Janus Daði Smárason, leikmaður Hauka, kemur inn fyrir Gunnar Stein Jónsson í hóp íslenska liðsins fyrir leikinn gegn Úkraínu ytra í dag.
Íslenska landsliðið leikur annan leik sinn í undankeppni EM í Króatíu 2018 í Úkraínu en leikurinn fer fram í borginni Sumy í austurhluta Úkraínu.
Ákveðið var að Janus Daði myndi ferðast með liðinu í ljósi meiðsla sem Gunnar varð fyrir í sigrinum á Tékkum á dögunum en nú er það komið á hreint að Gunnar getur ekki tekið þátt í dag.
Fylgst verður með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi síðar í dag en hann hefst klukkan 16.00.
Hópurinn er eftirfarandi:
Markmenn:
Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball Club
Grétar Ari Guðjónsson, Haukar
Aðrir leikmenn:
Arnar Freyr Arnarsson, IFK Kristianstad
Arnór Atlason, Aalborg Handball
Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club
Aron Pálmarsson, MKB Veszprém
Bjarki Már Elísson, Fuchse Berlin
Bjarki Már Gunnarsson, EHV Aue
Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein-Necker Löwen
Guðmundur Hólmar Helgason, Cesson Rennes
Janus Daði Smárason, Haukar
Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV
Ólafur Andrés Guðmundsson, IFK Kristianstad
Ómar Ingi Magnússon, Aarhus Håndbold
Rúnar Kárason, TSV Hannover-Burgdorf
Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV
Janus Daði inn fyrir Gunnar
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið






„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti

Tatum með slitna hásin
Körfubolti


Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn