Píratar fá fólkið heim Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 28. október 2016 07:00 Nyrstu Norðurlöndin standa öll frammi fyrir sama vandamálinu: Unga fólkið flytur í burtu og kemur oft ekki aftur heim. Þetta mynstur er samfélögunum dýrkeypt og þetta gerði sérstaklega vart við sig hér á Íslandi eftir hrun, eins og við vitum. Ísland er að mörgu leyti ósjarmerandi samfélag miðað við hina lýðræðislegu Skandinavíu; hér ríkir spilling og gölluð stjórnmálamenning. Hér er dýrt að lifa, færri atvinnumöguleikar og þröngsýni algeng. Eftir að hafa komið sér vel fyrir í stærra samfélagi þar sem kerfin virka betur er fátt sem togar þig heim. Vonin um breytingar á ylhýra Íslandi of lítil. Ég var búin að búa í útlöndum í sjö ár. En svo komu Píratar. Píratar eru upplýsingaþyrstir og alþjóðlega sinnaðir. Þeir vilja fyrst og fremst vinna gegn spillingu og byggja upp lýðræðislega stjórnmálamenningu réttlætis og jafnræðis. Þeir fagna framtíðinni og þora að dreyma stórt. Þeir vilja nýta tækifærin sem bjóðast með nýrri tækni og þróun fremur en að ströggla við að halda í fortíðina. Við erum fjölmörg í flokknum sem höfum flutt aftur heim til Íslands út af Pírötum. Píratar blása okkur von í brjóst um nýja og betri tíma.Snýst um vilja til breytinga Píratar vilja stuðla að þekkingarsamfélagi og uppbyggingu nýrra greina sem henta ungu, vel menntuðu fólki. Nýsköpun og samstarf þvert á geira eru lykilatriði í færslunni frá samfélagi sem byggir á náttúruauðlindum og til þess sem byggir á þekkingu. Samfélögin hér í Norðrinu eru sprottin af nýtingu náttúruauðlinda en það þýðir ekki að það þurfi endilega að vera framtíðin. Unga fólkið menntar sig sem aldrei fyrr og því vantar störf fyrir vel menntað fólk. Með menntun sinni hefur unga fólkið þegar kosið aðra atvinnustefnu en flestir stjórnmálaflokkar á Íslandi bjóða upp á. Það er ekki nóg að byggja eina nýja áburðarverksmiðju til að mæta þessari þörf, það þarf að hugsa stærra, þróa nýtt og bregðast við breyttum tímum. Þessar kosningar snúast ekki um að velja á milli hægri- eða vinstristefnu heldur val um afturhald eða vilja til breytinga. Leyfum okkur að dreyma um lýðræðislegt, nútímalegt samfélag. Og látum drauminn rætast í þessum kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Nyrstu Norðurlöndin standa öll frammi fyrir sama vandamálinu: Unga fólkið flytur í burtu og kemur oft ekki aftur heim. Þetta mynstur er samfélögunum dýrkeypt og þetta gerði sérstaklega vart við sig hér á Íslandi eftir hrun, eins og við vitum. Ísland er að mörgu leyti ósjarmerandi samfélag miðað við hina lýðræðislegu Skandinavíu; hér ríkir spilling og gölluð stjórnmálamenning. Hér er dýrt að lifa, færri atvinnumöguleikar og þröngsýni algeng. Eftir að hafa komið sér vel fyrir í stærra samfélagi þar sem kerfin virka betur er fátt sem togar þig heim. Vonin um breytingar á ylhýra Íslandi of lítil. Ég var búin að búa í útlöndum í sjö ár. En svo komu Píratar. Píratar eru upplýsingaþyrstir og alþjóðlega sinnaðir. Þeir vilja fyrst og fremst vinna gegn spillingu og byggja upp lýðræðislega stjórnmálamenningu réttlætis og jafnræðis. Þeir fagna framtíðinni og þora að dreyma stórt. Þeir vilja nýta tækifærin sem bjóðast með nýrri tækni og þróun fremur en að ströggla við að halda í fortíðina. Við erum fjölmörg í flokknum sem höfum flutt aftur heim til Íslands út af Pírötum. Píratar blása okkur von í brjóst um nýja og betri tíma.Snýst um vilja til breytinga Píratar vilja stuðla að þekkingarsamfélagi og uppbyggingu nýrra greina sem henta ungu, vel menntuðu fólki. Nýsköpun og samstarf þvert á geira eru lykilatriði í færslunni frá samfélagi sem byggir á náttúruauðlindum og til þess sem byggir á þekkingu. Samfélögin hér í Norðrinu eru sprottin af nýtingu náttúruauðlinda en það þýðir ekki að það þurfi endilega að vera framtíðin. Unga fólkið menntar sig sem aldrei fyrr og því vantar störf fyrir vel menntað fólk. Með menntun sinni hefur unga fólkið þegar kosið aðra atvinnustefnu en flestir stjórnmálaflokkar á Íslandi bjóða upp á. Það er ekki nóg að byggja eina nýja áburðarverksmiðju til að mæta þessari þörf, það þarf að hugsa stærra, þróa nýtt og bregðast við breyttum tímum. Þessar kosningar snúast ekki um að velja á milli hægri- eða vinstristefnu heldur val um afturhald eða vilja til breytinga. Leyfum okkur að dreyma um lýðræðislegt, nútímalegt samfélag. Og látum drauminn rætast í þessum kosningum.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun