Stórsókn í menntamálum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 26. október 2016 07:00 Stjórnmálamenn klifa gjarnan á því að menntun sé mikilvæg og brýnt sé að hlúa að henni. Fjárfesting til framtíðar, er sagt, eins og eina ástæða þess að mennta fólk eigi að vera sú að það skili arði en ekki af því að það sé rétt, en látum það vera, það er sama hvaðan gott kemur. Skólakerfið hefur hins vegar verið afskipt hjá núverandi stjórnarflokkum þegar kemur að fjárveitingum, sem sýnir raunverulegan hug þeirra til málaflokksins. Stærsta vandamálið sem við stöndum frammi fyrir, þegar kemur að skólakerfinu, er að ef ekkert verður að gert er fyrirsjáanlegt að við stöndum frammi fyrir miklum skorti á kennurum. Ef fram heldur sem horfir verða kennarar með réttindi í grunnskólum um 22% færri árið 2031 en þeir eru í dag. Á sama tíma mun nemendum hafa fjölgað um 15%. Þetta er grafalvarlegt mál, ekki síst í því ljósi að nýnemum í kennaranámi hefur fækkað um 60% frá árinu 2008. Einhliða breytingar menntamálaráðherra á framhaldsskólanum hafa gert það að verkum að nú er búið að steypa alla í eitt og sama ríkismótið. Flokkur frelsisins hefur gefið þá fyrirskipun að allir framhaldsskólanemar skuli klára nám sitt á þremur árum og fólk yfir 25 ára aldri eigi ekkert erindi í framhaldsskóla. Og þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar um bestu háskólana er staðreyndin sú að framlög til háskólanna, miðað við hvern nemanda, eru lægri hér en í öllum löndum sem við berum okkur saman við. Ríkisstjórnin ætlar reyndar að bæta úr því, en þó ekki með þeirri aðferð að fjölga þeim krónum sem fara í háskólann, heldur fækka nemendunum. Við þurfum stórsókn í menntamálum og Vinstri græn telja það forgangsmál. Við viljum setja sjö milljarða í skólakerfið og stuðla að því að kennarastarfið verði fýsilegur kostur. Það þarf að gera með því að tryggja starfskjör, en einnig með því að efla faglegt sjálfstæði kennara og leggja áherslu á skólaþróun. Menntun er mikilvæg, ekki bara rétt fyrir kosningar. Það vitum við í Vinstri grænum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmálamenn klifa gjarnan á því að menntun sé mikilvæg og brýnt sé að hlúa að henni. Fjárfesting til framtíðar, er sagt, eins og eina ástæða þess að mennta fólk eigi að vera sú að það skili arði en ekki af því að það sé rétt, en látum það vera, það er sama hvaðan gott kemur. Skólakerfið hefur hins vegar verið afskipt hjá núverandi stjórnarflokkum þegar kemur að fjárveitingum, sem sýnir raunverulegan hug þeirra til málaflokksins. Stærsta vandamálið sem við stöndum frammi fyrir, þegar kemur að skólakerfinu, er að ef ekkert verður að gert er fyrirsjáanlegt að við stöndum frammi fyrir miklum skorti á kennurum. Ef fram heldur sem horfir verða kennarar með réttindi í grunnskólum um 22% færri árið 2031 en þeir eru í dag. Á sama tíma mun nemendum hafa fjölgað um 15%. Þetta er grafalvarlegt mál, ekki síst í því ljósi að nýnemum í kennaranámi hefur fækkað um 60% frá árinu 2008. Einhliða breytingar menntamálaráðherra á framhaldsskólanum hafa gert það að verkum að nú er búið að steypa alla í eitt og sama ríkismótið. Flokkur frelsisins hefur gefið þá fyrirskipun að allir framhaldsskólanemar skuli klára nám sitt á þremur árum og fólk yfir 25 ára aldri eigi ekkert erindi í framhaldsskóla. Og þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar um bestu háskólana er staðreyndin sú að framlög til háskólanna, miðað við hvern nemanda, eru lægri hér en í öllum löndum sem við berum okkur saman við. Ríkisstjórnin ætlar reyndar að bæta úr því, en þó ekki með þeirri aðferð að fjölga þeim krónum sem fara í háskólann, heldur fækka nemendunum. Við þurfum stórsókn í menntamálum og Vinstri græn telja það forgangsmál. Við viljum setja sjö milljarða í skólakerfið og stuðla að því að kennarastarfið verði fýsilegur kostur. Það þarf að gera með því að tryggja starfskjör, en einnig með því að efla faglegt sjálfstæði kennara og leggja áherslu á skólaþróun. Menntun er mikilvæg, ekki bara rétt fyrir kosningar. Það vitum við í Vinstri grænum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun