Drifkraftur sköpunargleðinnar Friðrik Rafnsson skrifar 28. október 2016 07:00 Enda þótt margoft og vel hafi verið sýnt fram á það undanfarin ár í lærðum skýrslum og úttektum að menningar- og listalífið í landinu sé ekki bara mannbætandi heldur verulega arðbært fer furðulega lítið fyrir umræðu um menningarmál nú í aðdraganda alþingiskosninga. Þó vitum við að menning hverrar þjóðar er undirstaða sjálfsskilnings hennar og sjálfsmyndar sem hún hefur þróað og fágað í gegnum aldirnar og gert henni kleift að laga sig að sífellt nýjum og breyttum tímum. Grímulaus græðgi og sérhagsmunagæsla varð til þess að íslenskt samfélag var um skeið á barmi gjaldþrots og hefur gengið í gegnum miklar þolraunir undanfarin ár. Landið virðist heldur vera að rísa en samfélagssáttmálinn er viðkvæmur, sérhagsmunaöflin eru söm við sig, og því er brýnna nú en nokkru sinni fyrr að styrkja undirstöður samfélagsins, m.a. með því að efla og hlúa sem best að lista- og menningarstarfsemi í öllum sínum fjölbreyttu myndum. Stefna fráfarandi ríkisstjórnar og meirihluta á Alþingi, fulltrúa sérhagsmunanna, hefur því miður verið ærið fjandsamleg menningarstarfi í landinu. Lista- og menningarstofnarnir hafa verið fjársveltar og metnaðarleysið algert. Þannig eru lykilstofnanir eins og Listasafn Íslands, Listaháskóli Íslands og Þjóðleikhúsið skelfilega fjársvelt og ein helsta menningarstofnun landsins, RÚV, hefur þurft að róa lífróður og draga saman reksturinn undanfarin ár, oft í afar sterkum pólitískum mótbyr. Það þekki ég vel af eigin raun sem stjórnarmaður í RÚV. Sá fjölbreytti hópur sem býður sig fram fyrir Bjarta framtíð er undantekningarlaust áhugafólk um menningarmál og margt af því er virkt á því sviði á einn eða annan hátt. Þar er stórpönkarinn og lestrarhesturinn Óttarr Proppé fremstur meðal jafningja. Áhugi á menningu er því ekki bara til staðar á tyllidögum hjá frambjóðendum Bjartrar framtíðar heldur sjálfsagður hluti af hversdagslífinu. Hér er ekki rúm til að útlista menningarstefnu Bjartrar framtíðar í smáatriðum en hún felst meðal annars í því að efla listkennslu á öllum skólastigum, standa vörð um höfundarréttinn, lækka skatta á menningarstarfsemi, þar á meðal á bækur, stórauka fjárveitingar til skapandi greina á öllum sviðum um allt land og efla menningarsamstarf okkar við aðrar þjóðir, enda er menningin besta leiðin til að byggja upp traust og vináttu milli þjóða. Einu gildir hvaða mælistika er notuð, efnahagsleg eða menningarleg, við græðum öll á því að virkja og örva enn betur sköpunargleðina og -kraftinn sem býr í þjóðinni og búa þannig til fjölbreyttara, skemmtilegra, manneskjulegra og auðugra samfélag.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Enda þótt margoft og vel hafi verið sýnt fram á það undanfarin ár í lærðum skýrslum og úttektum að menningar- og listalífið í landinu sé ekki bara mannbætandi heldur verulega arðbært fer furðulega lítið fyrir umræðu um menningarmál nú í aðdraganda alþingiskosninga. Þó vitum við að menning hverrar þjóðar er undirstaða sjálfsskilnings hennar og sjálfsmyndar sem hún hefur þróað og fágað í gegnum aldirnar og gert henni kleift að laga sig að sífellt nýjum og breyttum tímum. Grímulaus græðgi og sérhagsmunagæsla varð til þess að íslenskt samfélag var um skeið á barmi gjaldþrots og hefur gengið í gegnum miklar þolraunir undanfarin ár. Landið virðist heldur vera að rísa en samfélagssáttmálinn er viðkvæmur, sérhagsmunaöflin eru söm við sig, og því er brýnna nú en nokkru sinni fyrr að styrkja undirstöður samfélagsins, m.a. með því að efla og hlúa sem best að lista- og menningarstarfsemi í öllum sínum fjölbreyttu myndum. Stefna fráfarandi ríkisstjórnar og meirihluta á Alþingi, fulltrúa sérhagsmunanna, hefur því miður verið ærið fjandsamleg menningarstarfi í landinu. Lista- og menningarstofnarnir hafa verið fjársveltar og metnaðarleysið algert. Þannig eru lykilstofnanir eins og Listasafn Íslands, Listaháskóli Íslands og Þjóðleikhúsið skelfilega fjársvelt og ein helsta menningarstofnun landsins, RÚV, hefur þurft að róa lífróður og draga saman reksturinn undanfarin ár, oft í afar sterkum pólitískum mótbyr. Það þekki ég vel af eigin raun sem stjórnarmaður í RÚV. Sá fjölbreytti hópur sem býður sig fram fyrir Bjarta framtíð er undantekningarlaust áhugafólk um menningarmál og margt af því er virkt á því sviði á einn eða annan hátt. Þar er stórpönkarinn og lestrarhesturinn Óttarr Proppé fremstur meðal jafningja. Áhugi á menningu er því ekki bara til staðar á tyllidögum hjá frambjóðendum Bjartrar framtíðar heldur sjálfsagður hluti af hversdagslífinu. Hér er ekki rúm til að útlista menningarstefnu Bjartrar framtíðar í smáatriðum en hún felst meðal annars í því að efla listkennslu á öllum skólastigum, standa vörð um höfundarréttinn, lækka skatta á menningarstarfsemi, þar á meðal á bækur, stórauka fjárveitingar til skapandi greina á öllum sviðum um allt land og efla menningarsamstarf okkar við aðrar þjóðir, enda er menningin besta leiðin til að byggja upp traust og vináttu milli þjóða. Einu gildir hvaða mælistika er notuð, efnahagsleg eða menningarleg, við græðum öll á því að virkja og örva enn betur sköpunargleðina og -kraftinn sem býr í þjóðinni og búa þannig til fjölbreyttara, skemmtilegra, manneskjulegra og auðugra samfélag.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar