Halda stórdansleik árlega Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 9. nóvember 2016 11:00 Hið árlega kjólaball Heimilistóna verður haldið í Iðnó á laugardaginn. Vísir/Eyþór Við höfum spilað saman í tuttugu ár, Hljómsveitin varð til eftir að Elva Ósk Ólafsdóttir flutti heim til Íslands eftir dvöl í Danmörku, þar sem hún lærði á bassa. Hún hafði samband við mig og Vigdísi Gunnarsdóttur og við ákváðum að slá til. Fljótlega fórum við á fullt að leita að söngkonu og Halldóra Björnsdóttir var söngkona hljómsveitarinnar um tíma, þar til hún ákvað að hætta og leitin að söngkonu fyrir sveitina hélt áfram. Við mönuðum okkur til að hafa samband við Kötlu Margréti og Ragnhildi Gísladóttur, sem varð söngkona hljómsveitarinnar í hátt í tíu ár. Hún hætti í fyrra þar sem hún fór í nám sem tónsmiður í Listaháskóla Íslands,“ segir Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona um upphaf hljómsveitarinnar Heimilistóna, en árlegt kjólaball hljómsveitarinnar verður haldið í Iðnó 12. nóvember næstkomandi. Margt hefur gerst á löngum ferli sveitarinnar, en í dag er hljómsveitin skipuð leikkonunum Elvu Ósk Ólafsdóttur, Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur, Vigdísi Gunnarsdóttur og Ólafíu Hrönn Jónsdóttur. Hljómsveitin hefur æft stíft síðustu vikur fyrir stóra daginn en um er að ræða árlegt ball hljómsveitarinnar þar sem gleðin ræður ríkjum. „Sparitónninn og tónlistarkonan Unnur Birna Björnsdóttir verður líka með okkur, en hún kemur oft með okkur að spila, sem er frábær viðbót við hópinn,“ segir Ólafía spennt fyrir næstu helgi.Hljómsveitin Heimilistónar á æfingu.Vísir/EyþórÓhætt er að segja að ýmislegt verður í boði þetta kvöld. Meðal viðburða á kvöldinu sjálfu er happdrætti, lummukast, gógó-dansarar, gestaspilarar, ásamt kabarettatriði frá Margréti Erlu Maack. „Það er tilvalið að dusta rykið af dansskónum því þetta verður sko bara stuð og gaman, þar sem fólk dansar fram á rauðanótt. Við erum að taka bestu lög seinustu áratuga, ásamt frumsömdu efni. Undirbúningurinn hefur gengið virkilega vel, við sjáum um að skreyta salinn, þetta er mikil krúttsamkoma og ekki má gleyma frábærum leynigesti, sem mætir á svæðið og tekur lagið, en hann verður ekki af verri endanum frekar en fyrri daginn,“ segir hún og hvetur sem flesta karlmenn til að mæta, þar sem þeir hafa nóg að gera á ballinu við að dansa við skvísurnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. nóvenmber. Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Við höfum spilað saman í tuttugu ár, Hljómsveitin varð til eftir að Elva Ósk Ólafsdóttir flutti heim til Íslands eftir dvöl í Danmörku, þar sem hún lærði á bassa. Hún hafði samband við mig og Vigdísi Gunnarsdóttur og við ákváðum að slá til. Fljótlega fórum við á fullt að leita að söngkonu og Halldóra Björnsdóttir var söngkona hljómsveitarinnar um tíma, þar til hún ákvað að hætta og leitin að söngkonu fyrir sveitina hélt áfram. Við mönuðum okkur til að hafa samband við Kötlu Margréti og Ragnhildi Gísladóttur, sem varð söngkona hljómsveitarinnar í hátt í tíu ár. Hún hætti í fyrra þar sem hún fór í nám sem tónsmiður í Listaháskóla Íslands,“ segir Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona um upphaf hljómsveitarinnar Heimilistóna, en árlegt kjólaball hljómsveitarinnar verður haldið í Iðnó 12. nóvember næstkomandi. Margt hefur gerst á löngum ferli sveitarinnar, en í dag er hljómsveitin skipuð leikkonunum Elvu Ósk Ólafsdóttur, Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur, Vigdísi Gunnarsdóttur og Ólafíu Hrönn Jónsdóttur. Hljómsveitin hefur æft stíft síðustu vikur fyrir stóra daginn en um er að ræða árlegt ball hljómsveitarinnar þar sem gleðin ræður ríkjum. „Sparitónninn og tónlistarkonan Unnur Birna Björnsdóttir verður líka með okkur, en hún kemur oft með okkur að spila, sem er frábær viðbót við hópinn,“ segir Ólafía spennt fyrir næstu helgi.Hljómsveitin Heimilistónar á æfingu.Vísir/EyþórÓhætt er að segja að ýmislegt verður í boði þetta kvöld. Meðal viðburða á kvöldinu sjálfu er happdrætti, lummukast, gógó-dansarar, gestaspilarar, ásamt kabarettatriði frá Margréti Erlu Maack. „Það er tilvalið að dusta rykið af dansskónum því þetta verður sko bara stuð og gaman, þar sem fólk dansar fram á rauðanótt. Við erum að taka bestu lög seinustu áratuga, ásamt frumsömdu efni. Undirbúningurinn hefur gengið virkilega vel, við sjáum um að skreyta salinn, þetta er mikil krúttsamkoma og ekki má gleyma frábærum leynigesti, sem mætir á svæðið og tekur lagið, en hann verður ekki af verri endanum frekar en fyrri daginn,“ segir hún og hvetur sem flesta karlmenn til að mæta, þar sem þeir hafa nóg að gera á ballinu við að dansa við skvísurnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. nóvenmber.
Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira