Drullusokkur eða örviti Helga Vala Helgadóttir skrifar 31. október 2016 08:00 Ég játa. Ég er mikil keppnismanneskja og á köflum ansi skapheit. Ég hrópa „rugl dómari“ og „þetta var augljós villa“ þegar þannig er gállinn á mér og finnst nærstöddum oft nóg um hávaðann úr stúkunni. En eitt stilli ég mig þó um að gera. Ég segi aldrei að dómarinn eða leikmenn séu örvitar, drullusokkar eða skíthælar. Ég get verið ósammála dómaranum á meðan á keppni stendur en það veitir mér ekki nokkra heimild til að úthrópa hann eða leikmenn persónulega með níðyrðum. Þannig hef ég einnig kosið að hegða mér gagnvart stjórnmálamönnum. Ég get nefnilega verið ævintýralega mikil keppnismanneskja í pólitíkinni líka. Ég nánast hrópa á sjónvarpið þegar mér misbýður það sem mér finnst vera bull og vitleysa í máli stjórnmálamannsins, sprett fagnandi á fætur, líkt og gerðist þegar Áki norðanhetja birtist á skjánum á kosninganótt, sótbölva og hneykslast á því hvað fólki gengur til en tem mér það líka að níða ekki persónulega skóinn af fólki þó ég sé því ósammála. Ég hef valið að kalla stjórnmálamenn ekki drullusokka eða örvita, já því þetta er val. Við getum vel verið ósammála um strauma og stefnur í pólitíkinni, um áherslur og forgangsröðun, en það smættar alla umræðuna að viðhafa svona orðbragð á netinu og í daglegu tali. Hluti af lýðræðislegri þátttöku er nefnilega að geta skipst á skoðunum og ekki síður að miðla málum án þess „að fara í manninn“. Prófum að vanda okkur smá næstu daga. Við sofnum sáttari á kvöldin og vöknum glaðari að morgni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Ég játa. Ég er mikil keppnismanneskja og á köflum ansi skapheit. Ég hrópa „rugl dómari“ og „þetta var augljós villa“ þegar þannig er gállinn á mér og finnst nærstöddum oft nóg um hávaðann úr stúkunni. En eitt stilli ég mig þó um að gera. Ég segi aldrei að dómarinn eða leikmenn séu örvitar, drullusokkar eða skíthælar. Ég get verið ósammála dómaranum á meðan á keppni stendur en það veitir mér ekki nokkra heimild til að úthrópa hann eða leikmenn persónulega með níðyrðum. Þannig hef ég einnig kosið að hegða mér gagnvart stjórnmálamönnum. Ég get nefnilega verið ævintýralega mikil keppnismanneskja í pólitíkinni líka. Ég nánast hrópa á sjónvarpið þegar mér misbýður það sem mér finnst vera bull og vitleysa í máli stjórnmálamannsins, sprett fagnandi á fætur, líkt og gerðist þegar Áki norðanhetja birtist á skjánum á kosninganótt, sótbölva og hneykslast á því hvað fólki gengur til en tem mér það líka að níða ekki persónulega skóinn af fólki þó ég sé því ósammála. Ég hef valið að kalla stjórnmálamenn ekki drullusokka eða örvita, já því þetta er val. Við getum vel verið ósammála um strauma og stefnur í pólitíkinni, um áherslur og forgangsröðun, en það smættar alla umræðuna að viðhafa svona orðbragð á netinu og í daglegu tali. Hluti af lýðræðislegri þátttöku er nefnilega að geta skipst á skoðunum og ekki síður að miðla málum án þess „að fara í manninn“. Prófum að vanda okkur smá næstu daga. Við sofnum sáttari á kvöldin og vöknum glaðari að morgni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun