Bjarni segir ekkert útilokað Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. nóvember 2016 18:25 Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur rætt við formenn nokkurra annarra stjórnmálaflokka í dag. Hann segir ekkert útilokað þegar kemur að stjórnarmyndun en ætlar að leggjast undir feld um helgina til að fara yfir stöðuna. Lítið hefur breyst í afstöðu forystumanna stjórnmálaflokkanna til samstarfs um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir fundi Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, með þeim í gær og í fyrradag. Þingflokkur Viðreisnar kom saman á þinghúsinu í dag til að fara yfir stöðuna. Aðspurður um hvort að Viðreisn og Björt framtíð hafi það í hendi sér hvaða ríkisstjórn verði mynduð segist Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, ekkert þora að segja um það. „Það er eins og komið hefur fram er auðvitað breitt bil á milli margra annarra. Þannig að það gæti verið að það væri álitlegt að mynda ríkisstjórn með þessum flokkum tveimur já. Vonandi,“ segir Benedikt. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir ekkert hafa fundað með formönnum hinna stjórnmálaflokkanna í dag. „Það er bara ekkert títt hjá okkur. Við í VG erum bara að nota þennan dag til að fara yfir uppgjör á kosningabaráttu og það eru engir fundir í gangi,“ segir Katrín. Síðdegis fundaði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, með þingflokki sínum í Valhöll. Formaðurinn og þingmenn flokksins notuðu fundinn til að bera saman bækur sínar. Aðspurður um það hvort Bjarni sjá fyrir sér að ræða við Viðreisn og Bjarta framtíð um myndun nýrrar ríkisstjórnar segir hann það í sjálfu sér ekkert líklegra en annað. „Það liggur fyrir að það væri mjög naumur meirihluti. Ég hef rætt það og bent á, nefnt í samtölum við formenn þeirra flokka. Ég átti mjög góðan fund bæði með framsóknarmönnum og Katrínu Jakobsdóttur og það er rétt að þar ber töluvert í milli í pólitískri hugmyndafræði en ég hef ekki lokað fyrir neinn möguleika enn þá. Enn hins vegar tel ég að bæði ég og þessir formenn, þessir þingflokkar, þurfi innan fárra sólarhringa að gera það upp við sig hvort þeir vilja láta reyna á frekara samtal,“ segir Bjarni. Bjarni segist hafa rætt við formenn nokkurra annarra stjórnmálaflokka í dag. Hann vill þó ekkert gefa upp um hvaða formenn hann hefur rætt við í dag. „Ég á ekki von á að þetta verði mjög tíðindamikil helgi en þeim mun meira kannski hugsað,“segir Bjarni. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir „Hef hvergi hallað réttu máli“ Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur rætt við formenn nokkurra annarra stjórnmálaflokka í dag. Hann segir ekkert útilokað þegar kemur að stjórnarmyndun en ætlar að leggjast undir feld um helgina til að fara yfir stöðuna. Lítið hefur breyst í afstöðu forystumanna stjórnmálaflokkanna til samstarfs um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir fundi Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, með þeim í gær og í fyrradag. Þingflokkur Viðreisnar kom saman á þinghúsinu í dag til að fara yfir stöðuna. Aðspurður um hvort að Viðreisn og Björt framtíð hafi það í hendi sér hvaða ríkisstjórn verði mynduð segist Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, ekkert þora að segja um það. „Það er eins og komið hefur fram er auðvitað breitt bil á milli margra annarra. Þannig að það gæti verið að það væri álitlegt að mynda ríkisstjórn með þessum flokkum tveimur já. Vonandi,“ segir Benedikt. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir ekkert hafa fundað með formönnum hinna stjórnmálaflokkanna í dag. „Það er bara ekkert títt hjá okkur. Við í VG erum bara að nota þennan dag til að fara yfir uppgjör á kosningabaráttu og það eru engir fundir í gangi,“ segir Katrín. Síðdegis fundaði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, með þingflokki sínum í Valhöll. Formaðurinn og þingmenn flokksins notuðu fundinn til að bera saman bækur sínar. Aðspurður um það hvort Bjarni sjá fyrir sér að ræða við Viðreisn og Bjarta framtíð um myndun nýrrar ríkisstjórnar segir hann það í sjálfu sér ekkert líklegra en annað. „Það liggur fyrir að það væri mjög naumur meirihluti. Ég hef rætt það og bent á, nefnt í samtölum við formenn þeirra flokka. Ég átti mjög góðan fund bæði með framsóknarmönnum og Katrínu Jakobsdóttur og það er rétt að þar ber töluvert í milli í pólitískri hugmyndafræði en ég hef ekki lokað fyrir neinn möguleika enn þá. Enn hins vegar tel ég að bæði ég og þessir formenn, þessir þingflokkar, þurfi innan fárra sólarhringa að gera það upp við sig hvort þeir vilja láta reyna á frekara samtal,“ segir Bjarni. Bjarni segist hafa rætt við formenn nokkurra annarra stjórnmálaflokka í dag. Hann vill þó ekkert gefa upp um hvaða formenn hann hefur rætt við í dag. „Ég á ekki von á að þetta verði mjög tíðindamikil helgi en þeim mun meira kannski hugsað,“segir Bjarni.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir „Hef hvergi hallað réttu máli“ Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Sjá meira