Sagan segist vel á þennan máta Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. október 2016 09:30 Búningarnir hafa fylgt sýningunni frá því hún var frumsýnd árið 1994. Þeir eru eftir danskan hönnuð og eru í endurreisnarstíl. „Ég hef það mjög gott. Það hefði verið gífurlega gaman að vera kominn heim á frumsýninguna í Bíói Paradís en þannig stendur á að dansflokkurinn minn er með frumsýningu í Los Angeles á sama tíma. Ég er að hendast þangað,“ segir ballettstjórinn Helgi Tómasson en rómaður ballett hans um Rómeó og Júlíu, í uppfærslu San Francisco ballettsins, verður sýndur í bestu mögulegu hljóð- og myndgæðum í Bíói Paradís í kvöld. „Sýningin er mín útgáfa af þessari klassísku sögu. Ég samdi öll spor og hreyfingar eftir því hvernig ég heyrði músíkina og sá hlutina fyrir mér. En ég fékk annan mann til að æfa dansarana í skylmingum,“ segir Helgi. Ballettinn hans, Rómeó og Júlía var frumsýndur árið 1994 og vakti strax mikla hrifningu. Um viðamikla sýningu er að ræða sem hefur verið sett upp víða í stórborgum erlendis, meðal annars í Washington og Los Angeles. Búningarnir hafa verið hinir sömu frá upphafi. Þeir eru í endurreisnarstíl.Helgi hefði viljað vera kominn heim fyrir frumsýninguna á Íslandi í kvöld.Mynd/Erik TomassonMargar ballettútgáfur eru til af Rómeó og Júlíu, Helgi kveðst hafa séð nokkrar þeirra þegar hann var yngri en aldrei haft tækifæri til að dansa í þeim, sem hafi verið til bóta þegar hann samdi sína útgáfu. Hann telur efnið algerlega tímalaust. „Þó að sagan sé frá miðöldum gæti hún gerst á öllum tímum, meðal annars í dag og tónlistin eftir Prokofiev er alveg stórkostleg svo þetta er einn af alvinsælustu ballettum sem sýndir eru í heiminum og alveg við hliðina á Svanavatninu.“ Kvikmyndin var frumsýnd í byrjun síðasta árs. Helgi er mjög ánægður með hvernig til tókst. „Sá sem var bak við tökuvélarnar heitir Tomas Grimm, er þýskur en býr í Kaupmannahöfn og er giftur fyrrum ballettdansara hjá konunglega ballettinum þar. Hann hefur næma tilfinningu fyrir dansi og hefur gert margar danskvikmyndir svo ég fékk hann í þetta verkefni. Svo fór ég til Berlínar til að vera með honum í eftirvinnslunni. Það voru svo margar myndavélar í salnum og því var hægt að velja saman sjónarhornin. Þetta tókst gífurlega vel og það er mikið um nærmyndir af fólkinu og túlkun þess á tilfinningum. Sagan segist vel á þennan máta og ég vona að þið heima njótið sýningarinnar,“ segir hann og bætir við. „Mér skilst að haustlægðirnar séu eitthvað að hrella ykkur þessa dagana. Þá er nú gott að fara í bíó.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. október 2016. Menning Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Ég hef það mjög gott. Það hefði verið gífurlega gaman að vera kominn heim á frumsýninguna í Bíói Paradís en þannig stendur á að dansflokkurinn minn er með frumsýningu í Los Angeles á sama tíma. Ég er að hendast þangað,“ segir ballettstjórinn Helgi Tómasson en rómaður ballett hans um Rómeó og Júlíu, í uppfærslu San Francisco ballettsins, verður sýndur í bestu mögulegu hljóð- og myndgæðum í Bíói Paradís í kvöld. „Sýningin er mín útgáfa af þessari klassísku sögu. Ég samdi öll spor og hreyfingar eftir því hvernig ég heyrði músíkina og sá hlutina fyrir mér. En ég fékk annan mann til að æfa dansarana í skylmingum,“ segir Helgi. Ballettinn hans, Rómeó og Júlía var frumsýndur árið 1994 og vakti strax mikla hrifningu. Um viðamikla sýningu er að ræða sem hefur verið sett upp víða í stórborgum erlendis, meðal annars í Washington og Los Angeles. Búningarnir hafa verið hinir sömu frá upphafi. Þeir eru í endurreisnarstíl.Helgi hefði viljað vera kominn heim fyrir frumsýninguna á Íslandi í kvöld.Mynd/Erik TomassonMargar ballettútgáfur eru til af Rómeó og Júlíu, Helgi kveðst hafa séð nokkrar þeirra þegar hann var yngri en aldrei haft tækifæri til að dansa í þeim, sem hafi verið til bóta þegar hann samdi sína útgáfu. Hann telur efnið algerlega tímalaust. „Þó að sagan sé frá miðöldum gæti hún gerst á öllum tímum, meðal annars í dag og tónlistin eftir Prokofiev er alveg stórkostleg svo þetta er einn af alvinsælustu ballettum sem sýndir eru í heiminum og alveg við hliðina á Svanavatninu.“ Kvikmyndin var frumsýnd í byrjun síðasta árs. Helgi er mjög ánægður með hvernig til tókst. „Sá sem var bak við tökuvélarnar heitir Tomas Grimm, er þýskur en býr í Kaupmannahöfn og er giftur fyrrum ballettdansara hjá konunglega ballettinum þar. Hann hefur næma tilfinningu fyrir dansi og hefur gert margar danskvikmyndir svo ég fékk hann í þetta verkefni. Svo fór ég til Berlínar til að vera með honum í eftirvinnslunni. Það voru svo margar myndavélar í salnum og því var hægt að velja saman sjónarhornin. Þetta tókst gífurlega vel og það er mikið um nærmyndir af fólkinu og túlkun þess á tilfinningum. Sagan segist vel á þennan máta og ég vona að þið heima njótið sýningarinnar,“ segir hann og bætir við. „Mér skilst að haustlægðirnar séu eitthvað að hrella ykkur þessa dagana. Þá er nú gott að fara í bíó.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. október 2016.
Menning Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira