í skyn að Bandaríkin, undir hans stjórn, myndu ekki endilega koma NATO ríkjum til varnar nema þau greiði meira til bandalagsins. Þá hefur hann ítrekað hrósað Vladimir Putin, forseta Rússlands, og meðal annars sagt að hann sé frábær leiðtogi og betri leiðtogi en Barack Obama. „Rússland er ekki ofurveldi, það er ofurvandamál,“ er haft eftir Linkevicius á vef BBC. Eystrasaltsríkin óttast að standi Bandaríkin ekki í hárinu á Putin muni þeir hljóta sömu örlög og Úkraína. Útgjöld til varnarmála hafa verið aukin og Litháar tóku aftur upp herskyldu eftir innlimun Krímskaga. Rússar segjast þó ekki ógna neinum og kenna NATO um aukna spennu fyrir að vera að færa umsvif sín austar og nær Rússlandi. Borgin Kaliningrad er mitt á milli Litháen og Póllands, en hún er í eigu Rússlands. Þar hafa yfirvöld verið að koma fyrir loftvörnum, flugskeytum sem ætlað er að granda skipum og jafnvel hefur flugskeytum sem geta borið kjarnorkuvopn verið komið fyrir í borginni.Þar að auki hefur hermönnum, stórskotaliði og herskipum verið fjölgað í Kaliningrad á undanförnum árum. Linkevicius segist óttast að Putin sjái tækifæri í viðbragðsstöðu NATO þar til Trump tekur við völdum í seinni hluta janúar. 25 ár eru síðan yfirvöld í Moskvu sendu skriðdreka gegn friðsömum mótmælendum í Vilnius. Vera rússneskra hermanna í Eystrasaltsríkjunum er mönnum í fersku minni. „Ég man eftir því sem barn þegar skriðdrekar óku um götur Vilnius og mín kynslóð man eftir því þegar Rússarnir voru hér sem her Sovíetríkjanna. En þeir voru rússneskir hermenn og þeir gerðu innrás,“ segir Linkevicius.
Donald Trump Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira