Arnar Már hlýtur verðlaun Norðurlandaráðs nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 1. nóvember 2016 20:28 Frá verðlaunaafhendingunni fyrr í kvöld. magnus fröderberg/norden.org Arnar Már Arngrímsson hefur hlotið barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir skáldsögu sína Sölvasögu unglings. Er þetta í fjórða sinn sem verðlaun eru veitt í þessum flokki en þau koma nú í fyrsta skipti í hlut Íslendings. Verðlaunaathöfnin stendur nú yfir en veitt eru verðlaun í fimm flokkum: bókmenntum, tónlist, kvikmyndum, barna- og unglingabókum og umhverfisvernd. Athöfnin fer að þessu sinni fram í tónleikahúsi Danska ríkisútvarpsins í Kaupmannahöfn. Þrettán verk voru tilnefnd til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Tveir íslenskir höfundar hlutu tilnefningu, þau Arnar Már Arngrímsson fyrir Sölvasögu unglings og Ragnhildur Hólmgeirsdóttir fyrir Koparborgina. Verðlaunafé er 350 þúsund danskar krónur sem nemur 5,8 milljónum íslenskra króna. Handhafi verðlaunanna frá því í fyrra, Svíinn Jakob Wegelius, afhenti Arnari Má verðlaunin og verðlaunaféð á athöfninni í Kaupmannahöfn nú fyrr í kvöld. Í rökstuðningi dómnefndar segir: „Verðlaunabókin fjallar um nútímaungling og viðfangsefnin sem hann þarf að glíma við. En þó vandamálin séu kunnugleg er unglingurinn það ekki. Höfundi tekst í þessari fyrstu bók sinni að búa til persónu sem er áhugaverð, fyndin, óþolandi, leitandi og heillandi. Tungutak sögunnar er lífleg blanda af unglingamáli og ritmáli eldri kynslóðarinnar og þar rekast á menningarheimar. Lesendur fylgja unglingnum gegnum tilvistarkreppur hans sem sýna hve stormasöm unglingsárin eru og erfitt að stýra gegnum þau án skipbrots. Því nær höfundurinn, Arnar Már Arngrímsson, að miðla af einlægni og trúnaði sínum við ungt fólk í Sölvasögu unglings.” Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Arnar Már Arngrímsson hefur hlotið barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir skáldsögu sína Sölvasögu unglings. Er þetta í fjórða sinn sem verðlaun eru veitt í þessum flokki en þau koma nú í fyrsta skipti í hlut Íslendings. Verðlaunaathöfnin stendur nú yfir en veitt eru verðlaun í fimm flokkum: bókmenntum, tónlist, kvikmyndum, barna- og unglingabókum og umhverfisvernd. Athöfnin fer að þessu sinni fram í tónleikahúsi Danska ríkisútvarpsins í Kaupmannahöfn. Þrettán verk voru tilnefnd til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Tveir íslenskir höfundar hlutu tilnefningu, þau Arnar Már Arngrímsson fyrir Sölvasögu unglings og Ragnhildur Hólmgeirsdóttir fyrir Koparborgina. Verðlaunafé er 350 þúsund danskar krónur sem nemur 5,8 milljónum íslenskra króna. Handhafi verðlaunanna frá því í fyrra, Svíinn Jakob Wegelius, afhenti Arnari Má verðlaunin og verðlaunaféð á athöfninni í Kaupmannahöfn nú fyrr í kvöld. Í rökstuðningi dómnefndar segir: „Verðlaunabókin fjallar um nútímaungling og viðfangsefnin sem hann þarf að glíma við. En þó vandamálin séu kunnugleg er unglingurinn það ekki. Höfundi tekst í þessari fyrstu bók sinni að búa til persónu sem er áhugaverð, fyndin, óþolandi, leitandi og heillandi. Tungutak sögunnar er lífleg blanda af unglingamáli og ritmáli eldri kynslóðarinnar og þar rekast á menningarheimar. Lesendur fylgja unglingnum gegnum tilvistarkreppur hans sem sýna hve stormasöm unglingsárin eru og erfitt að stýra gegnum þau án skipbrots. Því nær höfundurinn, Arnar Már Arngrímsson, að miðla af einlægni og trúnaði sínum við ungt fólk í Sölvasögu unglings.”
Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira