Einn farþegi enn á gjörgæslu eftir rútuslysið á Þingvallavegi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. október 2016 11:17 Einn sjúklingur liggur enn á gjörgæslu Landspítala eftir rútuslys á Þingvallavegi í gær. Sautján manns voru fluttir á Landspítalann í kjölfar slyssins, þar af voru tveir fluttir á gjörgæslu. Tíu voru útskrifaðir í gær og fimm lögðust inn á almenna deild. Alls voru 42 farþegar í rútunni, flestir þeirra kínverskir ferðamenn, þegar hún valt upp úr klukkan tíu í gærmorgun við Skálafellsafleggjara á Þingvallavegi. Þingvallaveg var lokað í um fimm tíma vegna slyssins og voru aðrir farþegar fluttir í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Mosfellsbæ. Samkvæmt heimildum fréttastofu var rútan á sumardekkjum. Rútan var á vegum hópbílafyrirtækisins Skagaverks. en Gunnar Þór Gunnarsson, forsvarsmaður fyrirtækisins, sagði að rútan hafi verið á góðum dekkjum, þó ekki nagladekkjum.Sjá einnig:Rútuslys á Þingvallavegi Viðbragðsáætlun almannavarna var virkjuð vegna slyssins og mikill fjöldi sjúkrabíla, lögreglubíla, tækjabíla slökkviliðs og björgunarsveitafólk sent á vettvang. Landspítalinn virkjaði gult viðbúnaðarstig vegna slyssins. „Þegar viðbúnaðarstig er virkjað þá þýðir það að spítalinn er leggur frá sér önnur störf eftir því sem þurfa þykir og einbeitir sér að þeim alvarlega atburði sem orðið hefur. Í þessu tilfelli var það þannig. Það voru mest fjörutíu manns hér að vinna á bráðadeildinni við að sinna þeim sem komu hingað,“ sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í samtali við fréttastofu í gær. Þá bað blóðbankinn vana blóðgjafa í O mínus og O plús að koma og gefa blóð í gær vegna slyssins, og náði að anna þörf spítalans fyrir blóðgjafir.Frétt kvöldfrétta Stöðvar 2 um slysið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Rútuslys á Þingvallavegi Nokkrir tugir farþega voru í rútunni. 25. október 2016 10:37 Fjöldi slasaðra: Gera ráð fyrir að nýta 10 bíla til sjúkraflutninga Klippa hefur þurft 2 úr flaki rútunnar. 25. október 2016 11:34 Fimm til sjö manns alvarlega slasaðir eftir rútuslysið Fimm til sjö manns eru alvarlega slasaðir eftir rútuslys sem varð skömmu eftir klukkan 10 í morgun á Þingvallavegi við Skálafellsafleggjarann. 25. október 2016 12:05 Annað rútuslys á Suðurlandsvegi í morgun Rúta með þrjátíu til fjörutíu farþega innanborðs fór útaf veginum nærri Hellisheiðarvirkjun. 25. október 2016 11:39 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Sjá meira
Einn sjúklingur liggur enn á gjörgæslu Landspítala eftir rútuslys á Þingvallavegi í gær. Sautján manns voru fluttir á Landspítalann í kjölfar slyssins, þar af voru tveir fluttir á gjörgæslu. Tíu voru útskrifaðir í gær og fimm lögðust inn á almenna deild. Alls voru 42 farþegar í rútunni, flestir þeirra kínverskir ferðamenn, þegar hún valt upp úr klukkan tíu í gærmorgun við Skálafellsafleggjara á Þingvallavegi. Þingvallaveg var lokað í um fimm tíma vegna slyssins og voru aðrir farþegar fluttir í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Mosfellsbæ. Samkvæmt heimildum fréttastofu var rútan á sumardekkjum. Rútan var á vegum hópbílafyrirtækisins Skagaverks. en Gunnar Þór Gunnarsson, forsvarsmaður fyrirtækisins, sagði að rútan hafi verið á góðum dekkjum, þó ekki nagladekkjum.Sjá einnig:Rútuslys á Þingvallavegi Viðbragðsáætlun almannavarna var virkjuð vegna slyssins og mikill fjöldi sjúkrabíla, lögreglubíla, tækjabíla slökkviliðs og björgunarsveitafólk sent á vettvang. Landspítalinn virkjaði gult viðbúnaðarstig vegna slyssins. „Þegar viðbúnaðarstig er virkjað þá þýðir það að spítalinn er leggur frá sér önnur störf eftir því sem þurfa þykir og einbeitir sér að þeim alvarlega atburði sem orðið hefur. Í þessu tilfelli var það þannig. Það voru mest fjörutíu manns hér að vinna á bráðadeildinni við að sinna þeim sem komu hingað,“ sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í samtali við fréttastofu í gær. Þá bað blóðbankinn vana blóðgjafa í O mínus og O plús að koma og gefa blóð í gær vegna slyssins, og náði að anna þörf spítalans fyrir blóðgjafir.Frétt kvöldfrétta Stöðvar 2 um slysið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Rútuslys á Þingvallavegi Nokkrir tugir farþega voru í rútunni. 25. október 2016 10:37 Fjöldi slasaðra: Gera ráð fyrir að nýta 10 bíla til sjúkraflutninga Klippa hefur þurft 2 úr flaki rútunnar. 25. október 2016 11:34 Fimm til sjö manns alvarlega slasaðir eftir rútuslysið Fimm til sjö manns eru alvarlega slasaðir eftir rútuslys sem varð skömmu eftir klukkan 10 í morgun á Þingvallavegi við Skálafellsafleggjarann. 25. október 2016 12:05 Annað rútuslys á Suðurlandsvegi í morgun Rúta með þrjátíu til fjörutíu farþega innanborðs fór útaf veginum nærri Hellisheiðarvirkjun. 25. október 2016 11:39 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Sjá meira
Fjöldi slasaðra: Gera ráð fyrir að nýta 10 bíla til sjúkraflutninga Klippa hefur þurft 2 úr flaki rútunnar. 25. október 2016 11:34
Fimm til sjö manns alvarlega slasaðir eftir rútuslysið Fimm til sjö manns eru alvarlega slasaðir eftir rútuslys sem varð skömmu eftir klukkan 10 í morgun á Þingvallavegi við Skálafellsafleggjarann. 25. október 2016 12:05
Annað rútuslys á Suðurlandsvegi í morgun Rúta með þrjátíu til fjörutíu farþega innanborðs fór útaf veginum nærri Hellisheiðarvirkjun. 25. október 2016 11:39
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu