Forsetaframbjóðendur berjast um Flórída Birgir Örn Steinarsson skrifar 5. nóvember 2016 18:52 Bandaríkjamenn kjósa sér nýjan forseta á þriðjudag. Vísir/Getty Hillary Clinton og Donald Trump þeytast nú á milli fylkja í þotum sínum í þeirri von að tryggja sigur í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fara fram á þriðjudaginn. Eins og mátti búast við snýst lokaslagurinn um þau fylki þar sem mjótt er á mununum. Skoðanakannanir sýna að Hillary Clinton er líklegri til þess að sigra en síðustu vikuna hefur fylgi Trumps aukist gífurlega. Stærsti slagurinn er um Flórída, Norður Karólínu, Ohio, Nevada, Arizona og Iowa. Í öllum þessum fylkjum hefur fylgi Donald Trumps verið vaxandi. Þannig hefur það ekki verið alla kosningabaráttuna. Talið er að fréttaflutningur um að FBI hefði hug á því að ákæra Clinton vegna upplýsinga um meint fjársvik sem eiga hafa verið í tölvupósti sem forsetaframbjóðandinn geymdi á sérstökum netþjóni á heimili sínu. Það var Fox sjónvarpsstöðin sem hélt því fram að FBI ætlaði að kæra en hefur síðan þá þurft að biðjast afsökunar á röngum fréttaflutning.Donald Trump hefur fullyrt að Hillary Clinton hafi brotið lög og sagt að sérstakur saksóknari verði fenginn til að tryggja að hún verði sett á bakvið lás og slá, verði hann kjörinn forseti.Vísir/AFPTrump þarf sigur í FlórídaBæði Clinton og Trump eru nú stödd í Flórída. Þar er mikið í húfi því fylkið er stórt. Það hefur alla tíð verið mjótt á mununum hvað fylgi stjórnmálaflokka varðar í Flórída en fylkið hefur oftar en einu sinni verið lykilfylki þegar kemur að forsetakosningum. Eins og staðan er í dag ríkir mikil óvissa með það hvor forsetaframbjóðandinn fer með sigur af hólmi í Flórída. Vefsíðan FiveThirtyEight segir Trump hafa 52.6% líkur á því að sigra en aðrar skoðanakannanir gefa vísbendingar um að Clinton muni vinna. Í síðustu kosningum sigraði Obama mótherja sinn Mitt Romney í Flórída rétt tæplega eða með 0.9% mun. Talið er að það sé nauðsynlegt fyrir Trump að sigra til þess að ná forsetakjörinu. Staða Clinton er talin ögn betri en hún gæti sigrað forsetakosninguna þótt hún sigri ekki í Flórída. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fox biðst afsökunar á frétt sinni um Clinton Fréttamaðurinn Bret Baier segir það hafa verið mistök að segja að Clinton yrði líklega ákærð í tengslum við rannsókn á góðgerðarsjóði hennar. 5. nóvember 2016 09:05 Mikil harka í baráttunni um Hvíta húsið Donald Trump heldur áfram að kalla Hillary Clinton glæpamann, en hann hefur sótt verulega á í fylgi þessa vikuna í sumum könnunum. 4. nóvember 2016 20:59 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira
Hillary Clinton og Donald Trump þeytast nú á milli fylkja í þotum sínum í þeirri von að tryggja sigur í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fara fram á þriðjudaginn. Eins og mátti búast við snýst lokaslagurinn um þau fylki þar sem mjótt er á mununum. Skoðanakannanir sýna að Hillary Clinton er líklegri til þess að sigra en síðustu vikuna hefur fylgi Trumps aukist gífurlega. Stærsti slagurinn er um Flórída, Norður Karólínu, Ohio, Nevada, Arizona og Iowa. Í öllum þessum fylkjum hefur fylgi Donald Trumps verið vaxandi. Þannig hefur það ekki verið alla kosningabaráttuna. Talið er að fréttaflutningur um að FBI hefði hug á því að ákæra Clinton vegna upplýsinga um meint fjársvik sem eiga hafa verið í tölvupósti sem forsetaframbjóðandinn geymdi á sérstökum netþjóni á heimili sínu. Það var Fox sjónvarpsstöðin sem hélt því fram að FBI ætlaði að kæra en hefur síðan þá þurft að biðjast afsökunar á röngum fréttaflutning.Donald Trump hefur fullyrt að Hillary Clinton hafi brotið lög og sagt að sérstakur saksóknari verði fenginn til að tryggja að hún verði sett á bakvið lás og slá, verði hann kjörinn forseti.Vísir/AFPTrump þarf sigur í FlórídaBæði Clinton og Trump eru nú stödd í Flórída. Þar er mikið í húfi því fylkið er stórt. Það hefur alla tíð verið mjótt á mununum hvað fylgi stjórnmálaflokka varðar í Flórída en fylkið hefur oftar en einu sinni verið lykilfylki þegar kemur að forsetakosningum. Eins og staðan er í dag ríkir mikil óvissa með það hvor forsetaframbjóðandinn fer með sigur af hólmi í Flórída. Vefsíðan FiveThirtyEight segir Trump hafa 52.6% líkur á því að sigra en aðrar skoðanakannanir gefa vísbendingar um að Clinton muni vinna. Í síðustu kosningum sigraði Obama mótherja sinn Mitt Romney í Flórída rétt tæplega eða með 0.9% mun. Talið er að það sé nauðsynlegt fyrir Trump að sigra til þess að ná forsetakjörinu. Staða Clinton er talin ögn betri en hún gæti sigrað forsetakosninguna þótt hún sigri ekki í Flórída.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fox biðst afsökunar á frétt sinni um Clinton Fréttamaðurinn Bret Baier segir það hafa verið mistök að segja að Clinton yrði líklega ákærð í tengslum við rannsókn á góðgerðarsjóði hennar. 5. nóvember 2016 09:05 Mikil harka í baráttunni um Hvíta húsið Donald Trump heldur áfram að kalla Hillary Clinton glæpamann, en hann hefur sótt verulega á í fylgi þessa vikuna í sumum könnunum. 4. nóvember 2016 20:59 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira
Fox biðst afsökunar á frétt sinni um Clinton Fréttamaðurinn Bret Baier segir það hafa verið mistök að segja að Clinton yrði líklega ákærð í tengslum við rannsókn á góðgerðarsjóði hennar. 5. nóvember 2016 09:05
Mikil harka í baráttunni um Hvíta húsið Donald Trump heldur áfram að kalla Hillary Clinton glæpamann, en hann hefur sótt verulega á í fylgi þessa vikuna í sumum könnunum. 4. nóvember 2016 20:59