Kröfuhafar sleikja útum Þorsteinn Sæmundsson skrifar 26. október 2016 14:40 Eitt helsta baráttumál Framsóknar fyrir þessar kosningar er breytt stefna í vaxtamálum. Ljóst er að núverandi peningastefna er ekki að virka með ofurháum stýrivöxtum sem enginn hagnast á nema fjármagnseigendur. Þar fara fremstir í flokki erlendir fjárfestar sem komið hafa hér fyrir kvikum krónum sem þeir munu fara með úr landi aftur fyrr en varir og um leið og það hentar þeim. Fyrir utan að vera einn mesti dragbítur á heimkomu Íslendinga sem búa erlendis býður hávaxtastefnan upp á að áhættufjárfestar hrúgi inn í landið milljarðatugum til að hagnast á vaxtamismun. Svo vel virkar núverandi vaxtastefna fyrir áhættufjárfesta að þeir sem eiga s.k. aflandskrónur hér kæra sig ekki um að fara vegna þess gróða sem þeir hafa af dvölinni. Þvert á móti hafa þeir enn bætt í. Krónuútboðið í vor var til að losna við um 230 milljarða í krónueignum. Það mistókst af framangreindum ástæðum. Auk þeirrar krónueigna sem hér hafa verið í höftum hafa streymt inn í landið rúmlega 70 milljarðar á síðustu 15 mánuðum. Alþingi þurfti að bregðast við í vor og setja lög um bindiskyldu og bindingu erlendra eigna til að koma í veg fyrir að holskefla erlends fjármagns riði hér yfir. Það er fróðlegt og nauðsynlegt að rifja upp hverjir það eru sem hafa varað ítrekað við þessu ástandi undanfarin tæp fjögur ár. Þingmenn Framsóknar eru þeir einu sem haft hafa uppi gagnrýni á stýrivaxtastefnu Seðlabankans. Þingmenn Framsóknar eru þeir einu sem bent hafa á þann skaða sem hávaxtastefnan veldur fólki og fyrirtækjum í landinu. Framsókn er eini flokkurinn sem nú á sæti á þingi sem hefur baráttuna gegn hávaxtastefnunni í kosningaáherslum sínum. Það er hægt að taka undir með Vilhjálmi Birgissyni verkalýðsforingja þegar hann undrast að enginn svokallaðra félagshyggjuflokka hefur svo mikið sem minnst á vaxtaokrið hvort sem er á Alþingi eða nú í aðdraganda kosninga. Ljóst er að eigendur aflandskróna hugsa sér gott til glóðarinnar nú þegar hætta er á að vinstri stjórn verði mynduð eftir kosningar. Þeir muna þá sæludaga á síðasta kjörtímabili þegar þáverandi stjórnvöld voru titrandi á beinunum gagnvart erlendu valdi. Sem betur fer komst hér á stjórn undir forystu Framsóknarflokksins sem lengst af hafði staðið einn gegn valdi kröfuhafa. Það er því í þágu erlendra kröfuhafa að draga úr áhrifamætti Framsóknar því þeir vita hverjir eru líklegastir til að standa upp í hárinu á þeim og hverjir eru líklegastir til að guggna undan kröfum og hótunum. Ítrekaðar heilsíðuauglýsingar sem eru nánast dónaskapur við lýðveldið Ísland eru upptakturinn að þeirri baráttu sem kröfuhafar eru nú að undirbúa. Það skiptir Ísland öllu máli að flokkur sem stendur í lappirnar gagnvart kröfuhöfum sé sterkur og áhrifamikill í stjórnmálum. Það skiptir því öllu máli að stuðningur við Framsóknarflokkinn í þessum kosningum verði ótvíræður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Eitt helsta baráttumál Framsóknar fyrir þessar kosningar er breytt stefna í vaxtamálum. Ljóst er að núverandi peningastefna er ekki að virka með ofurháum stýrivöxtum sem enginn hagnast á nema fjármagnseigendur. Þar fara fremstir í flokki erlendir fjárfestar sem komið hafa hér fyrir kvikum krónum sem þeir munu fara með úr landi aftur fyrr en varir og um leið og það hentar þeim. Fyrir utan að vera einn mesti dragbítur á heimkomu Íslendinga sem búa erlendis býður hávaxtastefnan upp á að áhættufjárfestar hrúgi inn í landið milljarðatugum til að hagnast á vaxtamismun. Svo vel virkar núverandi vaxtastefna fyrir áhættufjárfesta að þeir sem eiga s.k. aflandskrónur hér kæra sig ekki um að fara vegna þess gróða sem þeir hafa af dvölinni. Þvert á móti hafa þeir enn bætt í. Krónuútboðið í vor var til að losna við um 230 milljarða í krónueignum. Það mistókst af framangreindum ástæðum. Auk þeirrar krónueigna sem hér hafa verið í höftum hafa streymt inn í landið rúmlega 70 milljarðar á síðustu 15 mánuðum. Alþingi þurfti að bregðast við í vor og setja lög um bindiskyldu og bindingu erlendra eigna til að koma í veg fyrir að holskefla erlends fjármagns riði hér yfir. Það er fróðlegt og nauðsynlegt að rifja upp hverjir það eru sem hafa varað ítrekað við þessu ástandi undanfarin tæp fjögur ár. Þingmenn Framsóknar eru þeir einu sem haft hafa uppi gagnrýni á stýrivaxtastefnu Seðlabankans. Þingmenn Framsóknar eru þeir einu sem bent hafa á þann skaða sem hávaxtastefnan veldur fólki og fyrirtækjum í landinu. Framsókn er eini flokkurinn sem nú á sæti á þingi sem hefur baráttuna gegn hávaxtastefnunni í kosningaáherslum sínum. Það er hægt að taka undir með Vilhjálmi Birgissyni verkalýðsforingja þegar hann undrast að enginn svokallaðra félagshyggjuflokka hefur svo mikið sem minnst á vaxtaokrið hvort sem er á Alþingi eða nú í aðdraganda kosninga. Ljóst er að eigendur aflandskróna hugsa sér gott til glóðarinnar nú þegar hætta er á að vinstri stjórn verði mynduð eftir kosningar. Þeir muna þá sæludaga á síðasta kjörtímabili þegar þáverandi stjórnvöld voru titrandi á beinunum gagnvart erlendu valdi. Sem betur fer komst hér á stjórn undir forystu Framsóknarflokksins sem lengst af hafði staðið einn gegn valdi kröfuhafa. Það er því í þágu erlendra kröfuhafa að draga úr áhrifamætti Framsóknar því þeir vita hverjir eru líklegastir til að standa upp í hárinu á þeim og hverjir eru líklegastir til að guggna undan kröfum og hótunum. Ítrekaðar heilsíðuauglýsingar sem eru nánast dónaskapur við lýðveldið Ísland eru upptakturinn að þeirri baráttu sem kröfuhafar eru nú að undirbúa. Það skiptir Ísland öllu máli að flokkur sem stendur í lappirnar gagnvart kröfuhöfum sé sterkur og áhrifamikill í stjórnmálum. Það skiptir því öllu máli að stuðningur við Framsóknarflokkinn í þessum kosningum verði ótvíræður.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun