Innlent

Boeing 777 breiðþota nauðlenti á Keflavíkurflugvelli

Gissur Sigurðsson skrifar
Frá Keflavíkurflugvelli.
Frá Keflavíkurflugvelli. vísir/anton brink
Töluverður viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli seint í gærkvöldi, eftir að flugstjóri Boeing 777 breiðþotu óskaði eftir lendingu þar eftir að olíuleki kom fram í öðrum hreyfli þotunnar.

Flugslysaáætlun almannavarna var virkjuð og voru björgunaraðilar settir í viðbragðsstöðu. Meðal annars voru sjúkrabílar sendir frá Reykjavík í Straumsvík, þar sem þeir biðu frekari framvindu.

 

Vélin lenti hinsvegar heilu og höldnu og sakaði engan af sjö manna áhöfn þar um borð, en engir farþegar voru um borð. Vélin var á leið frá Túrkmenistan til Bandaríkjanna og heldur hún áfram að viðgerð lokinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×