Jón Magnússon: GLÆSILEGT og til hamingju USA Jakob Bjarnar skrifar 9. nóvember 2016 13:32 Jón Magnússon: Trump vann þrátt fyrir að nánast öll pressan væri á móti honum. Trump vann þó að fjármálakerfi banksterana og fyrirmenn eins og t.d. Bush feðgar styddu gjörspillta Hillary. Jón Magnússon lögmaður, og fyrrverandi alþingismaður, fagnar því mjög að Trump hafi sigrað í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. „GLÆSILEGT. Til hamingju USA,“ skrifar Jón Magnússon og við góðar undirtektir á Facebook. Ekki fór mikið fyrir stuðningsmönnum Donald Trumps á Íslandi í aðdraganda kosninganna. Vísir gerði nokkra leit að þeim en þeir reyndust fáir sem vildu auglýsa sig sem slíka. Stuðningsmenn Trumps eru hins vegar að birtast einn af öðrum sigri hrósandi nú, þó þeir heita megi í miklum minnihluta.Hin gerspillta HillaryMenn leita nú ákaft skýringa á úrslitunum sem komu flestum á óvart enda höfðu flestar skoðanakannanir bent eindregið til þess að Hillary Rodham Clinton, frambjóðandi Demókrata, myndi sigra. Forvitnilegt er að sjá hvaða skýringar Jón Magnússon telur vera til grundvallar sigri Trumps. „Trump vann þràtt fyrir að skoðanakannanir segðu annað. Trump vann þrátt fyrir að nánast öll pressan væri á móti honum. Trump vann þó að fjármálakerfi banksterana og fyrirmenn eins og t.d. Bush feðgar styddu gjörspillta Hillary. Þetta er því ekki síst sigur hins þögla meirihluta sem er búinn að fá nóg af forréttinda- og rétttrúnaðarliðinu,“ segir Jón.Hin meinta (og öfugsnúna) ábyrgð fjölmiðlaMargir velta fyrir sér hlut fjölmiðla í kosningunum. Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður RUV taldi, í þætti sínum Uppgjör í Ameríku, að fjölmiðlar hafi hreinlega búið Trump til, þeir hafi skrifað ófáar fréttir af honum til að fá lestur og/eða umferð um miðla sína. Þann fréttaflutning metur Ingólfur Bjarni sem ígildi auglýsingar fyrir Trump. Og New York Times hefur reyndar reynt að meta hvers virði það er. Jón hins vegar nálgast málið úr allt annarri átt og hefur sitthvað fyrir sér í því sé til að mynda skoðaður listi yfir þá staðbundnu fjölmiðla sem lýstu yfir stuðningi við Clinton í forkosningunum; fjölmargir meðan listi yfir fjölmiðla sem styðja Trump ólíkt fátæklegri: National Enquirer, New York Observer, New York Pos og Santa Barbara News-Press. Auk þess sem nokkuð var gert úr því í kosningabaráttunni að málgagn Kú Klúx Klan styddi Donald Trump. Russa Today fullyrðir svo að allir helstu fjölmiðlar Bandaríkjanna á landsvísu hafi stutt Clinton. Sé svo má í ljósi úrslita segja að áhrif fjölmiðla eru ofmetin, jafnvel öfugsnúin. Donald Trump Tengdar fréttir Sigri hrósandi Árni Sam sendir fjölmiðlum tóninn Bíókóngurinn fagnar sigri Donald Trumps en hann er í miklum minnihluta þeirra sem tjá sig um forsetakosningarnar á Facebook. 9. nóvember 2016 10:43 Trump-fólkið á Íslandi fer með veggjum Vísi gekk illa að finna yfirlýsta stuðningsmenn Trump á Íslandi. Sem er athyglisvert í sjálfu sér. 8. nóvember 2016 09:56 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira
Jón Magnússon lögmaður, og fyrrverandi alþingismaður, fagnar því mjög að Trump hafi sigrað í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. „GLÆSILEGT. Til hamingju USA,“ skrifar Jón Magnússon og við góðar undirtektir á Facebook. Ekki fór mikið fyrir stuðningsmönnum Donald Trumps á Íslandi í aðdraganda kosninganna. Vísir gerði nokkra leit að þeim en þeir reyndust fáir sem vildu auglýsa sig sem slíka. Stuðningsmenn Trumps eru hins vegar að birtast einn af öðrum sigri hrósandi nú, þó þeir heita megi í miklum minnihluta.Hin gerspillta HillaryMenn leita nú ákaft skýringa á úrslitunum sem komu flestum á óvart enda höfðu flestar skoðanakannanir bent eindregið til þess að Hillary Rodham Clinton, frambjóðandi Demókrata, myndi sigra. Forvitnilegt er að sjá hvaða skýringar Jón Magnússon telur vera til grundvallar sigri Trumps. „Trump vann þràtt fyrir að skoðanakannanir segðu annað. Trump vann þrátt fyrir að nánast öll pressan væri á móti honum. Trump vann þó að fjármálakerfi banksterana og fyrirmenn eins og t.d. Bush feðgar styddu gjörspillta Hillary. Þetta er því ekki síst sigur hins þögla meirihluta sem er búinn að fá nóg af forréttinda- og rétttrúnaðarliðinu,“ segir Jón.Hin meinta (og öfugsnúna) ábyrgð fjölmiðlaMargir velta fyrir sér hlut fjölmiðla í kosningunum. Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður RUV taldi, í þætti sínum Uppgjör í Ameríku, að fjölmiðlar hafi hreinlega búið Trump til, þeir hafi skrifað ófáar fréttir af honum til að fá lestur og/eða umferð um miðla sína. Þann fréttaflutning metur Ingólfur Bjarni sem ígildi auglýsingar fyrir Trump. Og New York Times hefur reyndar reynt að meta hvers virði það er. Jón hins vegar nálgast málið úr allt annarri átt og hefur sitthvað fyrir sér í því sé til að mynda skoðaður listi yfir þá staðbundnu fjölmiðla sem lýstu yfir stuðningi við Clinton í forkosningunum; fjölmargir meðan listi yfir fjölmiðla sem styðja Trump ólíkt fátæklegri: National Enquirer, New York Observer, New York Pos og Santa Barbara News-Press. Auk þess sem nokkuð var gert úr því í kosningabaráttunni að málgagn Kú Klúx Klan styddi Donald Trump. Russa Today fullyrðir svo að allir helstu fjölmiðlar Bandaríkjanna á landsvísu hafi stutt Clinton. Sé svo má í ljósi úrslita segja að áhrif fjölmiðla eru ofmetin, jafnvel öfugsnúin.
Donald Trump Tengdar fréttir Sigri hrósandi Árni Sam sendir fjölmiðlum tóninn Bíókóngurinn fagnar sigri Donald Trumps en hann er í miklum minnihluta þeirra sem tjá sig um forsetakosningarnar á Facebook. 9. nóvember 2016 10:43 Trump-fólkið á Íslandi fer með veggjum Vísi gekk illa að finna yfirlýsta stuðningsmenn Trump á Íslandi. Sem er athyglisvert í sjálfu sér. 8. nóvember 2016 09:56 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira
Sigri hrósandi Árni Sam sendir fjölmiðlum tóninn Bíókóngurinn fagnar sigri Donald Trumps en hann er í miklum minnihluta þeirra sem tjá sig um forsetakosningarnar á Facebook. 9. nóvember 2016 10:43
Trump-fólkið á Íslandi fer með veggjum Vísi gekk illa að finna yfirlýsta stuðningsmenn Trump á Íslandi. Sem er athyglisvert í sjálfu sér. 8. nóvember 2016 09:56