Einar: Trúi því að leikurinn gegn Grindavík verði okkur ákveðinn lærdómur Anton Ingi Leifsson skrifar 21. október 2016 21:42 Einar hvass í leikhlé í kvöld. vísir/ernir „Ég er virkilega ánægður með frammistöðuna hérna í kvöld og mér fannst þetta vera vinnusigur,” sagði glaðbeittur Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, eftir fimm stiga sigur á Haukum í kvöld. „Mér fannst við verðskulda þetta. Varnarleikurinn var góður, sérstaklega í síðari hálfleik og maður var að spyrja sig í fjórða leikhlutanum hvenær við næðum að festa þetta.” „Við vorum að búa okkur til mjög góð skot; Davíð fékk galopinn þrist, Emil fékk galopinn þrist, Tobin fékk gott sniðskot, Halldór Garðar skoraði svo þrist sem sagði nei þannig að mér fannst við vinna fyrir þessum sigri og er mjög ánægður.” „Ég er sérstaklega ánægður í ljósi þess hve illa við fórum út úr deildarleikjunum við Hauka í fyrra og nátturlega út úr mótinu á endanum líka svo fyrir vikið er þetta sætt.” Þór hefur spilað þrjá leiki núna og allir þrír hafa verið spennuleikir; tveir sigrar og einn tapleikur gegn Grindavík í fyrstu umferðinni. Einar hefur gaman að þessum spennuleikjum. „Þetta er bara það fallega við sportið. Ég var hrikalega ánægður með hversu margir stuðningsmenn okkar mættu hér í kvöld, en bara að fá fleiri á völlinn því það er spenna hér eins og víða.” „Þetta eru leikir sem hjálpa okkur að verða betri. Það er meira upp úr þessu að hafa heldur en tuttuga stiga sigrum þannig að ég er alveg til í að spila spennuleiki ef við náum að klára þá.” Aðspurður hvort hann sé sáttur með fjögur stig eftir sex leiki sagði Einar að hann ætti í erfiðleikum með að svara þessari spurningu, þvi spennutryllirinn gegn Grindavík í fyrstu umferðinni sat greinilega enn í honum. „Þetta er mjög erfið spurning. Auðvitað þarf maður að halda áfram, en hann situr í okkur þessi fyrsti leikur gegn Grindavík. Ég trúi á það að hann verði okkur öllum ákveðinn lærdómur.” „Við komum hingað gríðarlega sterkir í dag þó að við höfum ekki verið leiðandi í fyrri hálfleik þá var vilji til staðar og við vorum að spila hörkuvörn,” sagði Einar Árni stoltur af sínum strákum og bætti við að lokum: „Við höfum oft lent í basli með hvað þeir eru líkamlega sterkir og mér fannst við mæta því frábærlega í dag. Við fengum framlag frá mörgum og lúxus-vandamál að það voru sjö menn sem gerðu tilkall á lokakaflanum að klára leikinn og þá líður mér vel.” Dominos-deild karla Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
„Ég er virkilega ánægður með frammistöðuna hérna í kvöld og mér fannst þetta vera vinnusigur,” sagði glaðbeittur Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, eftir fimm stiga sigur á Haukum í kvöld. „Mér fannst við verðskulda þetta. Varnarleikurinn var góður, sérstaklega í síðari hálfleik og maður var að spyrja sig í fjórða leikhlutanum hvenær við næðum að festa þetta.” „Við vorum að búa okkur til mjög góð skot; Davíð fékk galopinn þrist, Emil fékk galopinn þrist, Tobin fékk gott sniðskot, Halldór Garðar skoraði svo þrist sem sagði nei þannig að mér fannst við vinna fyrir þessum sigri og er mjög ánægður.” „Ég er sérstaklega ánægður í ljósi þess hve illa við fórum út úr deildarleikjunum við Hauka í fyrra og nátturlega út úr mótinu á endanum líka svo fyrir vikið er þetta sætt.” Þór hefur spilað þrjá leiki núna og allir þrír hafa verið spennuleikir; tveir sigrar og einn tapleikur gegn Grindavík í fyrstu umferðinni. Einar hefur gaman að þessum spennuleikjum. „Þetta er bara það fallega við sportið. Ég var hrikalega ánægður með hversu margir stuðningsmenn okkar mættu hér í kvöld, en bara að fá fleiri á völlinn því það er spenna hér eins og víða.” „Þetta eru leikir sem hjálpa okkur að verða betri. Það er meira upp úr þessu að hafa heldur en tuttuga stiga sigrum þannig að ég er alveg til í að spila spennuleiki ef við náum að klára þá.” Aðspurður hvort hann sé sáttur með fjögur stig eftir sex leiki sagði Einar að hann ætti í erfiðleikum með að svara þessari spurningu, þvi spennutryllirinn gegn Grindavík í fyrstu umferðinni sat greinilega enn í honum. „Þetta er mjög erfið spurning. Auðvitað þarf maður að halda áfram, en hann situr í okkur þessi fyrsti leikur gegn Grindavík. Ég trúi á það að hann verði okkur öllum ákveðinn lærdómur.” „Við komum hingað gríðarlega sterkir í dag þó að við höfum ekki verið leiðandi í fyrri hálfleik þá var vilji til staðar og við vorum að spila hörkuvörn,” sagði Einar Árni stoltur af sínum strákum og bætti við að lokum: „Við höfum oft lent í basli með hvað þeir eru líkamlega sterkir og mér fannst við mæta því frábærlega í dag. Við fengum framlag frá mörgum og lúxus-vandamál að það voru sjö menn sem gerðu tilkall á lokakaflanum að klára leikinn og þá líður mér vel.”
Dominos-deild karla Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli