Píratar fá fólkið heim Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 28. október 2016 07:00 Nyrstu Norðurlöndin standa öll frammi fyrir sama vandamálinu: Unga fólkið flytur í burtu og kemur oft ekki aftur heim. Þetta mynstur er samfélögunum dýrkeypt og þetta gerði sérstaklega vart við sig hér á Íslandi eftir hrun, eins og við vitum. Ísland er að mörgu leyti ósjarmerandi samfélag miðað við hina lýðræðislegu Skandinavíu; hér ríkir spilling og gölluð stjórnmálamenning. Hér er dýrt að lifa, færri atvinnumöguleikar og þröngsýni algeng. Eftir að hafa komið sér vel fyrir í stærra samfélagi þar sem kerfin virka betur er fátt sem togar þig heim. Vonin um breytingar á ylhýra Íslandi of lítil. Ég var búin að búa í útlöndum í sjö ár. En svo komu Píratar. Píratar eru upplýsingaþyrstir og alþjóðlega sinnaðir. Þeir vilja fyrst og fremst vinna gegn spillingu og byggja upp lýðræðislega stjórnmálamenningu réttlætis og jafnræðis. Þeir fagna framtíðinni og þora að dreyma stórt. Þeir vilja nýta tækifærin sem bjóðast með nýrri tækni og þróun fremur en að ströggla við að halda í fortíðina. Við erum fjölmörg í flokknum sem höfum flutt aftur heim til Íslands út af Pírötum. Píratar blása okkur von í brjóst um nýja og betri tíma.Snýst um vilja til breytinga Píratar vilja stuðla að þekkingarsamfélagi og uppbyggingu nýrra greina sem henta ungu, vel menntuðu fólki. Nýsköpun og samstarf þvert á geira eru lykilatriði í færslunni frá samfélagi sem byggir á náttúruauðlindum og til þess sem byggir á þekkingu. Samfélögin hér í Norðrinu eru sprottin af nýtingu náttúruauðlinda en það þýðir ekki að það þurfi endilega að vera framtíðin. Unga fólkið menntar sig sem aldrei fyrr og því vantar störf fyrir vel menntað fólk. Með menntun sinni hefur unga fólkið þegar kosið aðra atvinnustefnu en flestir stjórnmálaflokkar á Íslandi bjóða upp á. Það er ekki nóg að byggja eina nýja áburðarverksmiðju til að mæta þessari þörf, það þarf að hugsa stærra, þróa nýtt og bregðast við breyttum tímum. Þessar kosningar snúast ekki um að velja á milli hægri- eða vinstristefnu heldur val um afturhald eða vilja til breytinga. Leyfum okkur að dreyma um lýðræðislegt, nútímalegt samfélag. Og látum drauminn rætast í þessum kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nyrstu Norðurlöndin standa öll frammi fyrir sama vandamálinu: Unga fólkið flytur í burtu og kemur oft ekki aftur heim. Þetta mynstur er samfélögunum dýrkeypt og þetta gerði sérstaklega vart við sig hér á Íslandi eftir hrun, eins og við vitum. Ísland er að mörgu leyti ósjarmerandi samfélag miðað við hina lýðræðislegu Skandinavíu; hér ríkir spilling og gölluð stjórnmálamenning. Hér er dýrt að lifa, færri atvinnumöguleikar og þröngsýni algeng. Eftir að hafa komið sér vel fyrir í stærra samfélagi þar sem kerfin virka betur er fátt sem togar þig heim. Vonin um breytingar á ylhýra Íslandi of lítil. Ég var búin að búa í útlöndum í sjö ár. En svo komu Píratar. Píratar eru upplýsingaþyrstir og alþjóðlega sinnaðir. Þeir vilja fyrst og fremst vinna gegn spillingu og byggja upp lýðræðislega stjórnmálamenningu réttlætis og jafnræðis. Þeir fagna framtíðinni og þora að dreyma stórt. Þeir vilja nýta tækifærin sem bjóðast með nýrri tækni og þróun fremur en að ströggla við að halda í fortíðina. Við erum fjölmörg í flokknum sem höfum flutt aftur heim til Íslands út af Pírötum. Píratar blása okkur von í brjóst um nýja og betri tíma.Snýst um vilja til breytinga Píratar vilja stuðla að þekkingarsamfélagi og uppbyggingu nýrra greina sem henta ungu, vel menntuðu fólki. Nýsköpun og samstarf þvert á geira eru lykilatriði í færslunni frá samfélagi sem byggir á náttúruauðlindum og til þess sem byggir á þekkingu. Samfélögin hér í Norðrinu eru sprottin af nýtingu náttúruauðlinda en það þýðir ekki að það þurfi endilega að vera framtíðin. Unga fólkið menntar sig sem aldrei fyrr og því vantar störf fyrir vel menntað fólk. Með menntun sinni hefur unga fólkið þegar kosið aðra atvinnustefnu en flestir stjórnmálaflokkar á Íslandi bjóða upp á. Það er ekki nóg að byggja eina nýja áburðarverksmiðju til að mæta þessari þörf, það þarf að hugsa stærra, þróa nýtt og bregðast við breyttum tímum. Þessar kosningar snúast ekki um að velja á milli hægri- eða vinstristefnu heldur val um afturhald eða vilja til breytinga. Leyfum okkur að dreyma um lýðræðislegt, nútímalegt samfélag. Og látum drauminn rætast í þessum kosningum.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar