Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Fram 20-23 | Toppliðið komið áfram Ingvi Þór Sæmundsson í Valshöllinni skrifar 8. nóvember 2016 22:00 Steinunn Björnsdóttir skorar hér eitt marka sinna. Vísir/Eyþór Fram er komið í 8-liða úrslit Coca Cola- bikars kvenna eftir þriggja marka sigur, 20-23, á Val í Valshöllinni í kvöld.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Fram er því enn taplaust í vetur en liðið situr á toppi Olís-deildar kvenna með 15 stig af 16 mögulegum. Fram var heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum í kvöld. Sóknarleikurinn var misjafn en vörnin var sterk og Guðrún Ósk Maríasdóttir frábær í markinu. Hún varði alls 26 skot, eða 57% þeirra skota sem hún fékk á sig. Fram byrjaði leikinn miklu betur. Guðrún Ósk varði átta skot á fyrstu tíu mínútum leiksins og Diana Satkauskaite virtist sú eina sem gat skorað í liði Vals. Ragnheiður Júlíusdóttir kom Fram í 2-5 eftir tíu mínútna leik en þá kom frábær kafli hjá Val sem náði forystunni eftir að hafa skorað fjögur mörk í röð. Ástrós Anna Bender hrökk í gang á þessum kafla og varði m.a. fjögur skot frá leikmönnum Fram í röð. Þessi efnilegi markvörður varði alls tíu skot í fyrri hálfleik (45%) en Guðrún Ósk var með 13 skot (52%) hjá Fram. Staðan var jöfn í hálfleik, 12-12. Valur byrjaði seinni hálfleikinn ívið betur og spilaði mjög öfluga vörn sem Fram átti í vandræðum með að leysa. Í stöðunni 15-15 fékk Framliðið tvær brottvísanir með skömmu millibili. En í staðinn fyrir að Valur næði forskotinu hélt Fram jöfnu, 0-0, þegar þær voru fjórar á móti sex. Guðrún Ósk reyndist sérstaklega mikilvæg á þeim kafla en hún varði þrisvar sinnum úr góðum færum frá leikmönnum Vals. Eftir þennan slæma kafla fjaraði undan leik Vals og Fram tók fram úr. Varnarleikur gestanna var gríðarlega öflugur og það kom betri taktur í sóknarleikinn. Framliðið var yfirvegað á lokakaflanum og tryggði sér þriggja marka sigur, 20-23, og farseðilinn í 8-liða úrslit bikarkeppninnar. Ragnheiður var markahæst í liði Fram með sex mörk. Guðrún Ósk var sem áður sagði frábær í markinu og Steinunn Björnsdóttir átti sömuleiðis stórleik; skoraði fimm mörk, fiskaði þrjú vítaköst og var sterk í vörninni. Hjá Val var Diana í sérflokki en hún skoraði níu mörk, eða nær helming marka liðsins. Ástrós Anna átti svo flottan leik í markinu með 20 bolta varða (47%).Alfreð: Flottur handboltaleikur tveggja góðra liða Alfreð Örn Finnsson, þjálfari Vals, átti erfitt með að setja fingur á það hvað klikkaði hjá liðinu gegn Fram í kvöld. „Það er erfitt að nefna eitt atriði. Auðveldasta útskýringin er þegar við vorum sex á móti fjórum klikkuðum við á þremur góðum færum. Það var súrt í broti eftir flottan leik fram að því,“ sagði Alfreð sem var á heildina litið sáttur með leik Vals í kvöld. „Við ætluðum okkur of mikið í byrjun og það var smá stress í liðinu. Svo stilltum við miðið aðeins og okkur leið betur inni á vellinum. Þetta var flottur handboltaleikur tveggja góðra liða,“ sagði Alfreð. „Það er kannski hægt að segja að við hikuðum aðeins í árásunum okkar í seinni hálfleik, eins og við gerðum það vel í þeim fyrri.“ Alfreð segir að Valur hafi tapað fyrir mjög sterku liði Fram í kvöld. „Fram gekk aðeins á lagið. Þær hafa verið mjög sterkar andlega í haust og unnið svona jafna leiki. Því miður fyrir okkur héldu þær því áfram og bara vel gert hjá þeim,“ sagði þjálfarinn að endingu.Stefán: Skiptir öllu að vera komin áfram Stefán Arnarsson, þjálfari Fram, var eðlilega sáttur við sigurinn á Val og sætið í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. „Mér fannst við spila betur í fyrri hálfleik. Valur var svo sterkari fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik og var tveimur fleiri í stöðunni 15-15. Þá ver Guðrún [Ósk Maríasdóttir] þrisvar sinnum frábærlega og það hjálpaði okkur. Eftir það vorum við betri aðilinn og áttum þetta skilið,“ sagði Stefán. Fram skoraði aðeins eitt mark á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiks og var í miklum vandræðum í sókninni. En hvað breyttist svo? „Við spiluðum aðeins sjö á móti sex, það kom meira flot á boltann og við sóttum betur á þetta. Við erum gott sóknarlið og vissum það. Það skiptir öllu að vera komin áfram,“ sagði Stefán sem hrósaði varnarleik Fram á lokakafla leiksins. „Við vorum ekki nógu ánægð með hann í fyrri hálfleik en hann var frábær síðustu 20 mínúturnar,“ sagði þjálfarinn sem er að vonum kátur með gott gengi síns liðs það sem af er tímabili. „Ég er ótrúlega ánægður með gengið. Þessi bikarleikur var mjög hættulegur en ég er mjög með að vera kominn áfram.“Alfreð Örn Finnsson.Vísir/EyþórStefán Arnarsson, þjálfari Fram.Vísir/Eyþór Olís-deild kvenna Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Annað enskt barn heimsmeistari Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Sjá meira
Fram er komið í 8-liða úrslit Coca Cola- bikars kvenna eftir þriggja marka sigur, 20-23, á Val í Valshöllinni í kvöld.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Fram er því enn taplaust í vetur en liðið situr á toppi Olís-deildar kvenna með 15 stig af 16 mögulegum. Fram var heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum í kvöld. Sóknarleikurinn var misjafn en vörnin var sterk og Guðrún Ósk Maríasdóttir frábær í markinu. Hún varði alls 26 skot, eða 57% þeirra skota sem hún fékk á sig. Fram byrjaði leikinn miklu betur. Guðrún Ósk varði átta skot á fyrstu tíu mínútum leiksins og Diana Satkauskaite virtist sú eina sem gat skorað í liði Vals. Ragnheiður Júlíusdóttir kom Fram í 2-5 eftir tíu mínútna leik en þá kom frábær kafli hjá Val sem náði forystunni eftir að hafa skorað fjögur mörk í röð. Ástrós Anna Bender hrökk í gang á þessum kafla og varði m.a. fjögur skot frá leikmönnum Fram í röð. Þessi efnilegi markvörður varði alls tíu skot í fyrri hálfleik (45%) en Guðrún Ósk var með 13 skot (52%) hjá Fram. Staðan var jöfn í hálfleik, 12-12. Valur byrjaði seinni hálfleikinn ívið betur og spilaði mjög öfluga vörn sem Fram átti í vandræðum með að leysa. Í stöðunni 15-15 fékk Framliðið tvær brottvísanir með skömmu millibili. En í staðinn fyrir að Valur næði forskotinu hélt Fram jöfnu, 0-0, þegar þær voru fjórar á móti sex. Guðrún Ósk reyndist sérstaklega mikilvæg á þeim kafla en hún varði þrisvar sinnum úr góðum færum frá leikmönnum Vals. Eftir þennan slæma kafla fjaraði undan leik Vals og Fram tók fram úr. Varnarleikur gestanna var gríðarlega öflugur og það kom betri taktur í sóknarleikinn. Framliðið var yfirvegað á lokakaflanum og tryggði sér þriggja marka sigur, 20-23, og farseðilinn í 8-liða úrslit bikarkeppninnar. Ragnheiður var markahæst í liði Fram með sex mörk. Guðrún Ósk var sem áður sagði frábær í markinu og Steinunn Björnsdóttir átti sömuleiðis stórleik; skoraði fimm mörk, fiskaði þrjú vítaköst og var sterk í vörninni. Hjá Val var Diana í sérflokki en hún skoraði níu mörk, eða nær helming marka liðsins. Ástrós Anna átti svo flottan leik í markinu með 20 bolta varða (47%).Alfreð: Flottur handboltaleikur tveggja góðra liða Alfreð Örn Finnsson, þjálfari Vals, átti erfitt með að setja fingur á það hvað klikkaði hjá liðinu gegn Fram í kvöld. „Það er erfitt að nefna eitt atriði. Auðveldasta útskýringin er þegar við vorum sex á móti fjórum klikkuðum við á þremur góðum færum. Það var súrt í broti eftir flottan leik fram að því,“ sagði Alfreð sem var á heildina litið sáttur með leik Vals í kvöld. „Við ætluðum okkur of mikið í byrjun og það var smá stress í liðinu. Svo stilltum við miðið aðeins og okkur leið betur inni á vellinum. Þetta var flottur handboltaleikur tveggja góðra liða,“ sagði Alfreð. „Það er kannski hægt að segja að við hikuðum aðeins í árásunum okkar í seinni hálfleik, eins og við gerðum það vel í þeim fyrri.“ Alfreð segir að Valur hafi tapað fyrir mjög sterku liði Fram í kvöld. „Fram gekk aðeins á lagið. Þær hafa verið mjög sterkar andlega í haust og unnið svona jafna leiki. Því miður fyrir okkur héldu þær því áfram og bara vel gert hjá þeim,“ sagði þjálfarinn að endingu.Stefán: Skiptir öllu að vera komin áfram Stefán Arnarsson, þjálfari Fram, var eðlilega sáttur við sigurinn á Val og sætið í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. „Mér fannst við spila betur í fyrri hálfleik. Valur var svo sterkari fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik og var tveimur fleiri í stöðunni 15-15. Þá ver Guðrún [Ósk Maríasdóttir] þrisvar sinnum frábærlega og það hjálpaði okkur. Eftir það vorum við betri aðilinn og áttum þetta skilið,“ sagði Stefán. Fram skoraði aðeins eitt mark á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiks og var í miklum vandræðum í sókninni. En hvað breyttist svo? „Við spiluðum aðeins sjö á móti sex, það kom meira flot á boltann og við sóttum betur á þetta. Við erum gott sóknarlið og vissum það. Það skiptir öllu að vera komin áfram,“ sagði Stefán sem hrósaði varnarleik Fram á lokakafla leiksins. „Við vorum ekki nógu ánægð með hann í fyrri hálfleik en hann var frábær síðustu 20 mínúturnar,“ sagði þjálfarinn sem er að vonum kátur með gott gengi síns liðs það sem af er tímabili. „Ég er ótrúlega ánægður með gengið. Þessi bikarleikur var mjög hættulegur en ég er mjög með að vera kominn áfram.“Alfreð Örn Finnsson.Vísir/EyþórStefán Arnarsson, þjálfari Fram.Vísir/Eyþór
Olís-deild kvenna Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Annað enskt barn heimsmeistari Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Sjá meira