
Í Hlíðarfjalli á Akureyri var hins vegar engan snjó að sjá í morgun og í raun nokkuð sumarlegt. Opnað var í Hlíðarfjalli fyrstu vikuna í desember í fyrra og um svipað leyti, eða 11. desember, var opnað í Bláfjöllum.
Senn líður að því að nagladekkjum fer að fjölga á götum og vegum landsins en þau má nota frá 1. nóvember til 14. apríl þótt mælt sé gegn notkun nagladekkja nema brýna nauðsyn krefur.