Trump skipar í þrjár mikilvægar stöður Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2016 15:00 Michael Flynn, Jeff Sessions og Mike Pompeo. Vísir Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa skipað þrjá menn í mikilvægar stöður í ríkisstjórn sinni. Um er að ræða stöður dómsmálaráðherra, þjóðaröryggisráðgjafa og yfirmann CIA.Samkvæmt heimildum fjölmiðla ytra verður öldungadeildarþingmaðurinn Jeff Sessions dómsmálaráðherra. Þingmaðurinn Mike Pompeo verður yfirmaður CIA og Michael Flynn verður þjóðaröryggisráðgjafi.Sessions hefur staðið dyggilega við bakið á Trump í kosningabaráttunni, en hann hefur einnig látið falla umdeild ummæli um innflytjendur og hefur verið gagnrýndur fyrir það. Hann er mótfallinn því að ólöglegum innflytjendum verði boðin leið að ríkisborgararrétti og hefur tekið vel undir hugmyndir Trump að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Ted Cruz, mótframbjóðandi Trump, hafði verið orðaður við stöðuna en samkvæmt Bloomberg hringdi aðstoðarmaður Trump í Cruz og sagði honum frá því að Sessions yrði skipaður í stöðuna.Mike Pompeo er þingmaður frá Kansas og fyrrum hermaður. Hann er íhaldssamur Repúblikani og harður andstæðingur kjarnorkusamkomulagsins við Íran. Pompeo situr í leyniþjónustunefnd þingsins og var virkur í rannsókn þingsins á árásinni í Benghazi og gagnrýndi hann Hillary Clinton harðlega.Michael Flynn er fyrrum hershöfðingi og einn af nánustu bandamönnum Donald Trump. Hann er sagður segja hlutina tæpitungulaust en var rekinn frá leyniþjónustunni DIA árið 2014 eftir að hann reyndi að hrista upp í stofnuninni og draga úr skriffinsku.Samkvæmt Reuters hefur honum verið lýst sem gáfuðum manni með takmarkaða stjórnunarhæfileika. Hann var harðlega gagnrýndur þegar hann dreifði ráðleggingum meðal starfsmanna DIA um klæðnað þeirra. Þar var stungið upp á viðmiðunarreglum fyrir karlkyns og kvenkyns starfsmenn og fólk var hvatt til að hafa líkamstýpu sína í huga við fataval. Þá voru konur hvattar til þess að nota farða þar sem farði gerði konur „meira aðlaðandi“. Demókratinn Adam Schiff, sem er æðsti þingmaður flokksins í leyniþjónustunefnd þingsins, segir að Trump þurfi ráðgjafa sem hafi betri skapgerð en Flynn. Einhvern sem geti dregið úr hvatvísi Trump. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa skipað þrjá menn í mikilvægar stöður í ríkisstjórn sinni. Um er að ræða stöður dómsmálaráðherra, þjóðaröryggisráðgjafa og yfirmann CIA.Samkvæmt heimildum fjölmiðla ytra verður öldungadeildarþingmaðurinn Jeff Sessions dómsmálaráðherra. Þingmaðurinn Mike Pompeo verður yfirmaður CIA og Michael Flynn verður þjóðaröryggisráðgjafi.Sessions hefur staðið dyggilega við bakið á Trump í kosningabaráttunni, en hann hefur einnig látið falla umdeild ummæli um innflytjendur og hefur verið gagnrýndur fyrir það. Hann er mótfallinn því að ólöglegum innflytjendum verði boðin leið að ríkisborgararrétti og hefur tekið vel undir hugmyndir Trump að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Ted Cruz, mótframbjóðandi Trump, hafði verið orðaður við stöðuna en samkvæmt Bloomberg hringdi aðstoðarmaður Trump í Cruz og sagði honum frá því að Sessions yrði skipaður í stöðuna.Mike Pompeo er þingmaður frá Kansas og fyrrum hermaður. Hann er íhaldssamur Repúblikani og harður andstæðingur kjarnorkusamkomulagsins við Íran. Pompeo situr í leyniþjónustunefnd þingsins og var virkur í rannsókn þingsins á árásinni í Benghazi og gagnrýndi hann Hillary Clinton harðlega.Michael Flynn er fyrrum hershöfðingi og einn af nánustu bandamönnum Donald Trump. Hann er sagður segja hlutina tæpitungulaust en var rekinn frá leyniþjónustunni DIA árið 2014 eftir að hann reyndi að hrista upp í stofnuninni og draga úr skriffinsku.Samkvæmt Reuters hefur honum verið lýst sem gáfuðum manni með takmarkaða stjórnunarhæfileika. Hann var harðlega gagnrýndur þegar hann dreifði ráðleggingum meðal starfsmanna DIA um klæðnað þeirra. Þar var stungið upp á viðmiðunarreglum fyrir karlkyns og kvenkyns starfsmenn og fólk var hvatt til að hafa líkamstýpu sína í huga við fataval. Þá voru konur hvattar til þess að nota farða þar sem farði gerði konur „meira aðlaðandi“. Demókratinn Adam Schiff, sem er æðsti þingmaður flokksins í leyniþjónustunefnd þingsins, segir að Trump þurfi ráðgjafa sem hafi betri skapgerð en Flynn. Einhvern sem geti dregið úr hvatvísi Trump.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira