Innsýn í samfélög í Bandaríkjunum þar sem Trump naut mikils stuðnings Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2016 11:50 Á hverjum morgni í 65 ár hefur Ed Shepard, nú 93 ára, gengið til vinnu og opnað bensínþjónustustöð í Welch í McDowell sýslu í Vestur-Virginíu. Kjósendur í sýslunni voru upp til hópa yfirlýstir stuðningsmenn Donald Trump í forsetakosningunum vestanhafs en margir Íslendingar velta fyrir sér hvernig Trump fór að því að ná kjöri. Fjölmargir Íslendingar hafa numið í Bandaríkjunum og búið ytra. Stærstur hluti hefur búið í stórborgum, verið í háskóla og þekkir því aðallega til hámenntaðs fólks og þéttbýla. Þeirra samfélaga þar sem Hillary Clinton naut meiri stuðnings en Trump. Allt önnur staða eru uppi á teningnum í dreifbýlum og sveitum þar sem tækifæri til menntunar eru minni og fátækt sömuleiðis meiri.Nánari útskýringar á því hvernig Trump náði kjöri má lesa hér. Fréttateymi Guardian heimsótti McDowell sýslu sem hefur glímt við fátækt í lengri tíma, með það fyrir augum að fá svör við spurningunni hvers vegna íbúum sýslunnar líst svo vel á Donald Trump. Óhætt er að segja að bærinn Welch megi muna sinn fífil fegurri en á sínum tíma iðaði allt af lífi og rekstur fyrirtækja og verslana af ýmsum toga gekk afar vel. „Það er alveg sama hvað þig vantaði eða þurftir, það var hægt að kaupa allt í Welch,“ segir Shepard. Ótrúleg fullyrðing miðað við stöðu mála þar í dag.Litla New York Bærinn var kallaður „Litla New York“ af heimamönnum en nú eru verslunarrými tóm og hús að grotna niður. Shepard var vanur því að fara með peninga í bankann á hverjum mánudegi, oft töluverðar upphæðir, en hefur ekki farið í bankann í fjögur til fimm ár. Ástæðan er sú að enginn hefur verslað við hann allan þann tíma.Um 100 þúsund manns bjuggu í sýslunni árið 1950 en íbúar í dag eru tæplega 20 þúsund. Reiknað er með því að íbúum muni fækka um eitt prósent á ári næstu ár.Í spilaranum að ofan má sjá fréttaskýringu Guardian þar sem íbúar í sýslunni voru teknir tali í aðdraganda kosninganna. Það skýrir mögulega fyrir einhverjum ástæður þess að Donald Trump náði kjöri sem forseti Bandaríkjanna, eitthvað sem stór hluti Íslendinga klórar sér í hausnum yfir í dag. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Mun Trump standa við stóru orðin? Verðandi forseti Bandaríkjanna hefur látið frá sér fjöldan allan af umdeildum ummælum. 9. nóvember 2016 11:00 Teflon-Trump og hvíta bylgjan: Svona fór Trump að því að vinna kosningarnar Þvert á allar spár er það Donald Trump sem mun taka við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar á næsta ári. 9. nóvember 2016 10:14 „Málflutningur þröngsýni og haturs virðist hafa haft sigur í nótt“ Katrín Jakobsdóttir segist döpur yfir niðurstöðunum. 9. nóvember 2016 09:59 Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Kallar eftir einingu innan landsins og segist ætla að verða forseti allra íbúa Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 07:30 Sigri hrósandi Árni Sam sendir fjölmiðlum tóninn Bíókóngurinn fagnar sigri Donald Trumps en hann er í miklum minnihluta þeirra sem tjá sig um forsetakosningarnar á Facebook. 9. nóvember 2016 10:43 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Fleiri fréttir „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira
Á hverjum morgni í 65 ár hefur Ed Shepard, nú 93 ára, gengið til vinnu og opnað bensínþjónustustöð í Welch í McDowell sýslu í Vestur-Virginíu. Kjósendur í sýslunni voru upp til hópa yfirlýstir stuðningsmenn Donald Trump í forsetakosningunum vestanhafs en margir Íslendingar velta fyrir sér hvernig Trump fór að því að ná kjöri. Fjölmargir Íslendingar hafa numið í Bandaríkjunum og búið ytra. Stærstur hluti hefur búið í stórborgum, verið í háskóla og þekkir því aðallega til hámenntaðs fólks og þéttbýla. Þeirra samfélaga þar sem Hillary Clinton naut meiri stuðnings en Trump. Allt önnur staða eru uppi á teningnum í dreifbýlum og sveitum þar sem tækifæri til menntunar eru minni og fátækt sömuleiðis meiri.Nánari útskýringar á því hvernig Trump náði kjöri má lesa hér. Fréttateymi Guardian heimsótti McDowell sýslu sem hefur glímt við fátækt í lengri tíma, með það fyrir augum að fá svör við spurningunni hvers vegna íbúum sýslunnar líst svo vel á Donald Trump. Óhætt er að segja að bærinn Welch megi muna sinn fífil fegurri en á sínum tíma iðaði allt af lífi og rekstur fyrirtækja og verslana af ýmsum toga gekk afar vel. „Það er alveg sama hvað þig vantaði eða þurftir, það var hægt að kaupa allt í Welch,“ segir Shepard. Ótrúleg fullyrðing miðað við stöðu mála þar í dag.Litla New York Bærinn var kallaður „Litla New York“ af heimamönnum en nú eru verslunarrými tóm og hús að grotna niður. Shepard var vanur því að fara með peninga í bankann á hverjum mánudegi, oft töluverðar upphæðir, en hefur ekki farið í bankann í fjögur til fimm ár. Ástæðan er sú að enginn hefur verslað við hann allan þann tíma.Um 100 þúsund manns bjuggu í sýslunni árið 1950 en íbúar í dag eru tæplega 20 þúsund. Reiknað er með því að íbúum muni fækka um eitt prósent á ári næstu ár.Í spilaranum að ofan má sjá fréttaskýringu Guardian þar sem íbúar í sýslunni voru teknir tali í aðdraganda kosninganna. Það skýrir mögulega fyrir einhverjum ástæður þess að Donald Trump náði kjöri sem forseti Bandaríkjanna, eitthvað sem stór hluti Íslendinga klórar sér í hausnum yfir í dag.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Mun Trump standa við stóru orðin? Verðandi forseti Bandaríkjanna hefur látið frá sér fjöldan allan af umdeildum ummælum. 9. nóvember 2016 11:00 Teflon-Trump og hvíta bylgjan: Svona fór Trump að því að vinna kosningarnar Þvert á allar spár er það Donald Trump sem mun taka við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar á næsta ári. 9. nóvember 2016 10:14 „Málflutningur þröngsýni og haturs virðist hafa haft sigur í nótt“ Katrín Jakobsdóttir segist döpur yfir niðurstöðunum. 9. nóvember 2016 09:59 Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Kallar eftir einingu innan landsins og segist ætla að verða forseti allra íbúa Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 07:30 Sigri hrósandi Árni Sam sendir fjölmiðlum tóninn Bíókóngurinn fagnar sigri Donald Trumps en hann er í miklum minnihluta þeirra sem tjá sig um forsetakosningarnar á Facebook. 9. nóvember 2016 10:43 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Fleiri fréttir „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira
Mun Trump standa við stóru orðin? Verðandi forseti Bandaríkjanna hefur látið frá sér fjöldan allan af umdeildum ummælum. 9. nóvember 2016 11:00
Teflon-Trump og hvíta bylgjan: Svona fór Trump að því að vinna kosningarnar Þvert á allar spár er það Donald Trump sem mun taka við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar á næsta ári. 9. nóvember 2016 10:14
„Málflutningur þröngsýni og haturs virðist hafa haft sigur í nótt“ Katrín Jakobsdóttir segist döpur yfir niðurstöðunum. 9. nóvember 2016 09:59
Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Kallar eftir einingu innan landsins og segist ætla að verða forseti allra íbúa Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 07:30
Sigri hrósandi Árni Sam sendir fjölmiðlum tóninn Bíókóngurinn fagnar sigri Donald Trumps en hann er í miklum minnihluta þeirra sem tjá sig um forsetakosningarnar á Facebook. 9. nóvember 2016 10:43