Donald Trump krefur „mjög dónalega“ leikara Hamilton um afsökunarbeiðni Anton Egilsson skrifar 19. nóvember 2016 17:26 Donald Trump var ekki par sáttur með uppákomu leikhóps söngleiksins Hamilton. Vísir/GETTY Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir afsökunarbeiðni frá leikahópi söngleiksins Hamilton sem sýndur er á Broadway í New York. Ástæða þessarar kröfu Trump er sú að einn aðalleikara sýningarinnar las Mike Pence, varaforseta Trump, pistilinn að sýningu lokinni í gær en hann var þar á meðal gesta. Þykir honum framkoma leikhópsins í garð Pence hafa verið mjög dónaleg. Our wonderful future V.P. Mike Pence was harassed last night at the theater by the cast of Hamilton, cameras blazing.This should not happen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2016 The Theater must always be a safe and special place.The cast of Hamilton was very rude last night to a very good man, Mike Pence. Apologize!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2016 Fréttaveitan Guardian fjallar um atvikið umrædda en það átti sér stað eftir lok sýningarinnar er einn af aðalleikurum sýningunnar ávarpaði Pence. Bað hann Pence, sem þá var að ganga út af sýningunni, um að staldra aðeins við því að hann hefði mikilvæg skilaboð að færa honum. „Við erum fjölbreyttur hópur Bandaríkjamanna sem er óttasleginn um að hin nýja ríkisstjórn muni ekki standa vörð um okkur, plánetuna okkar, börnin okkar og foreldra. Við vonum að þessi sýning hafi hvatt þig til að halda uppi gildum þjóðarinnar og að þú munir starfa fyrir okkur öll.“Sjá einnig: Utangarðsmaðurinn sem varð móðins. Pence fékk þá misgóðar móttökur frá leikhúsgestum er hann gekk til sætis síns í gærkvöldi en í meðfylgjandi myndskeiði má sjá að einhverjir tóku nærveru hans ekki með neinum sérstökum fögnuði og púuðu á hann. Þá á að hafa þurft að stöðva sýninguna nokkrum sinnum vegna bauls frá áhorfendaskaranum sem beindist í átt að Pence.Here's Pence getting booed as he gets to his seats at Hamilton pic.twitter.com/IRQG68x1sB— David K (@dkipke12) November 19, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent The Vivienne er látin Erlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Fleiri fréttir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Sjá meira
Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir afsökunarbeiðni frá leikahópi söngleiksins Hamilton sem sýndur er á Broadway í New York. Ástæða þessarar kröfu Trump er sú að einn aðalleikara sýningarinnar las Mike Pence, varaforseta Trump, pistilinn að sýningu lokinni í gær en hann var þar á meðal gesta. Þykir honum framkoma leikhópsins í garð Pence hafa verið mjög dónaleg. Our wonderful future V.P. Mike Pence was harassed last night at the theater by the cast of Hamilton, cameras blazing.This should not happen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2016 The Theater must always be a safe and special place.The cast of Hamilton was very rude last night to a very good man, Mike Pence. Apologize!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2016 Fréttaveitan Guardian fjallar um atvikið umrædda en það átti sér stað eftir lok sýningarinnar er einn af aðalleikurum sýningunnar ávarpaði Pence. Bað hann Pence, sem þá var að ganga út af sýningunni, um að staldra aðeins við því að hann hefði mikilvæg skilaboð að færa honum. „Við erum fjölbreyttur hópur Bandaríkjamanna sem er óttasleginn um að hin nýja ríkisstjórn muni ekki standa vörð um okkur, plánetuna okkar, börnin okkar og foreldra. Við vonum að þessi sýning hafi hvatt þig til að halda uppi gildum þjóðarinnar og að þú munir starfa fyrir okkur öll.“Sjá einnig: Utangarðsmaðurinn sem varð móðins. Pence fékk þá misgóðar móttökur frá leikhúsgestum er hann gekk til sætis síns í gærkvöldi en í meðfylgjandi myndskeiði má sjá að einhverjir tóku nærveru hans ekki með neinum sérstökum fögnuði og púuðu á hann. Þá á að hafa þurft að stöðva sýninguna nokkrum sinnum vegna bauls frá áhorfendaskaranum sem beindist í átt að Pence.Here's Pence getting booed as he gets to his seats at Hamilton pic.twitter.com/IRQG68x1sB— David K (@dkipke12) November 19, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent The Vivienne er látin Erlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Fleiri fréttir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Sjá meira