Vöknum og vekjum aðra til vitundar um einelti Helga Björk Magnúsd. Grétudóttir og Ögmundur Jónasson skrifar 8. nóvember 2016 07:00 Dagurinn í dag – hinn 8. nóvember – er alþjóðlegur baráttudagur gegn einelti. Undanfarin ár höfum við undirrituð sameiginlega sent frá okkur hvatningu af þessu tilefni. Tildrög þessa er samstarf sem við áttum á árinu 2009 þegar annað okkar var heilbrigðisráðherra en hitt aktívisti sem beitti sér fyrir aðgerðum gegn einelti, þar á meðal að komið yrði á markvissu samstarfi milli ráðuneyta um að takast á við eineltisvandann í skólum, á vinnustöðum og í þjóðfélaginu. Samráðshópur varð til og síðar var fagráð sett á laggirnar, sem án efa hefur haft þýðingu málefninu til framdráttar.Orð og efndir Á undanförnum árum hefur þagnarmúrinn sem umlukið hefur eineltið verið brotinn niður. Margir hafa tekið þátt í því múrbroti. Þar ber öllum öðrum fremur að að nefna framlag allra þeirra einstaklinga sem stigið hafa fram og sagt frá reynslu sinni. Slíkt er hægara sagt en gert og krefst mikils hugrekkis. Þrátt fyrir allt þetta þrífst eineltið og verður oftar en ekki úrræðaleysi og í sumum tilvikum viljaleysi að bráð. Staðreyndin er sú að ráðuneyti, stofnanir, skólar og fyrirtæki ráða illa við einelti og kynferðisáreiti. Stundum er neitað að ræða vandann, meðal annars á þeim forsendum að það sé ekki í verkahring viðkomandi að ræða eða takast á við „einstök mál". Síðan er það sorgleg staðreynd að sumar stofnanir og fyrirtæki sem segjast vilja uppræta einelti og hafa í hávegum tal um „mannauð“ og virðingu fyrir honum, sýna síðan hið gagnstæða þegar á hólminn kemur, stundum með andvaraleysi og jafnvel í sumum tilvikum með framkomu í garð einstaklinga sem varla verður flokkuð öðru vísi en sem einelti.Hringjum bjöllum og þeytum horn! Eineltisdagurinn er hugsaður til að halda okkur við efnið. Þess vegna eru allir sem vilja ljá þessari mannréttindabaráttu stuðning hvattir til að hringja bjöllum eða þeyta flautur og horn á slaginu klukkan 13:00 og á næstu sjö mínútum, eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar. Með þessu móti sýnum við táknrænan stuðning við fórnarlömb eineltis og heitstrengingu um að rjúfa þögnina sem hefur lengi umleikið einelti. Með þessu móti minnumst við einnig þeirra fjölmörgu sem svipt hafa sig lífi vegna eineltis. Mikilvægt er að enginn standi þögull hjá. Reynum þvert á móti að hafa góð áhrif á umhverfi okkar nær og fjær, ekki síst það sem stendur okkur næst. Mikilvægt er að bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum og beita ekki valdi í samskiptum. Það á við um einelti eins og mörg þjóðfélagsmein að það krefst stöðugrar árvekni að ná árangri í glímunni við þau. Hringjum bjöllum og þeytum horn klukkan eitt í dag. Vekjum samfélagið, vöknum sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Dagurinn í dag – hinn 8. nóvember – er alþjóðlegur baráttudagur gegn einelti. Undanfarin ár höfum við undirrituð sameiginlega sent frá okkur hvatningu af þessu tilefni. Tildrög þessa er samstarf sem við áttum á árinu 2009 þegar annað okkar var heilbrigðisráðherra en hitt aktívisti sem beitti sér fyrir aðgerðum gegn einelti, þar á meðal að komið yrði á markvissu samstarfi milli ráðuneyta um að takast á við eineltisvandann í skólum, á vinnustöðum og í þjóðfélaginu. Samráðshópur varð til og síðar var fagráð sett á laggirnar, sem án efa hefur haft þýðingu málefninu til framdráttar.Orð og efndir Á undanförnum árum hefur þagnarmúrinn sem umlukið hefur eineltið verið brotinn niður. Margir hafa tekið þátt í því múrbroti. Þar ber öllum öðrum fremur að að nefna framlag allra þeirra einstaklinga sem stigið hafa fram og sagt frá reynslu sinni. Slíkt er hægara sagt en gert og krefst mikils hugrekkis. Þrátt fyrir allt þetta þrífst eineltið og verður oftar en ekki úrræðaleysi og í sumum tilvikum viljaleysi að bráð. Staðreyndin er sú að ráðuneyti, stofnanir, skólar og fyrirtæki ráða illa við einelti og kynferðisáreiti. Stundum er neitað að ræða vandann, meðal annars á þeim forsendum að það sé ekki í verkahring viðkomandi að ræða eða takast á við „einstök mál". Síðan er það sorgleg staðreynd að sumar stofnanir og fyrirtæki sem segjast vilja uppræta einelti og hafa í hávegum tal um „mannauð“ og virðingu fyrir honum, sýna síðan hið gagnstæða þegar á hólminn kemur, stundum með andvaraleysi og jafnvel í sumum tilvikum með framkomu í garð einstaklinga sem varla verður flokkuð öðru vísi en sem einelti.Hringjum bjöllum og þeytum horn! Eineltisdagurinn er hugsaður til að halda okkur við efnið. Þess vegna eru allir sem vilja ljá þessari mannréttindabaráttu stuðning hvattir til að hringja bjöllum eða þeyta flautur og horn á slaginu klukkan 13:00 og á næstu sjö mínútum, eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar. Með þessu móti sýnum við táknrænan stuðning við fórnarlömb eineltis og heitstrengingu um að rjúfa þögnina sem hefur lengi umleikið einelti. Með þessu móti minnumst við einnig þeirra fjölmörgu sem svipt hafa sig lífi vegna eineltis. Mikilvægt er að enginn standi þögull hjá. Reynum þvert á móti að hafa góð áhrif á umhverfi okkar nær og fjær, ekki síst það sem stendur okkur næst. Mikilvægt er að bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum og beita ekki valdi í samskiptum. Það á við um einelti eins og mörg þjóðfélagsmein að það krefst stöðugrar árvekni að ná árangri í glímunni við þau. Hringjum bjöllum og þeytum horn klukkan eitt í dag. Vekjum samfélagið, vöknum sjálf.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar