Að jafna kjör unga fólksins Gísli Garðarsson skrifar 25. október 2016 14:06 Í komandi kosningum verður m.a. kosið um málefni ungs fólks. Við Vinstri græn leggjum mikla áherslu á þau mál, m.a. að tryggja ungu fólki raunverulega valkosti á húsnæðismarkaði með uppbyggingu leighúsnæðis, hækkun húsnæðisbóta og að tryggja lántökumöguleika fyrir alla tekjuhópa. Slíkar breytingar myndu einnig gagnast öðrum tekjulágum hópum. Við viljum að auki svara kalli ungs fólks um átak í geðheilbrigðismálum með kostnaðarþátttökulausri og öflugri geðheilbrigðisþjónustu – en það mun líka bæta lífskjör fólks með geðrænan vanda óháð aldri. Styttri vinnuvika, lengra fæðingarorlof, fjölbreyttir framhaldsskólar og öflugri félagslegur námslánasjóður eru allt baráttumál Vinstri grænna sem munu gagnast ungu fólki en á sama tíma munu þau gagnast samfélaginu í víðu samhengi. Hvar sem okkur ber niður á hinu pólitíska litrófi í dag er í tísku að ræða mikilvægi þess að stjórnmálin takist á við málefni ungs fólks. En hvað nákvæmlega er það sem við eigum við með því þegar við tölum um málefni ungs fólks? Málefni ungs fólks eru málefni samfélagsins alls. Ungt fólk er ekki einsleitur samfélagshópur með sameiginlega heimssýn, sameiginlegan pólitískan vilja og fulltrúa. Ungt fólk er nefnilega fyrst og fremst fólk og sem slíkt tilheyrir það ólíkum samfélagshópum: kynjum, kynþáttum, kynhneigðum, stéttum, trúfélögum og svona mætti lengi telja. Við höfum undir höndunum gögn sem sýna okkur svart á hvítu að ungt fólk sé að dragast aftur úr á mörgum sviðum, bæði hér heima og á heimsvísu. Ungt fólk hefur setið eftir í almennri tekju- og kaupmáttaraukningu síðustu áratuga að slíku marki að mín kynslóð hefur úr minna að moða en sama kynslóð fyrir þrjátíu árum síðan. Baráttan fyrir því að jafna kjör ungs fólks á við eldri samfélagshópa verður ekki slitin úr samhengi við almenna baráttu fyrir félagslegu réttlæti og jöfnuði. Batnandi kjör tiltekinna hópa auka félagslegan jöfnuð í samfélaginu almennt. Stéttabaráttan og kvenfrelsisbaráttan eru greinar af þessum meiði og barátta hópa sem eru félagslega undirskipaðir í samfélaginu tengjast órjúfanlegum böndum. Í kosningunum fellur það í okkar hlut að velja hvaða stefnu við sem samfélag viljum taka á komandi misserum. Framtíð samfélagsins til lengri tíma litið ræðst hins vegar af því að ungt fólk vilji búa hér og starfa. Til þess að svo megi verða verðum við að jafna kjör þess og tækifæri á við aðra samfélagshópa. Ég býð mig fram til þeirra starfa fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð, sem ég tel að skilji raunverulega samhengið milli kjarabaráttu ólíkra samfélagshópa og mikilvægi almennrar kjarajöfunar. Hverjum treystir þú? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í komandi kosningum verður m.a. kosið um málefni ungs fólks. Við Vinstri græn leggjum mikla áherslu á þau mál, m.a. að tryggja ungu fólki raunverulega valkosti á húsnæðismarkaði með uppbyggingu leighúsnæðis, hækkun húsnæðisbóta og að tryggja lántökumöguleika fyrir alla tekjuhópa. Slíkar breytingar myndu einnig gagnast öðrum tekjulágum hópum. Við viljum að auki svara kalli ungs fólks um átak í geðheilbrigðismálum með kostnaðarþátttökulausri og öflugri geðheilbrigðisþjónustu – en það mun líka bæta lífskjör fólks með geðrænan vanda óháð aldri. Styttri vinnuvika, lengra fæðingarorlof, fjölbreyttir framhaldsskólar og öflugri félagslegur námslánasjóður eru allt baráttumál Vinstri grænna sem munu gagnast ungu fólki en á sama tíma munu þau gagnast samfélaginu í víðu samhengi. Hvar sem okkur ber niður á hinu pólitíska litrófi í dag er í tísku að ræða mikilvægi þess að stjórnmálin takist á við málefni ungs fólks. En hvað nákvæmlega er það sem við eigum við með því þegar við tölum um málefni ungs fólks? Málefni ungs fólks eru málefni samfélagsins alls. Ungt fólk er ekki einsleitur samfélagshópur með sameiginlega heimssýn, sameiginlegan pólitískan vilja og fulltrúa. Ungt fólk er nefnilega fyrst og fremst fólk og sem slíkt tilheyrir það ólíkum samfélagshópum: kynjum, kynþáttum, kynhneigðum, stéttum, trúfélögum og svona mætti lengi telja. Við höfum undir höndunum gögn sem sýna okkur svart á hvítu að ungt fólk sé að dragast aftur úr á mörgum sviðum, bæði hér heima og á heimsvísu. Ungt fólk hefur setið eftir í almennri tekju- og kaupmáttaraukningu síðustu áratuga að slíku marki að mín kynslóð hefur úr minna að moða en sama kynslóð fyrir þrjátíu árum síðan. Baráttan fyrir því að jafna kjör ungs fólks á við eldri samfélagshópa verður ekki slitin úr samhengi við almenna baráttu fyrir félagslegu réttlæti og jöfnuði. Batnandi kjör tiltekinna hópa auka félagslegan jöfnuð í samfélaginu almennt. Stéttabaráttan og kvenfrelsisbaráttan eru greinar af þessum meiði og barátta hópa sem eru félagslega undirskipaðir í samfélaginu tengjast órjúfanlegum böndum. Í kosningunum fellur það í okkar hlut að velja hvaða stefnu við sem samfélag viljum taka á komandi misserum. Framtíð samfélagsins til lengri tíma litið ræðst hins vegar af því að ungt fólk vilji búa hér og starfa. Til þess að svo megi verða verðum við að jafna kjör þess og tækifæri á við aðra samfélagshópa. Ég býð mig fram til þeirra starfa fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð, sem ég tel að skilji raunverulega samhengið milli kjarabaráttu ólíkra samfélagshópa og mikilvægi almennrar kjarajöfunar. Hverjum treystir þú?
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun