Gunnar hreifst af frammistöðu Conor Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. október 2016 11:30 Gunnar Nelson og Conor McGregor. vísir/getty Conor McGregor náði að hefna ófaranna gegn Nate Diaz þegar kapparnir mættust á UFC 202 í ágúst í sumar. Diaz hafði unnið McGregor fyrr á þessu ári en Írinn var þá ósigraður á ferli sínum í UFC-bardagadeildinni. McGregor er ein allra skærasta stjarna bardagaíþrótta í dag og fékk því bardaginn mikla athygli, ekki síst þar sem að McGregor hafði lýst því yfir fyrr í sumar að hann væri hættur að berjast þegar hann dvaldi hér á landi. Sjá einnig: Conor segist vera hættur McGregor náði aftur sáttum við UFC og vann Diaz þann 20. ágúst eftir dómaraákvörðun. Gunnar Nelson, æfingafélagi og góðvinur Conor, segir að hann hafi hrifist af frammistöðu McGregor. „Þetta fór eins og ég bjóst við. Hann náði góðri forystu í fyrstu tveimur lotunum en þá fór þreytan að segja til sín,“ sagði Gunnar í samtali við enska dagblaðið Daily Star. „Það hentar Diaz vel. Þegar það fer að hægja á bardaganum þá fer hann í gagn. Hann er vanur því að berjast við slíkar aðstæður.“ Sjá einnig: Conor: Aldo vill ekki berjast við mig Eftir að McGregor hafði verið mjög sannfærandi í fyrstu lotunum komst Diaz nálægt því hafa betur á síðari stigum bardagans. „Conor kom til baka og náði að halda sér inni í bardaganum. Hann barðist við Diaz þar sem hann er upp á sitt besta og hafði betur. Mér fannst mikið til þess koma.“ Gunnar Nelson er nú að jafna sig eftir slæm ökklameiðsli sem hann varð fyrir fyrr í þessum mánuði. Af þeim sökum getur hann ekki barist á bardagakvöldi UFC í Belfast í næsta mánuði, líkt og stóð til. Sjá einnig: Gunnar: Ég var alveg niðurbrotinn MMA Tengdar fréttir Conor McGregor: Fagnaði fram eftir nóttu eftir bardagann við Diaz Á meðal gesta var kærasta McGregor og einn meðlima One Direction. 21. ágúst 2016 14:45 Svona var UFC 202 hjá Conor McGregor Einstakar myndir af Conor McGregor á bak við tjöldin á bardagakvöldinu um síðustu helgi. 26. ágúst 2016 22:00 Conor náði fram hefndum í ótrúlegum bardaga UFC 202 fór fram í nótt þar sem þeir Conor McGregor og Nate Diaz mættust í ótrúlegum bardaga. Conor McGregor tókst að hefna fyrir tapið í mars með sigri eftir dómaraákvörðun. 21. ágúst 2016 05:49 Conor berst um léttvigtarbeltið í New York á trufluðu bardagakvöldi Írski Íslandsvinurinn og Eddie Alvarez verða fyrstu mennirnir til að berjast í aðalbardaga UFC-kvölds í New York. 27. september 2016 08:15 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Sjá meira
Conor McGregor náði að hefna ófaranna gegn Nate Diaz þegar kapparnir mættust á UFC 202 í ágúst í sumar. Diaz hafði unnið McGregor fyrr á þessu ári en Írinn var þá ósigraður á ferli sínum í UFC-bardagadeildinni. McGregor er ein allra skærasta stjarna bardagaíþrótta í dag og fékk því bardaginn mikla athygli, ekki síst þar sem að McGregor hafði lýst því yfir fyrr í sumar að hann væri hættur að berjast þegar hann dvaldi hér á landi. Sjá einnig: Conor segist vera hættur McGregor náði aftur sáttum við UFC og vann Diaz þann 20. ágúst eftir dómaraákvörðun. Gunnar Nelson, æfingafélagi og góðvinur Conor, segir að hann hafi hrifist af frammistöðu McGregor. „Þetta fór eins og ég bjóst við. Hann náði góðri forystu í fyrstu tveimur lotunum en þá fór þreytan að segja til sín,“ sagði Gunnar í samtali við enska dagblaðið Daily Star. „Það hentar Diaz vel. Þegar það fer að hægja á bardaganum þá fer hann í gagn. Hann er vanur því að berjast við slíkar aðstæður.“ Sjá einnig: Conor: Aldo vill ekki berjast við mig Eftir að McGregor hafði verið mjög sannfærandi í fyrstu lotunum komst Diaz nálægt því hafa betur á síðari stigum bardagans. „Conor kom til baka og náði að halda sér inni í bardaganum. Hann barðist við Diaz þar sem hann er upp á sitt besta og hafði betur. Mér fannst mikið til þess koma.“ Gunnar Nelson er nú að jafna sig eftir slæm ökklameiðsli sem hann varð fyrir fyrr í þessum mánuði. Af þeim sökum getur hann ekki barist á bardagakvöldi UFC í Belfast í næsta mánuði, líkt og stóð til. Sjá einnig: Gunnar: Ég var alveg niðurbrotinn
MMA Tengdar fréttir Conor McGregor: Fagnaði fram eftir nóttu eftir bardagann við Diaz Á meðal gesta var kærasta McGregor og einn meðlima One Direction. 21. ágúst 2016 14:45 Svona var UFC 202 hjá Conor McGregor Einstakar myndir af Conor McGregor á bak við tjöldin á bardagakvöldinu um síðustu helgi. 26. ágúst 2016 22:00 Conor náði fram hefndum í ótrúlegum bardaga UFC 202 fór fram í nótt þar sem þeir Conor McGregor og Nate Diaz mættust í ótrúlegum bardaga. Conor McGregor tókst að hefna fyrir tapið í mars með sigri eftir dómaraákvörðun. 21. ágúst 2016 05:49 Conor berst um léttvigtarbeltið í New York á trufluðu bardagakvöldi Írski Íslandsvinurinn og Eddie Alvarez verða fyrstu mennirnir til að berjast í aðalbardaga UFC-kvölds í New York. 27. september 2016 08:15 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Sjá meira
Conor McGregor: Fagnaði fram eftir nóttu eftir bardagann við Diaz Á meðal gesta var kærasta McGregor og einn meðlima One Direction. 21. ágúst 2016 14:45
Svona var UFC 202 hjá Conor McGregor Einstakar myndir af Conor McGregor á bak við tjöldin á bardagakvöldinu um síðustu helgi. 26. ágúst 2016 22:00
Conor náði fram hefndum í ótrúlegum bardaga UFC 202 fór fram í nótt þar sem þeir Conor McGregor og Nate Diaz mættust í ótrúlegum bardaga. Conor McGregor tókst að hefna fyrir tapið í mars með sigri eftir dómaraákvörðun. 21. ágúst 2016 05:49
Conor berst um léttvigtarbeltið í New York á trufluðu bardagakvöldi Írski Íslandsvinurinn og Eddie Alvarez verða fyrstu mennirnir til að berjast í aðalbardaga UFC-kvölds í New York. 27. september 2016 08:15