Stöð 2 heimsækir Repúblikana: „Bandaríkin verða stórkostleg aftur“ Una Sighvvatsdóttir skrifar 7. nóvember 2016 19:00 Í kosningamiðstöð Repúblikanaflokksins í Fairfax í Virginíu hafa hundruð sjálfboðaliða tekið þátt í því að fá fólk til að mæta á kjörstað. Stöð2 fór í heimsókn á sunnudag, þegar kosningabaráttan var á lokametrunum, og fékk að fara ofan í kjallara kosningamiðstöðvarinnar, þar sem sjálfboðaliðar sitja við símann og hvetja kjósendur til að veita Trump atkvæði sitt. Öðru vísi að taka þátt í þessari kosningabaráttu Formaðurinn, Matt Ames, hefur unnið með Repúblikanaflokknum í 10 ár en segir kosningabaráttuna nú skera sig úr. „Ég myndi segja að áhuginn sé svipaður, en frambjóðendurnir í ár höfða til mjög ólíkra hópa í samfélaginu. Það er eitt sem ég hef tekið eftir, þegar þú heyrir að Donald Trump höfði til annars konar hópa lýðfræðilega. Ég held að það sé satt og við sjáum það hér, hvað varðar það fólk sem kemur að leggja okkur lið," sagði Matt í samtali við Stöð2.Hvaða hópar eru það þá sérstaklega sem Trump nær til? „Það er svolítið erfitt að lýsa því í samhengi við Fairfax sýslu...en ætli ég myndi ekki segja að hann höfði meira til millistéttarfólks," segir Matt.Treystir á viðskiptavit moldríka milljarðamæringinn Ein af þeim er Theresa Antonio. Fjölskylda hennar flutti frá Filippseyjum til Bandaríkjanna vegna þess að þau trúa á takmarkað ríkisvald, líkt og Republikanar boða. „Donald Trump skapar störf. Hann er moldríkur milljarðamæringur, hann á Trump turnana og hefur skapað milljónir af störfum og ég trúi því að þökk sé þessum bakgrunni þá muni hann gera Bandaríkin stórkostleg aftur," sagði Theresa þegar fréttamaður Stöðvar 2 spurði hvers vegna hún gerðist sjálfboðaliði fyrir Repúblikana.En hvað þýðir þetta slagorð, að gera Bandaríkin stórkostleg aftur? „Það er ekki mikið framboð af góðum atvinnutækifærum í Bandaríkjunum. Fullu starfi fyrir fólk eins og mig. En ég tel að Donald Trump muni nýta viðskitavit sitt til þess að gera Bandaríkin stórkostleg aftur, því hann kann að útvega fólki vinnu."Verðum örugg aftur þökk sé Donald Trump Í kosningamiðstöðina var líka mætt Margrit McOlof, sem hefur fylgt Repúblikanaflokknum að máli alla sína ævi og segir Donald Trump einstakan mann sem verði frábær forseti. „Mér finnst hann hafa frábæra áætlun sem muni gera landi okkar sterkara og betra. Hann er með margar tillögur að því hvernig hægt er að bæta efnahaginn," nefndi Margit sem dæmi í samtali við Stöð2. „Donald Trump hefur sterka skoðun á því að það eigi að efla herinn, og um það að útrýma Isis. Hann ætlar að taka á hörku af Isis. Hann ætlar að taka stjórnina aftur yfir landamærum okkar, þannig að okkur finnist við aftur örugg. Svo er önnur ástæða fyrir þvi að ég held upp hann og hún er sú að hann er á móti fóstureyðingum. Af öllum þessum ástæðum styð ég Donald Trump og þess vegna er ég komin í dag til að bjóða fram hjálp mína."Telur Trump hafa vindinn í bakið Mjótt er á munum milli Donalds Trump og Hillary Clinton á lokametrunum. Í síðustu forsetakosningum vann Barack Obama Virginíuríki naumlega, með 51%. En Margit er bjartsýn á að úrslitin falli repúblikönum í vil. „Ég er mjög bjartsýn. Ég held að hann hafi mikinn meðvind núna, augnablikið er hans. Það hefur verið mikill áhugi í allri kosningabaráttunni en ég held hann sé að vaxa meira og meira nuna og ég er mjög bjartsýn fyrir þriðjudaginn." Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir FBI dregið inn í hringiðu stjórnmála Stofnunin sem hefur um árabil haldið sér utan stjórnmála í Bandaríkjunum hefur valdið miklum usla. 7. nóvember 2016 12:00 Trump neitar að samþykkja niðurstöðu FBI "Það er ekki hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum.“ 7. nóvember 2016 08:14 Um hvaða ríki liggur leið Trump í Hvíta húsið? Flórida og Norður-Karólína eru lykilríki ætli Trump sér að fá lykla að Hvíta húsinu. 7. nóvember 2016 14:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
Í kosningamiðstöð Repúblikanaflokksins í Fairfax í Virginíu hafa hundruð sjálfboðaliða tekið þátt í því að fá fólk til að mæta á kjörstað. Stöð2 fór í heimsókn á sunnudag, þegar kosningabaráttan var á lokametrunum, og fékk að fara ofan í kjallara kosningamiðstöðvarinnar, þar sem sjálfboðaliðar sitja við símann og hvetja kjósendur til að veita Trump atkvæði sitt. Öðru vísi að taka þátt í þessari kosningabaráttu Formaðurinn, Matt Ames, hefur unnið með Repúblikanaflokknum í 10 ár en segir kosningabaráttuna nú skera sig úr. „Ég myndi segja að áhuginn sé svipaður, en frambjóðendurnir í ár höfða til mjög ólíkra hópa í samfélaginu. Það er eitt sem ég hef tekið eftir, þegar þú heyrir að Donald Trump höfði til annars konar hópa lýðfræðilega. Ég held að það sé satt og við sjáum það hér, hvað varðar það fólk sem kemur að leggja okkur lið," sagði Matt í samtali við Stöð2.Hvaða hópar eru það þá sérstaklega sem Trump nær til? „Það er svolítið erfitt að lýsa því í samhengi við Fairfax sýslu...en ætli ég myndi ekki segja að hann höfði meira til millistéttarfólks," segir Matt.Treystir á viðskiptavit moldríka milljarðamæringinn Ein af þeim er Theresa Antonio. Fjölskylda hennar flutti frá Filippseyjum til Bandaríkjanna vegna þess að þau trúa á takmarkað ríkisvald, líkt og Republikanar boða. „Donald Trump skapar störf. Hann er moldríkur milljarðamæringur, hann á Trump turnana og hefur skapað milljónir af störfum og ég trúi því að þökk sé þessum bakgrunni þá muni hann gera Bandaríkin stórkostleg aftur," sagði Theresa þegar fréttamaður Stöðvar 2 spurði hvers vegna hún gerðist sjálfboðaliði fyrir Repúblikana.En hvað þýðir þetta slagorð, að gera Bandaríkin stórkostleg aftur? „Það er ekki mikið framboð af góðum atvinnutækifærum í Bandaríkjunum. Fullu starfi fyrir fólk eins og mig. En ég tel að Donald Trump muni nýta viðskitavit sitt til þess að gera Bandaríkin stórkostleg aftur, því hann kann að útvega fólki vinnu."Verðum örugg aftur þökk sé Donald Trump Í kosningamiðstöðina var líka mætt Margrit McOlof, sem hefur fylgt Repúblikanaflokknum að máli alla sína ævi og segir Donald Trump einstakan mann sem verði frábær forseti. „Mér finnst hann hafa frábæra áætlun sem muni gera landi okkar sterkara og betra. Hann er með margar tillögur að því hvernig hægt er að bæta efnahaginn," nefndi Margit sem dæmi í samtali við Stöð2. „Donald Trump hefur sterka skoðun á því að það eigi að efla herinn, og um það að útrýma Isis. Hann ætlar að taka á hörku af Isis. Hann ætlar að taka stjórnina aftur yfir landamærum okkar, þannig að okkur finnist við aftur örugg. Svo er önnur ástæða fyrir þvi að ég held upp hann og hún er sú að hann er á móti fóstureyðingum. Af öllum þessum ástæðum styð ég Donald Trump og þess vegna er ég komin í dag til að bjóða fram hjálp mína."Telur Trump hafa vindinn í bakið Mjótt er á munum milli Donalds Trump og Hillary Clinton á lokametrunum. Í síðustu forsetakosningum vann Barack Obama Virginíuríki naumlega, með 51%. En Margit er bjartsýn á að úrslitin falli repúblikönum í vil. „Ég er mjög bjartsýn. Ég held að hann hafi mikinn meðvind núna, augnablikið er hans. Það hefur verið mikill áhugi í allri kosningabaráttunni en ég held hann sé að vaxa meira og meira nuna og ég er mjög bjartsýn fyrir þriðjudaginn."
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir FBI dregið inn í hringiðu stjórnmála Stofnunin sem hefur um árabil haldið sér utan stjórnmála í Bandaríkjunum hefur valdið miklum usla. 7. nóvember 2016 12:00 Trump neitar að samþykkja niðurstöðu FBI "Það er ekki hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum.“ 7. nóvember 2016 08:14 Um hvaða ríki liggur leið Trump í Hvíta húsið? Flórida og Norður-Karólína eru lykilríki ætli Trump sér að fá lykla að Hvíta húsinu. 7. nóvember 2016 14:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
FBI dregið inn í hringiðu stjórnmála Stofnunin sem hefur um árabil haldið sér utan stjórnmála í Bandaríkjunum hefur valdið miklum usla. 7. nóvember 2016 12:00
Trump neitar að samþykkja niðurstöðu FBI "Það er ekki hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum.“ 7. nóvember 2016 08:14
Um hvaða ríki liggur leið Trump í Hvíta húsið? Flórida og Norður-Karólína eru lykilríki ætli Trump sér að fá lykla að Hvíta húsinu. 7. nóvember 2016 14:00