Hrafnhildur Hann Þrastardóttir tryggði Selfossi eins marks sigur á Haukum, 28-27, í Olís-deild kvenna í dag, en leikið var á Ásvöllum.
Hrafnhildur tryggði sigurinn með sínu tólfta marki þegar rúmar 40 sekúndur voru eftir, en Elín Jóna Þorsteinsdóttir var í boltanum.
Vilborg Pétursdóttir gat jafnað metin þegar 22 sekúndur voru eftir af vítalínunni, en lét Katrínu Ósk Magnúsdóttir verja frá sér.
Sigurinn var nokkuð óvæntur, en þetta var annar sigur Selfoss í vetur. Haukar eru í þriðja sæti deildarinnar með 10 stig.
