Kannski er ég ekkert sérstaklega víðsýn Magnús Guðmundsson skrifar 8. nóvember 2016 11:00 Hulda Hákon veltir því stundum fyrir sér hvernig verkin hennar væru ef hún byggi í gjörólíku umhverfi. Visir/GVA Myndlistarkonan Hulda Hákon á að baki glæsilegan feril í listinni og á þessu ári eru hún með hvorki meira né minna en þrjár einkasýningar. Sú síðasta var opnuð síðastliðinn föstudag í Tveimur hröfnum við Baldursgötu en Hulda segir af hógværð að það sé reyndar ekki ýkja stór sýning. Fyrri sýningarnar tvær voru á afar óíkum stöðum, en fyrst skal telja sumarsýningu á Safnasafninu á Svalbarðseyri og í framhaldinu var önnur sumarsýning í Hallgrímskirkju. Aðspurð hvort að það sé sterkur samhljómur á milli þessara sýninga þá segir Hulda að þetta leiði nú hvert af öðru. „Þetta er þessi lína sem ég hef verið með frá því ég byrjaði. Sólin, fuglarnir, fólkið og húsin.“ Sé litið til verka listakonunnar má gefa sér að hún hafi löngum verið heilluð af mannlífi og náttúru landsins og hún segist nú ekki bera á móti því. „Þessar skírskotanir í mitt umhverfi virðast alltaf rata inn í mín verk með einum eða öðrum hætti. Ég hef því stundum leitt hugann að því hvers eðlis verkin mín væru ef ég hefði átt heima í öðru umhverfi. Ef ég ætti heima í Tókýó þá væri allt rosalega þröngt og ef ég ætti heima á Grænlandi þá væri allt hvítt. Vegna þess að ég er þannig gerð að ég smitast mjög auðveldlega af umhverfinu. Ég er búin að vera rosalega mikið í Vestmannaeyjum, sem er alveg frábært, og það er fyrir vikið í verkunum mjög sterk tenging við sjóinn, sjómennsku, fiskveiðar og annað slíkt. Ef ég væri í landbúnaðarhéraði þá væri ég kannski að gera heysátur en þetta er minn heimur, mitt umhverfi eins og það kemur mér fyrir sjónir.Eitt af verkum Huldu Hákon.Visir/GVAHulda Hákon segist líta á það sem hlutverk listamannsins að endurspegla sína tilveru og sitt samfélag. „Kannski fer ég ansi nálægt því sem er mér nærri en ætli ástæðan sé ekki að ég sé í raun ekkert sérstaklega víðsýn.“ Texti er mikilvægur hluti af myndheimi Huldu Hákon og í tengslum við sýninguna í Tveimur hröfnum er Hulda Hákon með þennan skemmtilega texta utan um það sem hún er að takast á við að þessu sinni:Ég vinn á yfirborðinu. Stundum, þegar vel tekst til, næ ég að kafa undir.Það er vatn fyrir norðan sem heitir Hlíðarvatn.Vatnið stendur við hlíð. Hlíðin heitir Vatnshlíð.Hér fer allt í hringi.Farfuglarnir koma og fara.Og við höldum áfram að horfa á sólarlagið.Stundum eru húsin illa byggð og þábendir hver á annan. Mér finnst forvitnilegt að skoða hvernig hlutirnir fara í hringi. Hlíðarvatn og Vatnshlíð eru einmitt ágætis dæmi um þessa speglun. Ég er með farfuglana sem fara sinn hring ár eftir ár og fólkið sem horfir alltaf á sólarlagið ár eftir ár og svo er ég með hús sem er illa byggt. Ástæðan fyrir því er að mér finnst að eftir hrun þá gætum við ekki nægilega vel að því að byggja húsin og innviði þess sem markar samfélagið almennilega. Við þurfum að byggja betur og það eru ekki nægilega traustir byggingaraðilar. Það bendir alltaf hver á annan og enginn tekur ábyrgð á því að gera betur. Þetta er svo lýsandi fyrir samfélagið. Þess vegna set ég þetta fram bæði sem illa byggt hús og líka í óeiginlegri merkingu fyrir eitthvað stærra. Við þurfum að vanda okkur meira.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. nóvember. Menning Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Myndlistarkonan Hulda Hákon á að baki glæsilegan feril í listinni og á þessu ári eru hún með hvorki meira né minna en þrjár einkasýningar. Sú síðasta var opnuð síðastliðinn föstudag í Tveimur hröfnum við Baldursgötu en Hulda segir af hógværð að það sé reyndar ekki ýkja stór sýning. Fyrri sýningarnar tvær voru á afar óíkum stöðum, en fyrst skal telja sumarsýningu á Safnasafninu á Svalbarðseyri og í framhaldinu var önnur sumarsýning í Hallgrímskirkju. Aðspurð hvort að það sé sterkur samhljómur á milli þessara sýninga þá segir Hulda að þetta leiði nú hvert af öðru. „Þetta er þessi lína sem ég hef verið með frá því ég byrjaði. Sólin, fuglarnir, fólkið og húsin.“ Sé litið til verka listakonunnar má gefa sér að hún hafi löngum verið heilluð af mannlífi og náttúru landsins og hún segist nú ekki bera á móti því. „Þessar skírskotanir í mitt umhverfi virðast alltaf rata inn í mín verk með einum eða öðrum hætti. Ég hef því stundum leitt hugann að því hvers eðlis verkin mín væru ef ég hefði átt heima í öðru umhverfi. Ef ég ætti heima í Tókýó þá væri allt rosalega þröngt og ef ég ætti heima á Grænlandi þá væri allt hvítt. Vegna þess að ég er þannig gerð að ég smitast mjög auðveldlega af umhverfinu. Ég er búin að vera rosalega mikið í Vestmannaeyjum, sem er alveg frábært, og það er fyrir vikið í verkunum mjög sterk tenging við sjóinn, sjómennsku, fiskveiðar og annað slíkt. Ef ég væri í landbúnaðarhéraði þá væri ég kannski að gera heysátur en þetta er minn heimur, mitt umhverfi eins og það kemur mér fyrir sjónir.Eitt af verkum Huldu Hákon.Visir/GVAHulda Hákon segist líta á það sem hlutverk listamannsins að endurspegla sína tilveru og sitt samfélag. „Kannski fer ég ansi nálægt því sem er mér nærri en ætli ástæðan sé ekki að ég sé í raun ekkert sérstaklega víðsýn.“ Texti er mikilvægur hluti af myndheimi Huldu Hákon og í tengslum við sýninguna í Tveimur hröfnum er Hulda Hákon með þennan skemmtilega texta utan um það sem hún er að takast á við að þessu sinni:Ég vinn á yfirborðinu. Stundum, þegar vel tekst til, næ ég að kafa undir.Það er vatn fyrir norðan sem heitir Hlíðarvatn.Vatnið stendur við hlíð. Hlíðin heitir Vatnshlíð.Hér fer allt í hringi.Farfuglarnir koma og fara.Og við höldum áfram að horfa á sólarlagið.Stundum eru húsin illa byggð og þábendir hver á annan. Mér finnst forvitnilegt að skoða hvernig hlutirnir fara í hringi. Hlíðarvatn og Vatnshlíð eru einmitt ágætis dæmi um þessa speglun. Ég er með farfuglana sem fara sinn hring ár eftir ár og fólkið sem horfir alltaf á sólarlagið ár eftir ár og svo er ég með hús sem er illa byggt. Ástæðan fyrir því er að mér finnst að eftir hrun þá gætum við ekki nægilega vel að því að byggja húsin og innviði þess sem markar samfélagið almennilega. Við þurfum að byggja betur og það eru ekki nægilega traustir byggingaraðilar. Það bendir alltaf hver á annan og enginn tekur ábyrgð á því að gera betur. Þetta er svo lýsandi fyrir samfélagið. Þess vegna set ég þetta fram bæði sem illa byggt hús og líka í óeiginlegri merkingu fyrir eitthvað stærra. Við þurfum að vanda okkur meira.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. nóvember.
Menning Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira