Öflugt atvinnulíf er undirstaða velferðar Bryndís Haraldsdóttir skrifar 28. október 2016 07:00 Á Íslandi þrífst öflugt atvinnulíf, mikilvægt er að svo verði áfram. Auka þarf nýsköpun og framleiðni á öllum sviðum atvinnulífsins, það tryggir aukna fjölbreytni. Til að svo geti orðið þarf atvinnulífið að búa við skýrt og stöðugt starfsumhverfi. Sjávarútvegurinn er dæmi um atvinnugrein sem hefur staðið sig mjög vel í nýsköpun. Hráefnisnýting hefur aukist til muna og framleiðnin er góð, enda er íslenskur sjávarútvegur í fremstu röð á heimsvísu, jafnt hvað varðar gæði, sjálfbærni, þróun og arðsemi. Í kringum sjávarútveginn hefur spunnist fjöldi fyrirtækja og viðskiptahugmynda sem ganga út á að fullnýta afurðir, t.d. í tísku-, lyfja- og heilsuiðnaðinum.Menning og atvinnulífið Í listum og menningu liggja fjöldi tækifæra sem tengjast öðrum atvinnugreinum. Aukinn ferðamannastraumur til landsins skapar tækifæri. Íslensk matarmenning og upplifun í tengslum við íslenska náttúru spila þarna stórt hlutverk. Kvikmynda- og tónlistariðnaðurinn hafa lagt mikið af mörkum við að efla menningarlíf Íslendinga . Aðrar skapandi greinar eins og ritlist, myndlist og hönnun á ýmsum sviðum eru vaxandi og gróskumikill hluti atvinnulífsins. Tækifærin eru alls staðar og þau þarf að virkja.Tækniframfarir upplýsingaaldarinnar Mörg af stærstu fyrirtækjum dagsins í dag voru ekki til fyrir 10 árum síðan, þetta eru fyrirtæki á sviði tækni og starfrænna tæknilausna. Hraðar tækninýjungar og breytt viðhorf munu valda miklum þjóðfélagsbreytingum á Íslandi á næstu áratugum. Við þurfum að tileinka okkur þessar breytingar og stjórnvöld þurfa að greiða fyrir þessum breytingum bæði í atvinnulífinu og skólakerfinu. Við sjálfstæðismenn viljum að á Íslandi þrífist fjölbreytt og alþjóðlegt atvinnulíf þar sem atvinnuvegirnir styðja hverjir aðra og stuðla að blómlegu þjóðlífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi þrífst öflugt atvinnulíf, mikilvægt er að svo verði áfram. Auka þarf nýsköpun og framleiðni á öllum sviðum atvinnulífsins, það tryggir aukna fjölbreytni. Til að svo geti orðið þarf atvinnulífið að búa við skýrt og stöðugt starfsumhverfi. Sjávarútvegurinn er dæmi um atvinnugrein sem hefur staðið sig mjög vel í nýsköpun. Hráefnisnýting hefur aukist til muna og framleiðnin er góð, enda er íslenskur sjávarútvegur í fremstu röð á heimsvísu, jafnt hvað varðar gæði, sjálfbærni, þróun og arðsemi. Í kringum sjávarútveginn hefur spunnist fjöldi fyrirtækja og viðskiptahugmynda sem ganga út á að fullnýta afurðir, t.d. í tísku-, lyfja- og heilsuiðnaðinum.Menning og atvinnulífið Í listum og menningu liggja fjöldi tækifæra sem tengjast öðrum atvinnugreinum. Aukinn ferðamannastraumur til landsins skapar tækifæri. Íslensk matarmenning og upplifun í tengslum við íslenska náttúru spila þarna stórt hlutverk. Kvikmynda- og tónlistariðnaðurinn hafa lagt mikið af mörkum við að efla menningarlíf Íslendinga . Aðrar skapandi greinar eins og ritlist, myndlist og hönnun á ýmsum sviðum eru vaxandi og gróskumikill hluti atvinnulífsins. Tækifærin eru alls staðar og þau þarf að virkja.Tækniframfarir upplýsingaaldarinnar Mörg af stærstu fyrirtækjum dagsins í dag voru ekki til fyrir 10 árum síðan, þetta eru fyrirtæki á sviði tækni og starfrænna tæknilausna. Hraðar tækninýjungar og breytt viðhorf munu valda miklum þjóðfélagsbreytingum á Íslandi á næstu áratugum. Við þurfum að tileinka okkur þessar breytingar og stjórnvöld þurfa að greiða fyrir þessum breytingum bæði í atvinnulífinu og skólakerfinu. Við sjálfstæðismenn viljum að á Íslandi þrífist fjölbreytt og alþjóðlegt atvinnulíf þar sem atvinnuvegirnir styðja hverjir aðra og stuðla að blómlegu þjóðlífi.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun