Forskot Clinton komið í 12 prósent Nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 23. október 2016 22:35 Clinton gekk vel í kappræðunum þremur. Nordicphotos/AFP Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi demókrata, hefur náð tólf prósentustiga forskoti á keppinaut sinn, Donald Trump, ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar á vegum ABC News. Samkvæmt könnuninni nýtur Clinton stuðnings 50 prósenta kjósenda á meðan Trump nýtur stuðnings 38 prósenta. Önnur ný skoðanakönnun sem gerð var á vegum sjónvarpsstöðvarinnar CNN sýnir ekki ósvipaðar niðurstöður en þær voru á þá leið að Clinton nyti stuðnings 48 prósenta þjóðarinnar. Clinton hefur sótt í sig veðrið undanfarnar vikur. Allar þrjár kappræður frambjóðendanna tveggja hafa þegar farið fram og þykir Clinton hafa staðið sig öllu betur en Trump á þeim vettvangi. Gott gengi hennar í kappræðunum ásamt birtingu hneykslanlegs myndbands sem tekið var af Donald Trump árið 2005 kann að skýra aukningu á fylgi hennar.Sjá einnig: Fátt kemur í veg fyrir sigur Clinton Gengið verður til forsetakosninga í Bandaríkjunum þann 8. nóvember næstkomandi. Hillary Clinton sagði á fundi í Norður-Karólínu í dag að henni þætti sennilegt að Trump muni ekki samþykkja niðurstöðurnar, færu þær á þann veg að hann myndi tapa. „Hann sagði svolítið sem enginn forsetaframbjóðandi hefur sagt áður,“ sagði Clinton á fundinum, „hann neitaði að lýsa því yfir að hann myndi virða niðurstöður þessarar kosningar og er það ógn við lýðræðið.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton í basli með ásýnd sína Fátt virðist þó geta komið í veg fyrir að Hillary Clinton verði fyrst kvenkyns forseti Bandaríkjanna. 23. október 2016 12:00 Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Fátt kemur í veg fyrir sigur Clinton Donald Trump hefur ekki getað nýtt sér þrennar sjónvarpskappræður til að bæta stöðu sína. Bilið á milli hans og Hillary Clinton breikkar jafnt og þétt. Kappræðurnar milli forsetaefnanna hafa allar verið hatrammar. Kosið verður 8. nóvember. 22. október 2016 07:00 Síðustu kappræðurnar: Stóryrði fengu að fjúka Þriðju og síðustu sjónvarpskappræðurnar fyrir forsetakjör í Bandaríkjunum fóru fram í nótt. 20. október 2016 08:04 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi demókrata, hefur náð tólf prósentustiga forskoti á keppinaut sinn, Donald Trump, ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar á vegum ABC News. Samkvæmt könnuninni nýtur Clinton stuðnings 50 prósenta kjósenda á meðan Trump nýtur stuðnings 38 prósenta. Önnur ný skoðanakönnun sem gerð var á vegum sjónvarpsstöðvarinnar CNN sýnir ekki ósvipaðar niðurstöður en þær voru á þá leið að Clinton nyti stuðnings 48 prósenta þjóðarinnar. Clinton hefur sótt í sig veðrið undanfarnar vikur. Allar þrjár kappræður frambjóðendanna tveggja hafa þegar farið fram og þykir Clinton hafa staðið sig öllu betur en Trump á þeim vettvangi. Gott gengi hennar í kappræðunum ásamt birtingu hneykslanlegs myndbands sem tekið var af Donald Trump árið 2005 kann að skýra aukningu á fylgi hennar.Sjá einnig: Fátt kemur í veg fyrir sigur Clinton Gengið verður til forsetakosninga í Bandaríkjunum þann 8. nóvember næstkomandi. Hillary Clinton sagði á fundi í Norður-Karólínu í dag að henni þætti sennilegt að Trump muni ekki samþykkja niðurstöðurnar, færu þær á þann veg að hann myndi tapa. „Hann sagði svolítið sem enginn forsetaframbjóðandi hefur sagt áður,“ sagði Clinton á fundinum, „hann neitaði að lýsa því yfir að hann myndi virða niðurstöður þessarar kosningar og er það ógn við lýðræðið.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton í basli með ásýnd sína Fátt virðist þó geta komið í veg fyrir að Hillary Clinton verði fyrst kvenkyns forseti Bandaríkjanna. 23. október 2016 12:00 Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Fátt kemur í veg fyrir sigur Clinton Donald Trump hefur ekki getað nýtt sér þrennar sjónvarpskappræður til að bæta stöðu sína. Bilið á milli hans og Hillary Clinton breikkar jafnt og þétt. Kappræðurnar milli forsetaefnanna hafa allar verið hatrammar. Kosið verður 8. nóvember. 22. október 2016 07:00 Síðustu kappræðurnar: Stóryrði fengu að fjúka Þriðju og síðustu sjónvarpskappræðurnar fyrir forsetakjör í Bandaríkjunum fóru fram í nótt. 20. október 2016 08:04 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Clinton í basli með ásýnd sína Fátt virðist þó geta komið í veg fyrir að Hillary Clinton verði fyrst kvenkyns forseti Bandaríkjanna. 23. október 2016 12:00
Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31
Fátt kemur í veg fyrir sigur Clinton Donald Trump hefur ekki getað nýtt sér þrennar sjónvarpskappræður til að bæta stöðu sína. Bilið á milli hans og Hillary Clinton breikkar jafnt og þétt. Kappræðurnar milli forsetaefnanna hafa allar verið hatrammar. Kosið verður 8. nóvember. 22. október 2016 07:00
Síðustu kappræðurnar: Stóryrði fengu að fjúka Þriðju og síðustu sjónvarpskappræðurnar fyrir forsetakjör í Bandaríkjunum fóru fram í nótt. 20. október 2016 08:04
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“