Geir: Engin ákvörðun um framtíð Róberts og Vignis Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. október 2016 14:30 Vignir, Geir og Róbert. Samsett mynd/Vísir Hvorki Róbert Gunnarsson né Vignir Svavarsson voru valdir í íslenska landsliðið í handbolta sem mætir Tékklandi og Úkraínu í fyrstu leikjum sínum í undankeppni EM 2018. Leikirnir fara fram í byrjun næsta mánaðar en auk þeirra Róberts og Vignis eru hvorki Alexander Petersson og Snorri Steinn Guðjónsson sem hafa báðir ákveðið að hætta að spila með landsliðinu. Allir fjórir hafa verið fastamenn í íslenska landsliðinu undanfarin ár og þó svo að það hafi verið ákvörðun Alexanders og Snorra að hætta nú er ekkert sem gefur til kynna að hálfu Geirs að þeir Vignir og Róbert eigi ekki afturkvæmt í landsliðið. „Þetta er engin yfirlýsing af minni hálfu,“ sagði Geir í samtali við Vísi í dag. „Þetta tengist bara því verkefni sem við erum að fara í núna.“ Geir ákvað að velja Arnar Frey Arnarsson, sem hefur spilað vel með Kristianstad í Svíþjóð, en hann er línumaður og sterkur varnarmaður þar að auki. „Það mætti segja að Arnar sé að koma inn fyrir Vigni og þá stóð valið á milli Róberts og Kára Kristjáns. Ef við miðum við leikina gegn Portúgal í sumar má segja að Kári hafði vinninginn í því vali.“Geir á blaðamannafundi með Róberti.Vísir/StefánEn Geir tekur fram að Róbert og Vignir komi enn til greina í landsliðið. „Alls ekki. Þetta snýst meira um að prófa eitthvað annað. Ég hef verið að fylgjast með þeim eins og öðrum og hef verið í góðu sambandi við báða leikmenn. Ég hringdi í þá til að greina þeim frá þessari ákvörðun og sagði þeim jafnframt að það væri engin ákvörðun um framtíðina sem lægi fyrir.“Reyndi ekki að telja Snorra hughvarf Snorri Steinn Guðjónsson hefur verið í stóru hlutverki í landsliðinu síðasta einn og hálfa áratuginn og segir Geir að hann sjái ávallt á eftir góðum mönnum. „Snorri er frábær leikmaður sem er að spila vel í Frakklandi. Hann er hokinn af reynslu og kann þetta allt frá a til ö. Við höfum verið í góðu sambandi reglulega í sumar og annað slagið tekið almenna umræðu um þessi mál,“ segir Geir. „Það var síðast um helgina sem við ræddum þetta og það leiddi til þessarar niðurstöðu. Ég virði hans ákvörðun og reyndi ekki að telja honum hughvarf. Ef ég skynja að menn eru ákveðnir í sinni afstöðu þá leggst ég ekki þungt á þá um að skipta um skoðun.“Snorri Steinn Guðjónsson.Vísir/Anton„Það var svipað með Alexander í sumar. Ég skynjaði þetta og bar virðingu fyrir hans ákvörðun,“ segir Geir enn fremur. „Mikið af þessum drengjum sem hafa verið að bera upp íslenska landsliðið síðustu ár hafa verið að velta þessum málum fyrir sér. Ólympíuleikarnir í Ríó í sumar átti að vera ákveðinn lokapunktur fyrir marga þeirra en Ísland komst ekki þangað. Því er þetta ef til vill að koma frekar í ljós nú.“Lítill tími til undirbúnings Geir segir mikilvægt að leyfa nýjum landsliðskjarna að myndast á náttúrulegum forsendum og að gera ekki stórar breytingar á landsliðshópnum hverju sinni, enda eru margir af lykilmönnum síðustu ára enn í landsliðinu. „Nú eigum við fram undan mikilvæga leiki eins og allir leikir eru í undankeppninni. Það er áhyggjuefni hversu lítinn tíma við höfum til að undirbúa okkur saman en líklega verða það ekki meira en tveir dagar. Það er því mikilvægt að gera ekki of stórtækar breytingar á landsliðinu og vonandi tekst okkur að stilla okkur rétt inn á verkefnið.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Sjá meira
Hvorki Róbert Gunnarsson né Vignir Svavarsson voru valdir í íslenska landsliðið í handbolta sem mætir Tékklandi og Úkraínu í fyrstu leikjum sínum í undankeppni EM 2018. Leikirnir fara fram í byrjun næsta mánaðar en auk þeirra Róberts og Vignis eru hvorki Alexander Petersson og Snorri Steinn Guðjónsson sem hafa báðir ákveðið að hætta að spila með landsliðinu. Allir fjórir hafa verið fastamenn í íslenska landsliðinu undanfarin ár og þó svo að það hafi verið ákvörðun Alexanders og Snorra að hætta nú er ekkert sem gefur til kynna að hálfu Geirs að þeir Vignir og Róbert eigi ekki afturkvæmt í landsliðið. „Þetta er engin yfirlýsing af minni hálfu,“ sagði Geir í samtali við Vísi í dag. „Þetta tengist bara því verkefni sem við erum að fara í núna.“ Geir ákvað að velja Arnar Frey Arnarsson, sem hefur spilað vel með Kristianstad í Svíþjóð, en hann er línumaður og sterkur varnarmaður þar að auki. „Það mætti segja að Arnar sé að koma inn fyrir Vigni og þá stóð valið á milli Róberts og Kára Kristjáns. Ef við miðum við leikina gegn Portúgal í sumar má segja að Kári hafði vinninginn í því vali.“Geir á blaðamannafundi með Róberti.Vísir/StefánEn Geir tekur fram að Róbert og Vignir komi enn til greina í landsliðið. „Alls ekki. Þetta snýst meira um að prófa eitthvað annað. Ég hef verið að fylgjast með þeim eins og öðrum og hef verið í góðu sambandi við báða leikmenn. Ég hringdi í þá til að greina þeim frá þessari ákvörðun og sagði þeim jafnframt að það væri engin ákvörðun um framtíðina sem lægi fyrir.“Reyndi ekki að telja Snorra hughvarf Snorri Steinn Guðjónsson hefur verið í stóru hlutverki í landsliðinu síðasta einn og hálfa áratuginn og segir Geir að hann sjái ávallt á eftir góðum mönnum. „Snorri er frábær leikmaður sem er að spila vel í Frakklandi. Hann er hokinn af reynslu og kann þetta allt frá a til ö. Við höfum verið í góðu sambandi reglulega í sumar og annað slagið tekið almenna umræðu um þessi mál,“ segir Geir. „Það var síðast um helgina sem við ræddum þetta og það leiddi til þessarar niðurstöðu. Ég virði hans ákvörðun og reyndi ekki að telja honum hughvarf. Ef ég skynja að menn eru ákveðnir í sinni afstöðu þá leggst ég ekki þungt á þá um að skipta um skoðun.“Snorri Steinn Guðjónsson.Vísir/Anton„Það var svipað með Alexander í sumar. Ég skynjaði þetta og bar virðingu fyrir hans ákvörðun,“ segir Geir enn fremur. „Mikið af þessum drengjum sem hafa verið að bera upp íslenska landsliðið síðustu ár hafa verið að velta þessum málum fyrir sér. Ólympíuleikarnir í Ríó í sumar átti að vera ákveðinn lokapunktur fyrir marga þeirra en Ísland komst ekki þangað. Því er þetta ef til vill að koma frekar í ljós nú.“Lítill tími til undirbúnings Geir segir mikilvægt að leyfa nýjum landsliðskjarna að myndast á náttúrulegum forsendum og að gera ekki stórar breytingar á landsliðshópnum hverju sinni, enda eru margir af lykilmönnum síðustu ára enn í landsliðinu. „Nú eigum við fram undan mikilvæga leiki eins og allir leikir eru í undankeppninni. Það er áhyggjuefni hversu lítinn tíma við höfum til að undirbúa okkur saman en líklega verða það ekki meira en tveir dagar. Það er því mikilvægt að gera ekki of stórtækar breytingar á landsliðinu og vonandi tekst okkur að stilla okkur rétt inn á verkefnið.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Sjá meira