Hafþór deildi bráðskemmtilegri mynd á Facebook-síðu sinni nú í dag þar sem hann greinir aðdáendum sínum frá því að hann hafi farið út að borða með mörgum af helstu stjörnum þáttarins. Segir hann fólki jafnframt að bíða spennt og eiga von á frábæru sjónvarpsefni.
Myndin af Hafþóri, sem fer með hlutverk hins ógnarsterka Gregor Clegane, og leikurunum er hér að neðan. Tökum á að ljúka í febrúar næstkomandi og von er á nýju þáttaröðinni, þeirri næstsíðustu, næsta vor.