„Við erum bara að leggja af stað, þetta er dálítil ganga fram undan en við erum að þróa þetta,“ segir Benedikt í samtali við Vísi um verkefnið.
Sjá einnig: Egill Skallagrímsson listaskáld en einnig illræmdur morðingi
Aðspurður hvenær tökur á myndinni eru fyrirhugaðar segir Benedikt að fyrst muni hann klára kvikmyndina Fjallkonan fer í stríð. Um er að ræða hasar-, söngleikja og umhverfistrylli sem fer í tökur í júlí á næsta ári en áætlað er að hún verði frumsýnd vorið 2018.
Egils saga Skallagrímssonar verður næsta stóra verkefni Benedikts en það mun teygja sig um öll Norðurlönd og England.
Sjá einnig: Er þetta hinn sögufrægi smiðjusteinn Skallagríms?