Helga lyfti meira en 500 kílóum á HM | Tvíbætti Íslandsmetið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2016 15:00 Helga Guðmundsdóttir. Mynd/KRAFT/María Guðsteinsdóttir Helga Guðmundsdóttir keppti fyrst Íslendinga á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum sem stendur nú yfir í Orlando í Bandaríkjunum. Heimsmeistaramótið er sérstaklega sterkt að þessu sinni þar sem keppendur freista þess að ávinna sér rétt til þess að keppa á Heimsleikunum (World Games). Helga Guðmundsdóttir, sem keppir fyrir Lyftingafélag Hafnarfjarðar, er ein af þremur Íslendingum á mótinu en hinir eru Viktor Samúelsson í Kraftlyftingafélagi Akureyrar og Júlían J. K. Jóhannsson í Kraftlyftingadeild Ármanns. Helga var að keppa á sínu öðru heimsmeistaramóti en hún færði sig upp um þyngdarflokk og keppti nú í 72 kg flokknum. Helga stóð sig vel þrátt fyrir basl í byrjun en aðeins ellefu konur lyftu meira en hún. Mótið byrjaði erfiðlega hjá Helgu því hún fékk ekki gildar tvær fyrstu lyfturnar í hnébeygju þegar hún var að reyna við 185 kíló. Í þriðju tilraun gekk þó allt upp og hún náði að lyfta 185 kílóum. Helga mætti svo tvíefld til leiks í bekkpressuna sem gekk mjög vel hjá henni. Náði hún að tvíbæta eigið íslandsmet, en samtals bætti hún það um um 5 kg. Lyfti hún 132,5 kíló í annarri tilraun og gerði svo gott betur í síðustu lyftunni og náði að pressa upp 135 kíló. Í réttstöðulyftu náði Helga svo að lyfta 182,5 kílóum sem var jöfnun á hennar besta árangri Samanlagður árangur hennar var því 502,5 kg sem var persónuleg bæting og gaf henni 12. sætið í flokknum. Sigurvegari var Ana Rosa Castellain frá Brasilíu með 638 kg í samanlögðum árangri. Íþróttir Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Helga Guðmundsdóttir keppti fyrst Íslendinga á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum sem stendur nú yfir í Orlando í Bandaríkjunum. Heimsmeistaramótið er sérstaklega sterkt að þessu sinni þar sem keppendur freista þess að ávinna sér rétt til þess að keppa á Heimsleikunum (World Games). Helga Guðmundsdóttir, sem keppir fyrir Lyftingafélag Hafnarfjarðar, er ein af þremur Íslendingum á mótinu en hinir eru Viktor Samúelsson í Kraftlyftingafélagi Akureyrar og Júlían J. K. Jóhannsson í Kraftlyftingadeild Ármanns. Helga var að keppa á sínu öðru heimsmeistaramóti en hún færði sig upp um þyngdarflokk og keppti nú í 72 kg flokknum. Helga stóð sig vel þrátt fyrir basl í byrjun en aðeins ellefu konur lyftu meira en hún. Mótið byrjaði erfiðlega hjá Helgu því hún fékk ekki gildar tvær fyrstu lyfturnar í hnébeygju þegar hún var að reyna við 185 kíló. Í þriðju tilraun gekk þó allt upp og hún náði að lyfta 185 kílóum. Helga mætti svo tvíefld til leiks í bekkpressuna sem gekk mjög vel hjá henni. Náði hún að tvíbæta eigið íslandsmet, en samtals bætti hún það um um 5 kg. Lyfti hún 132,5 kíló í annarri tilraun og gerði svo gott betur í síðustu lyftunni og náði að pressa upp 135 kíló. Í réttstöðulyftu náði Helga svo að lyfta 182,5 kílóum sem var jöfnun á hennar besta árangri Samanlagður árangur hennar var því 502,5 kg sem var persónuleg bæting og gaf henni 12. sætið í flokknum. Sigurvegari var Ana Rosa Castellain frá Brasilíu með 638 kg í samanlögðum árangri.
Íþróttir Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira