Geir: Þetta var vinnusigur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. nóvember 2016 22:11 Geir ræðir við íslensku leikmennina. vísir/ernir „Mér líður vel að hafa fengið þessi tvö stig. Það er auðvitað eitt og annað sem hefði mátt fara en við ætluðum að vinna og það tókst,“ sagði hás landsliðsþjálfari, Geir Sveinsson, eftir sigurinn fína á Tékkum. „Eins marks sigur er ekki aðalatriði heldur stigin tvö sem við fengum. Við verðum að klára leikina hér heima og það gerðum við í dag. „Ég er ánægður með framlag drengjanna. Þó svo allt væri ekki að ganga upp og við að glansa í öllum stöðum var mikilvægt að menn trúðu á þetta. Þetta var vinnusigur.“ Þó svo Geir segi að ýmislegt hafi vantað upp á var hann ánægður með ýmislegt líka. „Mér fannst góður karakter hjá okkur er við rífum okkur upp í fyrri hálfleik eftir að hafa lent undir. Margt taktískt gekk upp í sóknarleiknum og ég var ánægður með það. Svo var ég ánægður með vörnina sem var að virka vel. Við höfum auðvitað séð fleiri varða bolta en vinnuframlag varnarinnar var mjög gott. Svo náðum við fleiri hraðaupphlaupum en í síðustu leikjum,“ segir þjálfarinn og bendir á að liðið hafi gert sér erfitt fyrir. „Við vorum ekki að nýta færin okkar almennilega. Í fyrri hálfleik voru 6-7 skot sem fóru í stöng, slá eða fram hjá markinu. Svo þarf að laga tímasetningar í sókninni en stigin tvö eru frábær. „Ég var mjög ánægður með miðjublokkina í vörninni. Svo lendum við í vandræðum út af tveimur brottvísunum Rúnars snemma í leiknum. Þá kallaði það á hrókeringar. Mér fannst Rúnar leysa þetta vel.“ Það vakti athygli að Grétar Ari fór í markið þegar tólf mínútur voru eftir í sínum fyrsta landsleik og annar nýliði, Arnar Freyr Arnarsson, fór á línuna. Allt undir og kjúllarnir koma inn. „Ég leit á það þannig að við yrðum að fá varðan bolta. Ef eitthvað er þá brást ég við svolítið seint. Við treystum þessum drengjum og þeir eru valdir til þess að spila.“ EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Arnór Þór: Olnboginn fór beint í kjálkann á mér Arnór Þór Gunnarsson stóð vel fyrir sínu í hægra horni Íslands í dag, lék nánast allan leikinn og skoraði fimm mörk. 2. nóvember 2016 22:05 Guðjón Valur: Fannst við fleiri mörkum betri "Við gerðum okkur erfitt fyrir í kvöld en höfðum trú á þessu allan tímann,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði Íslands eftir sigurinn á Tékklandi í kvöld. 2. nóvember 2016 21:53 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Tékkland 25-24 | Íslenskur sigur í háspennuleik Ísland lagði Tékkland 25-24 í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM í Króatíu 2018. Ísland var 12-10 yfir í hálfleik. 2. nóvember 2016 22:30 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Sjá meira
„Mér líður vel að hafa fengið þessi tvö stig. Það er auðvitað eitt og annað sem hefði mátt fara en við ætluðum að vinna og það tókst,“ sagði hás landsliðsþjálfari, Geir Sveinsson, eftir sigurinn fína á Tékkum. „Eins marks sigur er ekki aðalatriði heldur stigin tvö sem við fengum. Við verðum að klára leikina hér heima og það gerðum við í dag. „Ég er ánægður með framlag drengjanna. Þó svo allt væri ekki að ganga upp og við að glansa í öllum stöðum var mikilvægt að menn trúðu á þetta. Þetta var vinnusigur.“ Þó svo Geir segi að ýmislegt hafi vantað upp á var hann ánægður með ýmislegt líka. „Mér fannst góður karakter hjá okkur er við rífum okkur upp í fyrri hálfleik eftir að hafa lent undir. Margt taktískt gekk upp í sóknarleiknum og ég var ánægður með það. Svo var ég ánægður með vörnina sem var að virka vel. Við höfum auðvitað séð fleiri varða bolta en vinnuframlag varnarinnar var mjög gott. Svo náðum við fleiri hraðaupphlaupum en í síðustu leikjum,“ segir þjálfarinn og bendir á að liðið hafi gert sér erfitt fyrir. „Við vorum ekki að nýta færin okkar almennilega. Í fyrri hálfleik voru 6-7 skot sem fóru í stöng, slá eða fram hjá markinu. Svo þarf að laga tímasetningar í sókninni en stigin tvö eru frábær. „Ég var mjög ánægður með miðjublokkina í vörninni. Svo lendum við í vandræðum út af tveimur brottvísunum Rúnars snemma í leiknum. Þá kallaði það á hrókeringar. Mér fannst Rúnar leysa þetta vel.“ Það vakti athygli að Grétar Ari fór í markið þegar tólf mínútur voru eftir í sínum fyrsta landsleik og annar nýliði, Arnar Freyr Arnarsson, fór á línuna. Allt undir og kjúllarnir koma inn. „Ég leit á það þannig að við yrðum að fá varðan bolta. Ef eitthvað er þá brást ég við svolítið seint. Við treystum þessum drengjum og þeir eru valdir til þess að spila.“
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Arnór Þór: Olnboginn fór beint í kjálkann á mér Arnór Þór Gunnarsson stóð vel fyrir sínu í hægra horni Íslands í dag, lék nánast allan leikinn og skoraði fimm mörk. 2. nóvember 2016 22:05 Guðjón Valur: Fannst við fleiri mörkum betri "Við gerðum okkur erfitt fyrir í kvöld en höfðum trú á þessu allan tímann,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði Íslands eftir sigurinn á Tékklandi í kvöld. 2. nóvember 2016 21:53 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Tékkland 25-24 | Íslenskur sigur í háspennuleik Ísland lagði Tékkland 25-24 í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM í Króatíu 2018. Ísland var 12-10 yfir í hálfleik. 2. nóvember 2016 22:30 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Sjá meira
Arnór Þór: Olnboginn fór beint í kjálkann á mér Arnór Þór Gunnarsson stóð vel fyrir sínu í hægra horni Íslands í dag, lék nánast allan leikinn og skoraði fimm mörk. 2. nóvember 2016 22:05
Guðjón Valur: Fannst við fleiri mörkum betri "Við gerðum okkur erfitt fyrir í kvöld en höfðum trú á þessu allan tímann,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði Íslands eftir sigurinn á Tékklandi í kvöld. 2. nóvember 2016 21:53
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Tékkland 25-24 | Íslenskur sigur í háspennuleik Ísland lagði Tékkland 25-24 í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM í Króatíu 2018. Ísland var 12-10 yfir í hálfleik. 2. nóvember 2016 22:30