Donald Trump í gegnum árin Birgir Olgeirsson skrifar 9. nóvember 2016 14:53 Donald Trump við opnun á Taj Mahal-hótelinu og spilavítinu í Atlanta. Vísir/Getty Verðandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, fæddist í Queens í Bandaríkjunum árið 1946. Hann er 70 ára gamall og verður því elsti forseti Bandaríkjanna þegar hann verður svarinn í embætti. Hann var næstyngstur af fimm börnum Fred og Mary Trump. Faðir hans var einn af stærstu verktökum og leigusölum New York-borgar og er Donald sagður hafa lært ansi margt af föður sínum þegar kemur að viðskiptum. Trump er sagður hafa verið óstýrilátt barn sem varð til þess að foreldrar hans ákváðu að senda hann í herskólann í New York þegar hann var þrettán ára gamall í þeirri von um að þar myndi hann læra aga og mannasiði. Hann komst þó undan herskyldu þegar Víetnam-stríðið geisaði, vegna náms og læknisfræðilegra ástæðna, og hefur því aldrei verið í bandaríska hernum. Í viðtali við New York Times í fyrra sagði hann ástæðuna fyrir læknisleyfi frá herskyldu hafa verið hælspora.Donald Trump og faðir hans Fred Trump.Vísir/GettyEftir að hafa lokið námi við háskólann í Pennsylvaniu árið 1968 ákvað hann að einbeita sér að fjárfestingum á fasteignamarkaðinum sem hann gerði með einni milljón dollara sem hann fékk að láni frá föður sínum.Gekk til liðs við föður sinn Hann gekk síðar til liðs við fyrirtæki föður hans, Elizabeth Trump and Son. Hann tók við fyrirtækinu árið 1971 og ákvað þá að breyta nafni þessi í Trump Organization. Fyrirtækið var með um 15 þúsund íbúðir til útleigu í Queens og Brooklyn en árið 1972 var það sakað um að neita svörtu fólki um íbúðir. Í júlí þetta sama ár bað svört kona um að fá að leigja íbúð af fyrirtækinu í Brooklyn. Hún fékk þau svör að engin íbúð væri á lausu. Sama dag mætti hvít kona með sömu bón en hún fékk hins vegar að velja á milli tveggja íbúða sem voru allt í einu lausar. Reyndust þær báðar vera útsendarar á vegum bandarískra yfirvalda en fyrirtækið náði að lokum sátt í málinu.Trump með líkan af Trump-turninum.Vísir/GettyVarð áberandi á Manhattan Trump ákvað síðar að leggja áherslu á íburðarmiklar byggingar á Manhattan-eyju, en á meðal framkvæmda má nefna hvernig hið niðurnídda Commodore hótel var gert upp og fékk síðar nafnið Grand Hyatt. Þá reisti hann einnig 68 hæða Trump-turninn við Fifth Avenue, eina af glæsilegustu breiðgötum New York-borgar. Hann var ekki bara á fasteignamarkaði Manhattan því hann stundaði næturlífið grimmt og vingaðist við stjörnurnar. Trump-byggingarnar urðu fleiri, Trump Place, Trump World Tower og Tump International Hotel svo dæmi séu tekin, en finna má Trump-turna í Múmbaí, Istanbul og Filipseyjum. Hann hefur stofnað hótel og spilavíti og fjölda annarra fyrirtækja en fjögur þeirra hafa farið í gjaldþrot: The Trump Taj Mahal, Trump Plaza Hotel, Trump Hotels and Casinos Resorts og Trump Entertainment Resorts.Donald Trump inni í Trump-turninum.Vísir/GettyEkki sammála Forbes um eigið virði Trump hefur einnig verið í skemmtanabransanum en frá 1996 til 2015 var hann eigandi fegurðarsamkeppnanna Miss Universe, Miss USA og Miss Teen USA. Árið 2003 var frumsýndur raunveruleikaþáttur hans The Apprentice þar sem þátttakendur kepptust um að hreppa stjórnunarstöðu innan Trump-samsteypunnar. Trump fór fyrir The Apprentice í fjórtán þáttaröðum og fékk fyrir það 213 milljónir dollara. Samkvæmt Forbes er Trump metinn á 3,4 milljarða dala en Trump sjálfur heldur því fram að virði hans sé 10 milljarðar.Ivana og Donald Trump árið 1988.Vísir/gettyKvænst þrisvar Hann hefur kvænst þrisvar. Sú fyrsta var Ivana Zelnickova, tékknesk íþróttakona og fyrirsæta. Þau áttu saman þrjú börn, Donald yngri, Ivönku og Eric. Þau skildu síðan árið 1990. Árið 1993 kvæntist Trump Marla Maples en saman eignuðust þau dóttur sem þau nefndu Tiffany. Þau skildu árið 1999. Hann gekk að eiga fyrirsætuna Melania Knauss árið 2005 og eiga þau saman soninn Barron William Trump.Nærri því 30 ára daður við forsetaembætti Árið 1987 viðraði Trump fyrst opinberlega þá hugmynd að bjóða sig fram í embætti forseta Bandaríkjanna. Árið 2000 reyndi hann að verða forsetaefni Umbótaflokksins í Bandaríkjunum en dró sig síðar úr baráttunni. Árið 2008 fór hann fyrir hópi sem vildi meina að Barack Obama hefði ekki fæðst í Bandaríkjunum. Þær fullyrðingar hafa verið hraktar en Obama fæddist á Hawaii.Trump og Michael Jackson.Vísir/GettyTrump viðurkenndi síðar meir að það væri ekkert hæft í þeim fullyrðingum að Obama hefði ekki fæðst í Bandaríkjunum. Í júní í fyrra tilkynnti Trump formlega að hann ætlaði að sækjast eftir því að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins. Hann hlaut þá tilnefningu undir slagorðinu Make America Great Again. Hann lofaði að styrkja bandarískan efnahag, reisa vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og banna tímabundið múslimum að koma til landsins.Donald Trump fagnaði sigri í nótt í forsetakosningum Bandaríkjanna.Vísir/GettyOrðinn forseti þvert á spár Barátta hans um forsetastólinn var ansi stormakennd, þar sem upptökur af niðrandi ummælum hans í garð kvenna voru gerðar opinberar. Hann hélt því þó ítrekað fram að hann myndi hafa betur gegn Hillary Clinton, þrátt fyrir að kannanir sýndu annað og fáir þorðu að spá. Hann hafði hins vegar sigur og verður því fyrsti forseti Bandaríkjanna sem hvorki hefur áður verið kosinn í annað embætti eða þá verið í bandaríska hernum. Þegar hann verður svarinn í embætti í janúar næstkomandi verður hann 45. forseti Bandaríkjanna.Hér fyrir neðan má sjá Donald Trump í The Apprentice Hér fyrir neðan má sjá brot úr öllum þáttum og kvikmyndum sem Donald Trump hefur birst í: Hér fyrir neðan má sjá stutta samantekt á lífshlaupi Trump Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Teflon-Trump og hvíta bylgjan: Svona fór Trump að því að vinna kosningarnar Þvert á allar spár er það Donald Trump sem mun taka við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar á næsta ári. 9. nóvember 2016 10:14 Velta fyrir sér hvort Sanders hefði haft betur gegn Trump Kannanir sýndu að Sanders stóð betur að vígi gegn Trump en Clinton. En nú spyrja margir, hvaða mark er takandi á könnunum? 9. nóvember 2016 10:28 Sigurræða Trump í heild sinni Donald Trump var sigurreifur er hann hélt sigurræðu sína fyrir stuðningsmenn sína á kosningavöku Trump í New York 9. nóvember 2016 07:46 Hver er Melania Trump? Melania Trump verður næsta forsetafrú eftir sigur eiginmanns hennar í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2016 12:09 Íslendingar vakna upp við vondan draum: „Upplifað að standa yfir klósettinu og kúgast vegna niðurstöðu í kosningum“ Fjölmiðlar ytra hafa nú lýst því yfir að Donald Trump verði nýr forseti Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 09:40 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Verðandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, fæddist í Queens í Bandaríkjunum árið 1946. Hann er 70 ára gamall og verður því elsti forseti Bandaríkjanna þegar hann verður svarinn í embætti. Hann var næstyngstur af fimm börnum Fred og Mary Trump. Faðir hans var einn af stærstu verktökum og leigusölum New York-borgar og er Donald sagður hafa lært ansi margt af föður sínum þegar kemur að viðskiptum. Trump er sagður hafa verið óstýrilátt barn sem varð til þess að foreldrar hans ákváðu að senda hann í herskólann í New York þegar hann var þrettán ára gamall í þeirri von um að þar myndi hann læra aga og mannasiði. Hann komst þó undan herskyldu þegar Víetnam-stríðið geisaði, vegna náms og læknisfræðilegra ástæðna, og hefur því aldrei verið í bandaríska hernum. Í viðtali við New York Times í fyrra sagði hann ástæðuna fyrir læknisleyfi frá herskyldu hafa verið hælspora.Donald Trump og faðir hans Fred Trump.Vísir/GettyEftir að hafa lokið námi við háskólann í Pennsylvaniu árið 1968 ákvað hann að einbeita sér að fjárfestingum á fasteignamarkaðinum sem hann gerði með einni milljón dollara sem hann fékk að láni frá föður sínum.Gekk til liðs við föður sinn Hann gekk síðar til liðs við fyrirtæki föður hans, Elizabeth Trump and Son. Hann tók við fyrirtækinu árið 1971 og ákvað þá að breyta nafni þessi í Trump Organization. Fyrirtækið var með um 15 þúsund íbúðir til útleigu í Queens og Brooklyn en árið 1972 var það sakað um að neita svörtu fólki um íbúðir. Í júlí þetta sama ár bað svört kona um að fá að leigja íbúð af fyrirtækinu í Brooklyn. Hún fékk þau svör að engin íbúð væri á lausu. Sama dag mætti hvít kona með sömu bón en hún fékk hins vegar að velja á milli tveggja íbúða sem voru allt í einu lausar. Reyndust þær báðar vera útsendarar á vegum bandarískra yfirvalda en fyrirtækið náði að lokum sátt í málinu.Trump með líkan af Trump-turninum.Vísir/GettyVarð áberandi á Manhattan Trump ákvað síðar að leggja áherslu á íburðarmiklar byggingar á Manhattan-eyju, en á meðal framkvæmda má nefna hvernig hið niðurnídda Commodore hótel var gert upp og fékk síðar nafnið Grand Hyatt. Þá reisti hann einnig 68 hæða Trump-turninn við Fifth Avenue, eina af glæsilegustu breiðgötum New York-borgar. Hann var ekki bara á fasteignamarkaði Manhattan því hann stundaði næturlífið grimmt og vingaðist við stjörnurnar. Trump-byggingarnar urðu fleiri, Trump Place, Trump World Tower og Tump International Hotel svo dæmi séu tekin, en finna má Trump-turna í Múmbaí, Istanbul og Filipseyjum. Hann hefur stofnað hótel og spilavíti og fjölda annarra fyrirtækja en fjögur þeirra hafa farið í gjaldþrot: The Trump Taj Mahal, Trump Plaza Hotel, Trump Hotels and Casinos Resorts og Trump Entertainment Resorts.Donald Trump inni í Trump-turninum.Vísir/GettyEkki sammála Forbes um eigið virði Trump hefur einnig verið í skemmtanabransanum en frá 1996 til 2015 var hann eigandi fegurðarsamkeppnanna Miss Universe, Miss USA og Miss Teen USA. Árið 2003 var frumsýndur raunveruleikaþáttur hans The Apprentice þar sem þátttakendur kepptust um að hreppa stjórnunarstöðu innan Trump-samsteypunnar. Trump fór fyrir The Apprentice í fjórtán þáttaröðum og fékk fyrir það 213 milljónir dollara. Samkvæmt Forbes er Trump metinn á 3,4 milljarða dala en Trump sjálfur heldur því fram að virði hans sé 10 milljarðar.Ivana og Donald Trump árið 1988.Vísir/gettyKvænst þrisvar Hann hefur kvænst þrisvar. Sú fyrsta var Ivana Zelnickova, tékknesk íþróttakona og fyrirsæta. Þau áttu saman þrjú börn, Donald yngri, Ivönku og Eric. Þau skildu síðan árið 1990. Árið 1993 kvæntist Trump Marla Maples en saman eignuðust þau dóttur sem þau nefndu Tiffany. Þau skildu árið 1999. Hann gekk að eiga fyrirsætuna Melania Knauss árið 2005 og eiga þau saman soninn Barron William Trump.Nærri því 30 ára daður við forsetaembætti Árið 1987 viðraði Trump fyrst opinberlega þá hugmynd að bjóða sig fram í embætti forseta Bandaríkjanna. Árið 2000 reyndi hann að verða forsetaefni Umbótaflokksins í Bandaríkjunum en dró sig síðar úr baráttunni. Árið 2008 fór hann fyrir hópi sem vildi meina að Barack Obama hefði ekki fæðst í Bandaríkjunum. Þær fullyrðingar hafa verið hraktar en Obama fæddist á Hawaii.Trump og Michael Jackson.Vísir/GettyTrump viðurkenndi síðar meir að það væri ekkert hæft í þeim fullyrðingum að Obama hefði ekki fæðst í Bandaríkjunum. Í júní í fyrra tilkynnti Trump formlega að hann ætlaði að sækjast eftir því að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins. Hann hlaut þá tilnefningu undir slagorðinu Make America Great Again. Hann lofaði að styrkja bandarískan efnahag, reisa vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og banna tímabundið múslimum að koma til landsins.Donald Trump fagnaði sigri í nótt í forsetakosningum Bandaríkjanna.Vísir/GettyOrðinn forseti þvert á spár Barátta hans um forsetastólinn var ansi stormakennd, þar sem upptökur af niðrandi ummælum hans í garð kvenna voru gerðar opinberar. Hann hélt því þó ítrekað fram að hann myndi hafa betur gegn Hillary Clinton, þrátt fyrir að kannanir sýndu annað og fáir þorðu að spá. Hann hafði hins vegar sigur og verður því fyrsti forseti Bandaríkjanna sem hvorki hefur áður verið kosinn í annað embætti eða þá verið í bandaríska hernum. Þegar hann verður svarinn í embætti í janúar næstkomandi verður hann 45. forseti Bandaríkjanna.Hér fyrir neðan má sjá Donald Trump í The Apprentice Hér fyrir neðan má sjá brot úr öllum þáttum og kvikmyndum sem Donald Trump hefur birst í: Hér fyrir neðan má sjá stutta samantekt á lífshlaupi Trump
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Teflon-Trump og hvíta bylgjan: Svona fór Trump að því að vinna kosningarnar Þvert á allar spár er það Donald Trump sem mun taka við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar á næsta ári. 9. nóvember 2016 10:14 Velta fyrir sér hvort Sanders hefði haft betur gegn Trump Kannanir sýndu að Sanders stóð betur að vígi gegn Trump en Clinton. En nú spyrja margir, hvaða mark er takandi á könnunum? 9. nóvember 2016 10:28 Sigurræða Trump í heild sinni Donald Trump var sigurreifur er hann hélt sigurræðu sína fyrir stuðningsmenn sína á kosningavöku Trump í New York 9. nóvember 2016 07:46 Hver er Melania Trump? Melania Trump verður næsta forsetafrú eftir sigur eiginmanns hennar í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2016 12:09 Íslendingar vakna upp við vondan draum: „Upplifað að standa yfir klósettinu og kúgast vegna niðurstöðu í kosningum“ Fjölmiðlar ytra hafa nú lýst því yfir að Donald Trump verði nýr forseti Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 09:40 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Teflon-Trump og hvíta bylgjan: Svona fór Trump að því að vinna kosningarnar Þvert á allar spár er það Donald Trump sem mun taka við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar á næsta ári. 9. nóvember 2016 10:14
Velta fyrir sér hvort Sanders hefði haft betur gegn Trump Kannanir sýndu að Sanders stóð betur að vígi gegn Trump en Clinton. En nú spyrja margir, hvaða mark er takandi á könnunum? 9. nóvember 2016 10:28
Sigurræða Trump í heild sinni Donald Trump var sigurreifur er hann hélt sigurræðu sína fyrir stuðningsmenn sína á kosningavöku Trump í New York 9. nóvember 2016 07:46
Hver er Melania Trump? Melania Trump verður næsta forsetafrú eftir sigur eiginmanns hennar í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2016 12:09
Íslendingar vakna upp við vondan draum: „Upplifað að standa yfir klósettinu og kúgast vegna niðurstöðu í kosningum“ Fjölmiðlar ytra hafa nú lýst því yfir að Donald Trump verði nýr forseti Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 09:40