Ísland gæti glatað öflugum bandamanni Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 9. nóvember 2016 16:00 Donald Trump hefur meðal annars stungið upp á að aðstoð Bandaríkjanna við NATO ríki yrði skilyrt. Mynd/samsett „Þetta eru náttúrulega alveg ótrúleg úrslit,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólannn á Bifröst. “Heimurinn á náttúrulega alveg eftir að bíta úr nálinni með það. En það er hinsvegar augljóst að andúðin gagnvart hefðbundnum stjórnmálum og vantrúin á hefðbundnum stjórnmálamönnum birtist í þessari niðurstöðu,“ segir hann. Hann segir niðurstöður kosninganna ekki hafa endurspeglað skoðanakannanir. „Við sjáum að skoðanakannanir eru í auknu mæli að verða ónákvæmari. Við sáum þetta í Bretlandi í Brexit kosningunni, í skosku sjálfstæðiskosningunni og í bresku þingkosningunum. Við höfum séð þetta víða og nú gerist það enn og aftur að þetta tæki virðist orðið ansi ónákvæmt við að mæla stefnur og strauma.“Eiríkur Bergmann segir Bandaríkin hafa verið helsta bandamann Íslands.VÍSIR/SKJÁSKOTTrump boðaði breytingar í utanríkisstefnu Bandaríkjanna í kosningabaráttunni. Þar á meðal hefur hann lýst yfir efasemdum með Atlantshafsbandalagið og framlagi aðildarríkjanna til samstarfsins. Eiríkur telur kjör Trump geta haft mikil áhrif hér á landi. „Þessi niðurstaða gæti haft mjög afgerandi áhrif á okkur Íslendinga,“ segir hann. „Við höfum átt í afar nánu samstarfi við Bandaríkin og það er leitun að ríki sem hefur átt í nánara samstarfi við Bandaríkin. Trump boðaði það að minnsta kosti í kosningabaráttunni að Bandaríkin færu í algert afturhvarf til einangrunarstefnu í utanríkismálum. Í raun að spóla utanríkismálum aftur fyrir seinni heimsstyrjöld,“ segir Eiríkur. „Þetta er maður sem boðar mjög stífa verndarstefnu í viðskiptum og öðru slíku og það kann að vera að við Íslendingar glötum öflugum bandamanni sem Bandaríkin hafa verið fyrir Ísland á alheimsvettvangi.“Myndbandið hér að neðan skýrir í grófum dráttum hugmyndir Trump um Atlantshafsbandalagið. Þess ber að geta að VOX er frjálslyndur miðill sem hefur verið gagnrýninn á framboð Trump. Brexit Donald Trump Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
„Þetta eru náttúrulega alveg ótrúleg úrslit,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólannn á Bifröst. “Heimurinn á náttúrulega alveg eftir að bíta úr nálinni með það. En það er hinsvegar augljóst að andúðin gagnvart hefðbundnum stjórnmálum og vantrúin á hefðbundnum stjórnmálamönnum birtist í þessari niðurstöðu,“ segir hann. Hann segir niðurstöður kosninganna ekki hafa endurspeglað skoðanakannanir. „Við sjáum að skoðanakannanir eru í auknu mæli að verða ónákvæmari. Við sáum þetta í Bretlandi í Brexit kosningunni, í skosku sjálfstæðiskosningunni og í bresku þingkosningunum. Við höfum séð þetta víða og nú gerist það enn og aftur að þetta tæki virðist orðið ansi ónákvæmt við að mæla stefnur og strauma.“Eiríkur Bergmann segir Bandaríkin hafa verið helsta bandamann Íslands.VÍSIR/SKJÁSKOTTrump boðaði breytingar í utanríkisstefnu Bandaríkjanna í kosningabaráttunni. Þar á meðal hefur hann lýst yfir efasemdum með Atlantshafsbandalagið og framlagi aðildarríkjanna til samstarfsins. Eiríkur telur kjör Trump geta haft mikil áhrif hér á landi. „Þessi niðurstaða gæti haft mjög afgerandi áhrif á okkur Íslendinga,“ segir hann. „Við höfum átt í afar nánu samstarfi við Bandaríkin og það er leitun að ríki sem hefur átt í nánara samstarfi við Bandaríkin. Trump boðaði það að minnsta kosti í kosningabaráttunni að Bandaríkin færu í algert afturhvarf til einangrunarstefnu í utanríkismálum. Í raun að spóla utanríkismálum aftur fyrir seinni heimsstyrjöld,“ segir Eiríkur. „Þetta er maður sem boðar mjög stífa verndarstefnu í viðskiptum og öðru slíku og það kann að vera að við Íslendingar glötum öflugum bandamanni sem Bandaríkin hafa verið fyrir Ísland á alheimsvettvangi.“Myndbandið hér að neðan skýrir í grófum dráttum hugmyndir Trump um Atlantshafsbandalagið. Þess ber að geta að VOX er frjálslyndur miðill sem hefur verið gagnrýninn á framboð Trump.
Brexit Donald Trump Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira