Hver sá sem er haldinn forvitni á erindi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. október 2016 10:45 Guðný hefur haldið utan um margar hátíðir á Íslandi og sefur ekki alltaf mikið þegar þær eru að bresta á en segir það ekkert gera til. Vísir/Stefán „Þetta er hátíð sem gefur fólki tækifæri til að kynnast, læra hvert af öðru og upplifa eitthvað nýtt, svona rannsakandi hátíð,“ segir Guðný Guðmundsdóttir um alþjóðlegu listahátíðina Cycle. Hátíðin stendur í dag og þrjá næstu daga og samanstendur af sýningu í Gerðarsafni og fjölmörgum tónleikum og gjörningum í öðrum listhúsum Kópavogs. Um eitt hundrað íslenskir og alþjóðlegir listamenn taka þátt, auk þess sem nemendum Listaháskólans gefst kostur á að taka þátt í vinnustofum og fyrirlestraröðum. Yfirskriftin er Þá.Kammerkór Suðurlands kemur fram í Gerðarsafni 29. október klukkan 14.Skyldi erlenda listafólkið koma með verkin tilbúin að utan eða hefur það dvalið hér við sköpun um tíma? „Ætli við höfum ekki verið með svona tíu manns hér í að minnsta kosti viku við að búa til ný verk? Margir koma líka með verk annars staðar að sem eru fullgerð,“ segir Guðný, sem sjálf kemur frá Berlín beinlínis til að halda utan um hátíðina sem listrænn stjórnandi með Tinnu Þorsteinsdóttur tónlistarkonu. Þetta er annað árið sem Cycle er haldin. „Það er augljós áhugi fyrir hendi, enda er Cycle afsprengi vissrar umræðu um þverfagleika í listum sem átt hefur sér stað seinustu 15 til 20 árin,“ segir Guðný. En er ekki erfitt að setja svona hátíð upp þannig að ólík atriðin falli hvert að öðru? „Jú, Eva Wilson er sýningarstjóri í Gerðarsafni í samstarfi við okkur Tinnu. Hún er fagmaður sem kemur með nýja sýn inn í okkar mengi á Íslandi.“100% Other Fibres eftir Heather Phillipson í Gerðarsafni. Verkið tengir saman skjái og organdi hljóðumhverfi en yfir talar rödd sem segir sögu af hundi.Guðný segir svona hátíðir geta leitt af sér aðra viðburði og verið góð landkynning. „Gjörningaklúbburinn fór til Berlínar og nokkrir íslenskir listamenn tóku þátt í stórri sýningu í Moskvu í framhaldi af Cycle í fyrra,“ bendir hún á. Spurð hvort hún óttist ekki að almenningi finnist hátíðin of framandi svarar hún: „Það finnst mér óþarfa aðgreining. Hver sá sem er haldinn forvitni á erindi. Stærsta skrefið er að opna hugann fyrir nýjungum. Frítt er á alla viðburði svo það þarf ekki að vera stór ákvörðun að mæta.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. október 2016. Menning Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta er hátíð sem gefur fólki tækifæri til að kynnast, læra hvert af öðru og upplifa eitthvað nýtt, svona rannsakandi hátíð,“ segir Guðný Guðmundsdóttir um alþjóðlegu listahátíðina Cycle. Hátíðin stendur í dag og þrjá næstu daga og samanstendur af sýningu í Gerðarsafni og fjölmörgum tónleikum og gjörningum í öðrum listhúsum Kópavogs. Um eitt hundrað íslenskir og alþjóðlegir listamenn taka þátt, auk þess sem nemendum Listaháskólans gefst kostur á að taka þátt í vinnustofum og fyrirlestraröðum. Yfirskriftin er Þá.Kammerkór Suðurlands kemur fram í Gerðarsafni 29. október klukkan 14.Skyldi erlenda listafólkið koma með verkin tilbúin að utan eða hefur það dvalið hér við sköpun um tíma? „Ætli við höfum ekki verið með svona tíu manns hér í að minnsta kosti viku við að búa til ný verk? Margir koma líka með verk annars staðar að sem eru fullgerð,“ segir Guðný, sem sjálf kemur frá Berlín beinlínis til að halda utan um hátíðina sem listrænn stjórnandi með Tinnu Þorsteinsdóttur tónlistarkonu. Þetta er annað árið sem Cycle er haldin. „Það er augljós áhugi fyrir hendi, enda er Cycle afsprengi vissrar umræðu um þverfagleika í listum sem átt hefur sér stað seinustu 15 til 20 árin,“ segir Guðný. En er ekki erfitt að setja svona hátíð upp þannig að ólík atriðin falli hvert að öðru? „Jú, Eva Wilson er sýningarstjóri í Gerðarsafni í samstarfi við okkur Tinnu. Hún er fagmaður sem kemur með nýja sýn inn í okkar mengi á Íslandi.“100% Other Fibres eftir Heather Phillipson í Gerðarsafni. Verkið tengir saman skjái og organdi hljóðumhverfi en yfir talar rödd sem segir sögu af hundi.Guðný segir svona hátíðir geta leitt af sér aðra viðburði og verið góð landkynning. „Gjörningaklúbburinn fór til Berlínar og nokkrir íslenskir listamenn tóku þátt í stórri sýningu í Moskvu í framhaldi af Cycle í fyrra,“ bendir hún á. Spurð hvort hún óttist ekki að almenningi finnist hátíðin of framandi svarar hún: „Það finnst mér óþarfa aðgreining. Hver sá sem er haldinn forvitni á erindi. Stærsta skrefið er að opna hugann fyrir nýjungum. Frítt er á alla viðburði svo það þarf ekki að vera stór ákvörðun að mæta.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. október 2016.
Menning Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira