Jöfn tækifæri Katrín Jakobsdóttir skrifar 28. október 2016 07:00 Við kjósum á óvenjulegum tíma. Panama-skjölin opnuðu augu margra fyrir misskiptingu í samfélaginu þar sem fámennur hópur hefur nýtt sér aflandsfélög í skattaskjólum til að geyma eignir sínar og fjármuni og kosið að spila eftir öðrum leikreglum en allur almenningur. Misskipting gæðanna er grundvallaratriði í stjórnmálum samtímans. Efnahagsbatinn undanfarin ár hefur sem betur fer skilað því að margir hafa það betra nú en í kjölfar hrunsins. Því miður hefur tækifærið ekki verið nýtt til að tryggja aukinn jöfnuð í samfélaginu heldur hefur áherslan verið á að létta skattbyrðinni af þeim efnameiri. Því miður eru teikn á lofti um að ójöfnuður aukist á ný. Ríkustu tíu prósentin eiga tvo þriðju alls auðs og ríkasta eina prósentið tekur til sín nær helming fjármagnstekna. Þetta er óheillaþróun. Ekki aðeins vegna þess að jöfnuður er réttlætismál heldur líka vegna þess að þeim samfélögum vegnar best þar sem efnahagsleg hagsæld er mest. Við í Vinstri-grænum höfum að leiðarljósi að það sé hlutverk stjórnmálanna að tryggja öllum jöfn tækifæri. Jöfn tækifæri þýða að við forgangsröðum því að gera aðgerðaáætlun um loftslagsbreytingar því að við viljum að komandi kynslóðir hafi sömu möguleika og þær sem nú lifa. Umhverfissjónarmið þurfa að vera undirliggjandi við alla ákvarðanatöku hins opinbera og tryggja þannig að hagkerfið verði raunverulega grænt og að við náum árangri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Jöfn tækifæri þýða að það þarf að gera skattkerfið réttlátara og fara í raunverulegt átak gegn skattaundanskotum og skattsvikum. Jöfn tækifæri þýða líka að það á ekki að skipta máli hvort maður er karl eða kona. Það er með öllu óviðunandi að enn tíðkist óútskýrður launamunur, hvort sem er hjá hinu opinbera eða í einkageiranum. Jöfn tækifæri þýða líka að það þarf að bæta kjör þeirra hópa sem hafa setið eftir, eins og aldraðra og öryrkja, og tryggja að launaþróun þessara hópa fylgi almennri launaþróun. Jöfn tækifæri snúast um að enginn á að þurfa að neita sér um læknisþjónustu og lyf og þess vegna þarf að létta gjaldtöku af sjúklingum í áföngum og forgangsraða á göngudeildum sjúkrahúsanna og heilsugæslunni. Jöfn tækifæri snúast líka um að allir geti sótt sér menntun. Því miður hafa framhaldsskólar og háskólar setið eftir í fjárveitingum. Við eigum að blása til sóknar í skólamálum og undirbúa okkur þannig undir framtíðina. Áskoranir framtíðarinnar munu kalla á sjálfstæða og skapandi hugsun og þar munu skólarnir skipta höfuðmáli. Þaðan munu spretta enn fleiri sprotar í þekkingariðnaði og nýsköpun. Við höfum tækifæri á laugardaginn til að hafa áhrif á þróun samfélagsins okkar. Tryggja að langtímahugsun ráði ferð og allar ákvarðanir muni stuðla að auknum jöfnuði, sjálfbærni og réttlæti. Nýtum atkvæðisréttinn og breytum samfélaginu til hins betra.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Við kjósum á óvenjulegum tíma. Panama-skjölin opnuðu augu margra fyrir misskiptingu í samfélaginu þar sem fámennur hópur hefur nýtt sér aflandsfélög í skattaskjólum til að geyma eignir sínar og fjármuni og kosið að spila eftir öðrum leikreglum en allur almenningur. Misskipting gæðanna er grundvallaratriði í stjórnmálum samtímans. Efnahagsbatinn undanfarin ár hefur sem betur fer skilað því að margir hafa það betra nú en í kjölfar hrunsins. Því miður hefur tækifærið ekki verið nýtt til að tryggja aukinn jöfnuð í samfélaginu heldur hefur áherslan verið á að létta skattbyrðinni af þeim efnameiri. Því miður eru teikn á lofti um að ójöfnuður aukist á ný. Ríkustu tíu prósentin eiga tvo þriðju alls auðs og ríkasta eina prósentið tekur til sín nær helming fjármagnstekna. Þetta er óheillaþróun. Ekki aðeins vegna þess að jöfnuður er réttlætismál heldur líka vegna þess að þeim samfélögum vegnar best þar sem efnahagsleg hagsæld er mest. Við í Vinstri-grænum höfum að leiðarljósi að það sé hlutverk stjórnmálanna að tryggja öllum jöfn tækifæri. Jöfn tækifæri þýða að við forgangsröðum því að gera aðgerðaáætlun um loftslagsbreytingar því að við viljum að komandi kynslóðir hafi sömu möguleika og þær sem nú lifa. Umhverfissjónarmið þurfa að vera undirliggjandi við alla ákvarðanatöku hins opinbera og tryggja þannig að hagkerfið verði raunverulega grænt og að við náum árangri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Jöfn tækifæri þýða að það þarf að gera skattkerfið réttlátara og fara í raunverulegt átak gegn skattaundanskotum og skattsvikum. Jöfn tækifæri þýða líka að það á ekki að skipta máli hvort maður er karl eða kona. Það er með öllu óviðunandi að enn tíðkist óútskýrður launamunur, hvort sem er hjá hinu opinbera eða í einkageiranum. Jöfn tækifæri þýða líka að það þarf að bæta kjör þeirra hópa sem hafa setið eftir, eins og aldraðra og öryrkja, og tryggja að launaþróun þessara hópa fylgi almennri launaþróun. Jöfn tækifæri snúast um að enginn á að þurfa að neita sér um læknisþjónustu og lyf og þess vegna þarf að létta gjaldtöku af sjúklingum í áföngum og forgangsraða á göngudeildum sjúkrahúsanna og heilsugæslunni. Jöfn tækifæri snúast líka um að allir geti sótt sér menntun. Því miður hafa framhaldsskólar og háskólar setið eftir í fjárveitingum. Við eigum að blása til sóknar í skólamálum og undirbúa okkur þannig undir framtíðina. Áskoranir framtíðarinnar munu kalla á sjálfstæða og skapandi hugsun og þar munu skólarnir skipta höfuðmáli. Þaðan munu spretta enn fleiri sprotar í þekkingariðnaði og nýsköpun. Við höfum tækifæri á laugardaginn til að hafa áhrif á þróun samfélagsins okkar. Tryggja að langtímahugsun ráði ferð og allar ákvarðanir muni stuðla að auknum jöfnuði, sjálfbærni og réttlæti. Nýtum atkvæðisréttinn og breytum samfélaginu til hins betra.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar