Síðustu kappræðurnar: Stóryrði fengu að fjúka Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. október 2016 08:04 Þriðju og síðustu sjónvarpskappræðurnar fyrir forsetakjör í Bandaríkjunum fóru fram í nótt. vísir/epa Donald Trump forsetaframbjóðandi segist ekki ætla að sætta sig við úrslitin ef hann tapar í forsetakosningunum. Hann hefur ítrekað haldið því fram að úrslitunum verði hagrætt í þágu mótframbjóðanda síns, Hillary Clinton. Trump var spurður hvort hann muni una niðurstöðunni ef Clinton ber sigur úr býtum í kosningunum, í síðustu sjónvarpskappræðunum fyrir forsetakjörið í nóvember. Svar hans var einfalt; Það verði einfaldlega að koma í ljós hvort hann muni una niðurstöðunni. Innan við þrjár vikur eru í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, en þær fara fram 8. nóvember næstkomandi. Fylgi Trump hefur dalað töluvert að undanförnu, annars vegar eftir að myndskeið birtist af honum tala með niðrandi hætti um konur og hins vegar eftir að hópur kvenna steig fram og greindi frá kynferðisbrotum af hans hálfu. Báðir frambjóðendur leggja nú allt sitt í baráttuna og gáfu þau ekkert eftir í kappræðunum í nótt, þrátt fyrir að kappræðurnar hefðu meira og minna einkennst af frammíköllum og rifrildum. Frambjóðendurnir tveir neituðu jafnframt að takast í hendur við upphaf og lok kappræðnanna. Trump var í tvígang spurður að því hvort hann muni virða úrslitin ef Clinton vinnur kosningarnar, en fátt var um svör. Clinton sagði ásakanir hans um meinta hagræðingu úrslitanna alvarlegar, enda sé hann að tala niður lýðræði landsins. Stóryrði fengu að fjúka í kappræðunum í nótt þar sem Trump kallaði Clinton „andstyggilega konu“ og Clinton sagði Trump strengjabrúðu Pútíns Rússlandsforseta. 'Þú ert strengjabrúðan,' svaraði Trump, eftir að Clinton sagði hann strengjabrúðu. 'Andstyggileg kona,' sagði Trump um Clinton, sem lét orð hans lítið á sig fá. Kappræðurnar í heild. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Donald Trump forsetaframbjóðandi segist ekki ætla að sætta sig við úrslitin ef hann tapar í forsetakosningunum. Hann hefur ítrekað haldið því fram að úrslitunum verði hagrætt í þágu mótframbjóðanda síns, Hillary Clinton. Trump var spurður hvort hann muni una niðurstöðunni ef Clinton ber sigur úr býtum í kosningunum, í síðustu sjónvarpskappræðunum fyrir forsetakjörið í nóvember. Svar hans var einfalt; Það verði einfaldlega að koma í ljós hvort hann muni una niðurstöðunni. Innan við þrjár vikur eru í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, en þær fara fram 8. nóvember næstkomandi. Fylgi Trump hefur dalað töluvert að undanförnu, annars vegar eftir að myndskeið birtist af honum tala með niðrandi hætti um konur og hins vegar eftir að hópur kvenna steig fram og greindi frá kynferðisbrotum af hans hálfu. Báðir frambjóðendur leggja nú allt sitt í baráttuna og gáfu þau ekkert eftir í kappræðunum í nótt, þrátt fyrir að kappræðurnar hefðu meira og minna einkennst af frammíköllum og rifrildum. Frambjóðendurnir tveir neituðu jafnframt að takast í hendur við upphaf og lok kappræðnanna. Trump var í tvígang spurður að því hvort hann muni virða úrslitin ef Clinton vinnur kosningarnar, en fátt var um svör. Clinton sagði ásakanir hans um meinta hagræðingu úrslitanna alvarlegar, enda sé hann að tala niður lýðræði landsins. Stóryrði fengu að fjúka í kappræðunum í nótt þar sem Trump kallaði Clinton „andstyggilega konu“ og Clinton sagði Trump strengjabrúðu Pútíns Rússlandsforseta. 'Þú ert strengjabrúðan,' svaraði Trump, eftir að Clinton sagði hann strengjabrúðu. 'Andstyggileg kona,' sagði Trump um Clinton, sem lét orð hans lítið á sig fá. Kappræðurnar í heild.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira