Einn farþegi enn á gjörgæslu eftir rútuslysið á Þingvallavegi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. október 2016 11:17 Einn sjúklingur liggur enn á gjörgæslu Landspítala eftir rútuslys á Þingvallavegi í gær. Sautján manns voru fluttir á Landspítalann í kjölfar slyssins, þar af voru tveir fluttir á gjörgæslu. Tíu voru útskrifaðir í gær og fimm lögðust inn á almenna deild. Alls voru 42 farþegar í rútunni, flestir þeirra kínverskir ferðamenn, þegar hún valt upp úr klukkan tíu í gærmorgun við Skálafellsafleggjara á Þingvallavegi. Þingvallaveg var lokað í um fimm tíma vegna slyssins og voru aðrir farþegar fluttir í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Mosfellsbæ. Samkvæmt heimildum fréttastofu var rútan á sumardekkjum. Rútan var á vegum hópbílafyrirtækisins Skagaverks. en Gunnar Þór Gunnarsson, forsvarsmaður fyrirtækisins, sagði að rútan hafi verið á góðum dekkjum, þó ekki nagladekkjum.Sjá einnig:Rútuslys á Þingvallavegi Viðbragðsáætlun almannavarna var virkjuð vegna slyssins og mikill fjöldi sjúkrabíla, lögreglubíla, tækjabíla slökkviliðs og björgunarsveitafólk sent á vettvang. Landspítalinn virkjaði gult viðbúnaðarstig vegna slyssins. „Þegar viðbúnaðarstig er virkjað þá þýðir það að spítalinn er leggur frá sér önnur störf eftir því sem þurfa þykir og einbeitir sér að þeim alvarlega atburði sem orðið hefur. Í þessu tilfelli var það þannig. Það voru mest fjörutíu manns hér að vinna á bráðadeildinni við að sinna þeim sem komu hingað,“ sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í samtali við fréttastofu í gær. Þá bað blóðbankinn vana blóðgjafa í O mínus og O plús að koma og gefa blóð í gær vegna slyssins, og náði að anna þörf spítalans fyrir blóðgjafir.Frétt kvöldfrétta Stöðvar 2 um slysið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Rútuslys á Þingvallavegi Nokkrir tugir farþega voru í rútunni. 25. október 2016 10:37 Fjöldi slasaðra: Gera ráð fyrir að nýta 10 bíla til sjúkraflutninga Klippa hefur þurft 2 úr flaki rútunnar. 25. október 2016 11:34 Fimm til sjö manns alvarlega slasaðir eftir rútuslysið Fimm til sjö manns eru alvarlega slasaðir eftir rútuslys sem varð skömmu eftir klukkan 10 í morgun á Þingvallavegi við Skálafellsafleggjarann. 25. október 2016 12:05 Annað rútuslys á Suðurlandsvegi í morgun Rúta með þrjátíu til fjörutíu farþega innanborðs fór útaf veginum nærri Hellisheiðarvirkjun. 25. október 2016 11:39 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Einn sjúklingur liggur enn á gjörgæslu Landspítala eftir rútuslys á Þingvallavegi í gær. Sautján manns voru fluttir á Landspítalann í kjölfar slyssins, þar af voru tveir fluttir á gjörgæslu. Tíu voru útskrifaðir í gær og fimm lögðust inn á almenna deild. Alls voru 42 farþegar í rútunni, flestir þeirra kínverskir ferðamenn, þegar hún valt upp úr klukkan tíu í gærmorgun við Skálafellsafleggjara á Þingvallavegi. Þingvallaveg var lokað í um fimm tíma vegna slyssins og voru aðrir farþegar fluttir í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Mosfellsbæ. Samkvæmt heimildum fréttastofu var rútan á sumardekkjum. Rútan var á vegum hópbílafyrirtækisins Skagaverks. en Gunnar Þór Gunnarsson, forsvarsmaður fyrirtækisins, sagði að rútan hafi verið á góðum dekkjum, þó ekki nagladekkjum.Sjá einnig:Rútuslys á Þingvallavegi Viðbragðsáætlun almannavarna var virkjuð vegna slyssins og mikill fjöldi sjúkrabíla, lögreglubíla, tækjabíla slökkviliðs og björgunarsveitafólk sent á vettvang. Landspítalinn virkjaði gult viðbúnaðarstig vegna slyssins. „Þegar viðbúnaðarstig er virkjað þá þýðir það að spítalinn er leggur frá sér önnur störf eftir því sem þurfa þykir og einbeitir sér að þeim alvarlega atburði sem orðið hefur. Í þessu tilfelli var það þannig. Það voru mest fjörutíu manns hér að vinna á bráðadeildinni við að sinna þeim sem komu hingað,“ sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í samtali við fréttastofu í gær. Þá bað blóðbankinn vana blóðgjafa í O mínus og O plús að koma og gefa blóð í gær vegna slyssins, og náði að anna þörf spítalans fyrir blóðgjafir.Frétt kvöldfrétta Stöðvar 2 um slysið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Rútuslys á Þingvallavegi Nokkrir tugir farþega voru í rútunni. 25. október 2016 10:37 Fjöldi slasaðra: Gera ráð fyrir að nýta 10 bíla til sjúkraflutninga Klippa hefur þurft 2 úr flaki rútunnar. 25. október 2016 11:34 Fimm til sjö manns alvarlega slasaðir eftir rútuslysið Fimm til sjö manns eru alvarlega slasaðir eftir rútuslys sem varð skömmu eftir klukkan 10 í morgun á Þingvallavegi við Skálafellsafleggjarann. 25. október 2016 12:05 Annað rútuslys á Suðurlandsvegi í morgun Rúta með þrjátíu til fjörutíu farþega innanborðs fór útaf veginum nærri Hellisheiðarvirkjun. 25. október 2016 11:39 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Fjöldi slasaðra: Gera ráð fyrir að nýta 10 bíla til sjúkraflutninga Klippa hefur þurft 2 úr flaki rútunnar. 25. október 2016 11:34
Fimm til sjö manns alvarlega slasaðir eftir rútuslysið Fimm til sjö manns eru alvarlega slasaðir eftir rútuslys sem varð skömmu eftir klukkan 10 í morgun á Þingvallavegi við Skálafellsafleggjarann. 25. október 2016 12:05
Annað rútuslys á Suðurlandsvegi í morgun Rúta með þrjátíu til fjörutíu farþega innanborðs fór útaf veginum nærri Hellisheiðarvirkjun. 25. október 2016 11:39