Donald Trump krefur „mjög dónalega“ leikara Hamilton um afsökunarbeiðni Anton Egilsson skrifar 19. nóvember 2016 17:26 Donald Trump var ekki par sáttur með uppákomu leikhóps söngleiksins Hamilton. Vísir/GETTY Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir afsökunarbeiðni frá leikahópi söngleiksins Hamilton sem sýndur er á Broadway í New York. Ástæða þessarar kröfu Trump er sú að einn aðalleikara sýningarinnar las Mike Pence, varaforseta Trump, pistilinn að sýningu lokinni í gær en hann var þar á meðal gesta. Þykir honum framkoma leikhópsins í garð Pence hafa verið mjög dónaleg. Our wonderful future V.P. Mike Pence was harassed last night at the theater by the cast of Hamilton, cameras blazing.This should not happen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2016 The Theater must always be a safe and special place.The cast of Hamilton was very rude last night to a very good man, Mike Pence. Apologize!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2016 Fréttaveitan Guardian fjallar um atvikið umrædda en það átti sér stað eftir lok sýningarinnar er einn af aðalleikurum sýningunnar ávarpaði Pence. Bað hann Pence, sem þá var að ganga út af sýningunni, um að staldra aðeins við því að hann hefði mikilvæg skilaboð að færa honum. „Við erum fjölbreyttur hópur Bandaríkjamanna sem er óttasleginn um að hin nýja ríkisstjórn muni ekki standa vörð um okkur, plánetuna okkar, börnin okkar og foreldra. Við vonum að þessi sýning hafi hvatt þig til að halda uppi gildum þjóðarinnar og að þú munir starfa fyrir okkur öll.“Sjá einnig: Utangarðsmaðurinn sem varð móðins. Pence fékk þá misgóðar móttökur frá leikhúsgestum er hann gekk til sætis síns í gærkvöldi en í meðfylgjandi myndskeiði má sjá að einhverjir tóku nærveru hans ekki með neinum sérstökum fögnuði og púuðu á hann. Þá á að hafa þurft að stöðva sýninguna nokkrum sinnum vegna bauls frá áhorfendaskaranum sem beindist í átt að Pence.Here's Pence getting booed as he gets to his seats at Hamilton pic.twitter.com/IRQG68x1sB— David K (@dkipke12) November 19, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir afsökunarbeiðni frá leikahópi söngleiksins Hamilton sem sýndur er á Broadway í New York. Ástæða þessarar kröfu Trump er sú að einn aðalleikara sýningarinnar las Mike Pence, varaforseta Trump, pistilinn að sýningu lokinni í gær en hann var þar á meðal gesta. Þykir honum framkoma leikhópsins í garð Pence hafa verið mjög dónaleg. Our wonderful future V.P. Mike Pence was harassed last night at the theater by the cast of Hamilton, cameras blazing.This should not happen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2016 The Theater must always be a safe and special place.The cast of Hamilton was very rude last night to a very good man, Mike Pence. Apologize!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2016 Fréttaveitan Guardian fjallar um atvikið umrædda en það átti sér stað eftir lok sýningarinnar er einn af aðalleikurum sýningunnar ávarpaði Pence. Bað hann Pence, sem þá var að ganga út af sýningunni, um að staldra aðeins við því að hann hefði mikilvæg skilaboð að færa honum. „Við erum fjölbreyttur hópur Bandaríkjamanna sem er óttasleginn um að hin nýja ríkisstjórn muni ekki standa vörð um okkur, plánetuna okkar, börnin okkar og foreldra. Við vonum að þessi sýning hafi hvatt þig til að halda uppi gildum þjóðarinnar og að þú munir starfa fyrir okkur öll.“Sjá einnig: Utangarðsmaðurinn sem varð móðins. Pence fékk þá misgóðar móttökur frá leikhúsgestum er hann gekk til sætis síns í gærkvöldi en í meðfylgjandi myndskeiði má sjá að einhverjir tóku nærveru hans ekki með neinum sérstökum fögnuði og púuðu á hann. Þá á að hafa þurft að stöðva sýninguna nokkrum sinnum vegna bauls frá áhorfendaskaranum sem beindist í átt að Pence.Here's Pence getting booed as he gets to his seats at Hamilton pic.twitter.com/IRQG68x1sB— David K (@dkipke12) November 19, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent