Í dag má búast við fremur hægri norðlægri átt á landinu, úrkomu við norður- og austurströndina og einnig suðvestan til í fyrstu. Veðurstofa Íslands býst við að það muni kólna smám saman og frysta víðast hvar í kvöld.
Gert er ráð fyrir hæglætis veðri á morgun en heldur svalara en verið hefur undanfarna daga.
Á sunnudag og í byrjun næstu herja þó aftur á landið suðlægar áttir með úrkomu og hlýindum.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Vaxandi sunnanátt og fer að rigna á V-verðu landinu, en þurrt A-til. Hlýnandi veður. Sunnan 10-18 síðdegis og hiti 3 til 8 stig, en í kringum frostmark í innsveitum NA-lands.
Á mánudag:
Sunnan 10-15, en hvessir um kvöldið. Úrkomulítið á NA- og A-landi, annars rigning, einkum V-lands. Hiti 6 til 12 stig.
Á þriðjudag:
Suðlæg átt með rigningu eða skúrum, en að mestu þurrt NA-lands. Hiti 2 til 8 stig.
Á miðvikudag:
Sunnanátt, dálítil slydda eða rigning á S- og V-landi og hiti 0 til 5 stig, en léttskýjað og vægt frost N- og A-lands.
Á fimmtudag:
Suðlæg átt, skýjað og rigning eða slydda S- og V-lands.
Hlýindi væntanleg til landsins á sunnudag
Birgir Olgeirsson skrifar
