Hvernig má nýta betur fé til að byggja upp heilbrigðisþjónustuna? Sigrún Gunnarsdóttir skrifar 25. október 2016 00:00 Auka þarf framlög til heilbrigðisþjónustu og um leið þarf að nýta betur það fé sem þegar er varið til þjónustunnar. Tækifæri eru til að gera skýrari samninga um þjónustu sem ríkið kaupir af stofnunum og sérfræðingum og tryggja hagkvæmari nýtingu fjár. Nýleg dæmi um verulega háar upphæðir sem dregnar eru út úr rekstri heilbrigðisfyrirtækja eru sláandi og kalla á viðbrögð heilbrigðisyfirvalda. Björt framtíð leggur áherslu á ábyrga ákvarðanatöku byggða á vandaðri áætlanagerð. Auka þarf eftirlit með ákveðnum þáttum þjónustunnar varðandi meðferð fjár og um hugsanlega ofnýtingu ákveðinnar heilbrigðisþjónustu samanber nýlegar fréttir og áætlun landlæknis um rannsókn á fjölda ákveðinna læknisaðgerða hér á landi miðað við önnur lönd. Björt framtíð telur brýnt að heilbrigðisþjónusta fylgi bestu leiðbeiningum og þekkingu og flokkurinn leggst eindregið gegn því að heilbrigðisþjónusta sé rekin í gróðaskyni.Þverfagleg samvinna Björt framtíð leggur áherslu á að haldið verið áfram uppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Mikilvægur hluti uppbyggingar sjúkrahússins er stuðningur við starfsumhverfi og aðbúnað starfsfólks. Stærsti kostnaðarliður heilbrigðisstofnana er laun starfsfólks. Mikivægt er að tryggja fullnægjandi mannafla þjónustunnar, nýta sérþekkingu hverrar starfstéttar á markvissan hátt, draga úr kostnaði vegna yfirvinnu og standa vörð um heilsu, starfsgetu og starfsánægju allra starfsmanna. Árangursrík mannauðsstjórnun er mikilvægur liður í hagkvæmum rekstri heilbrigðisþjónustunnar. Með því að efla enn frekar þverfaglega samvinnu heilbrigðisstétta og endurskoða skipulag í takt við þróun þekkingar og sérhæfingu heilbrigðisstétta má auka starfsánægju, bæta gæði þjónustunnar og stuðla þar með að hagkvæmri nýtingu fjár.Fjölbreytt þjónusta heilsugæslu Um land allt blasir við að bæta þarf aðgengi einstaklinga að þverfaglegri heilsugæsluþjónustu. Með því að nýta betur þekkingu heilbrigðisstétta má bæta aðgengi og jafnvel stuðla að markvissari þjónustu t.d. varðandi sálræna þjónustu, stoðkerfisvanda, hreyfingu og heilnæma næringu. Fjarheilbrigðisþjónusta getur verið mjög hagkvæm viðbót við heilsugæsluþjónustu, bætt aðgengi og aukið öryggi íbúanna. Bætt aðgengi að heilsugæslu og heimaþjónustu kemur í veg fyrir að einstaklingar þurfi að leita dýrari úrræða. Til dæmis getur heimaþjónusta og endurhæfing aldraða eflt lífsgæði og dregið úr þörf fyrir þjónustu á hjúkrunarheimili.Forvarnir og snemmtæk íhlutun Með því að efla forvarnir t.d. í tengslum við lífsstílssjúkdóma má draga úr kostnaði heilbrigðisþjónustunnar og úr kostnaði einstaklinga t.d. vegna lyfjanotkunar og langvarandi heilsufarsvanda. Aukning sjúkdóma sem rekja má til lífsstíls, svo sem vegna mataræðis og hreyfingarleysis, getur haft í för með sér gríðarlegan kostnað fyrir heilbrigðiskerfið og einstaklingana sjálfa. Mjög brýnt er að efla forvarnir og snemmtæka íhlutun og þannig draga úr þörf fyrir flókin úrræði og dýr lyf. Í Lyfjastefnu til ársins 2020 er m.a. fjallað um mikilvægi forvarna sem lið í því að minnka lyfjanotkun. Þar segir orðrétt: „Sem dæmi má nefna að ef tækist að fækka sjúklingum með sykursýki II um 10% (þ.e. um 1.500 sjúklinga) með hreyfingu og breyttu mataræði myndi beinn kostnaður lækka um 750 millj. kr. á ári. Svipuð dæmi er hægt að nefna um aðra sjúkdóma, s.s. hjarta- og æðasjúkdóma, offitu og þunglyndi. Á sama hátt er mikilvægt að draga úr tíðni stoðkerfisvanda og með því draga úr líkum á minnkaðri starfsgetu til hagsbóta fyrir einstaklingana og samfélagið allt.Hvaðan getur féð komið? Sanngjarnt gjald fyrir aðgang að auðlindum landsins þarf að renna í auknum mæli til þjóðarinnar og þar með til að mæta þörf hennar fyrir uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar. Hér er einkum átt við auðlindir sjávar, orku jarðarinnar og náttúruperlur landsins. Bætt skattheimta og eftirlit dregur úr skattaundanskotum sem nema hér á landi verulegum upphæðum sem nýtast munu til uppbyggingar heilbrigðisþjónustunnar. Björt framtíð leggur áherslu á heildræna nálgun og betri samþættingu heilbrigðisþjónustunnar. Þannig má auka skilvirkni og draga úr sóun. Vísbendingar eru um víða séu tækifæri til að einfalda skipulag heilbrigðisþjónustunnar og ná fram aukinni hagræðingu. Höfundur er hjúkrunarfræðingur með doktorspróf í stjórnun og skipulagi heilbrigðisþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Göngum í takt Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Auka þarf framlög til heilbrigðisþjónustu og um leið þarf að nýta betur það fé sem þegar er varið til þjónustunnar. Tækifæri eru til að gera skýrari samninga um þjónustu sem ríkið kaupir af stofnunum og sérfræðingum og tryggja hagkvæmari nýtingu fjár. Nýleg dæmi um verulega háar upphæðir sem dregnar eru út úr rekstri heilbrigðisfyrirtækja eru sláandi og kalla á viðbrögð heilbrigðisyfirvalda. Björt framtíð leggur áherslu á ábyrga ákvarðanatöku byggða á vandaðri áætlanagerð. Auka þarf eftirlit með ákveðnum þáttum þjónustunnar varðandi meðferð fjár og um hugsanlega ofnýtingu ákveðinnar heilbrigðisþjónustu samanber nýlegar fréttir og áætlun landlæknis um rannsókn á fjölda ákveðinna læknisaðgerða hér á landi miðað við önnur lönd. Björt framtíð telur brýnt að heilbrigðisþjónusta fylgi bestu leiðbeiningum og þekkingu og flokkurinn leggst eindregið gegn því að heilbrigðisþjónusta sé rekin í gróðaskyni.Þverfagleg samvinna Björt framtíð leggur áherslu á að haldið verið áfram uppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Mikilvægur hluti uppbyggingar sjúkrahússins er stuðningur við starfsumhverfi og aðbúnað starfsfólks. Stærsti kostnaðarliður heilbrigðisstofnana er laun starfsfólks. Mikivægt er að tryggja fullnægjandi mannafla þjónustunnar, nýta sérþekkingu hverrar starfstéttar á markvissan hátt, draga úr kostnaði vegna yfirvinnu og standa vörð um heilsu, starfsgetu og starfsánægju allra starfsmanna. Árangursrík mannauðsstjórnun er mikilvægur liður í hagkvæmum rekstri heilbrigðisþjónustunnar. Með því að efla enn frekar þverfaglega samvinnu heilbrigðisstétta og endurskoða skipulag í takt við þróun þekkingar og sérhæfingu heilbrigðisstétta má auka starfsánægju, bæta gæði þjónustunnar og stuðla þar með að hagkvæmri nýtingu fjár.Fjölbreytt þjónusta heilsugæslu Um land allt blasir við að bæta þarf aðgengi einstaklinga að þverfaglegri heilsugæsluþjónustu. Með því að nýta betur þekkingu heilbrigðisstétta má bæta aðgengi og jafnvel stuðla að markvissari þjónustu t.d. varðandi sálræna þjónustu, stoðkerfisvanda, hreyfingu og heilnæma næringu. Fjarheilbrigðisþjónusta getur verið mjög hagkvæm viðbót við heilsugæsluþjónustu, bætt aðgengi og aukið öryggi íbúanna. Bætt aðgengi að heilsugæslu og heimaþjónustu kemur í veg fyrir að einstaklingar þurfi að leita dýrari úrræða. Til dæmis getur heimaþjónusta og endurhæfing aldraða eflt lífsgæði og dregið úr þörf fyrir þjónustu á hjúkrunarheimili.Forvarnir og snemmtæk íhlutun Með því að efla forvarnir t.d. í tengslum við lífsstílssjúkdóma má draga úr kostnaði heilbrigðisþjónustunnar og úr kostnaði einstaklinga t.d. vegna lyfjanotkunar og langvarandi heilsufarsvanda. Aukning sjúkdóma sem rekja má til lífsstíls, svo sem vegna mataræðis og hreyfingarleysis, getur haft í för með sér gríðarlegan kostnað fyrir heilbrigðiskerfið og einstaklingana sjálfa. Mjög brýnt er að efla forvarnir og snemmtæka íhlutun og þannig draga úr þörf fyrir flókin úrræði og dýr lyf. Í Lyfjastefnu til ársins 2020 er m.a. fjallað um mikilvægi forvarna sem lið í því að minnka lyfjanotkun. Þar segir orðrétt: „Sem dæmi má nefna að ef tækist að fækka sjúklingum með sykursýki II um 10% (þ.e. um 1.500 sjúklinga) með hreyfingu og breyttu mataræði myndi beinn kostnaður lækka um 750 millj. kr. á ári. Svipuð dæmi er hægt að nefna um aðra sjúkdóma, s.s. hjarta- og æðasjúkdóma, offitu og þunglyndi. Á sama hátt er mikilvægt að draga úr tíðni stoðkerfisvanda og með því draga úr líkum á minnkaðri starfsgetu til hagsbóta fyrir einstaklingana og samfélagið allt.Hvaðan getur féð komið? Sanngjarnt gjald fyrir aðgang að auðlindum landsins þarf að renna í auknum mæli til þjóðarinnar og þar með til að mæta þörf hennar fyrir uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar. Hér er einkum átt við auðlindir sjávar, orku jarðarinnar og náttúruperlur landsins. Bætt skattheimta og eftirlit dregur úr skattaundanskotum sem nema hér á landi verulegum upphæðum sem nýtast munu til uppbyggingar heilbrigðisþjónustunnar. Björt framtíð leggur áherslu á heildræna nálgun og betri samþættingu heilbrigðisþjónustunnar. Þannig má auka skilvirkni og draga úr sóun. Vísbendingar eru um víða séu tækifæri til að einfalda skipulag heilbrigðisþjónustunnar og ná fram aukinni hagræðingu. Höfundur er hjúkrunarfræðingur með doktorspróf í stjórnun og skipulagi heilbrigðisþjónustunnar.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun