Gjaldfrjálsa biðlistamenningu vinstri manna eða styrka stjórn Sjálfstæðisflokksins? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 10. október 2016 11:46 Á undanförnum árum hefur vinstri meirihlutanum í borginni tekist með stjórnkænsku sinni að stórauka gjaldfrjálst aðgengi fólks að biðlistum. Reyndar má segja að hin norræna velferðarstjórn jafnréttis og réttætis hafi náð viðlíka árangri á síðasta kjörtímabili. Það er nú bara þannig að líkt og gerðist með hina norrænu velferðarstjórn jafnréttis og réttlætis, þá hefur borgarstjórnarmeirihlutanum ekki tekist að forgangsraða fjármunum til velferðarmála. Hjá vinstri mönnum er það viðtekin venja að ef að framlög til einhvers málaflokks hækka eða uppi eru áætlanir um að hækka þau, þá byggist sú hækkun alla jafna á áætlun um hækkun skatta og annarra opinberra gjalda. Áætlanir sem sjaldnast standast þar sem að slíkar hækkanir draga alla jafna úr öllum hvötum til aukinnar verðmætasköpunar og soga smámsaman allt súrefni og drifkraft úr íslensku athafnalífi. Ef að við tölum um köku þ.e. svokallaða þjóðarköku í þessu sambandi þá mætti líkja því við það, að á meðan sjálfstæðismenn eru við völd , þa´er unnið að því hörðum höndum að stækka uppskrift kökunnar, að bæta við hráefnið , til þess að stækka sjálfa kökuna . Vinstri mönnum dettur hins vegar aldrei neitt betra í hug en að bæta góðum slurki af lyftidufti við uppskriftina í þeirri trú að kakan stækki. Núverandi ríkisstjórn, með ráðherra Sjálfstæðisflokksins í embættum heilbrigðsisráðherra og fjármálaráðherra hefur hins vegar borið gæfa til þess að með aðgerðum sínum hefur þeim tekist að stækka uppskrift þjóðarkökunnar. Þess vegna erum við á yfirstandandi kjörtíambili að horfa upp á gríðarlega aukningu fjármags til heilbrigðis og velferðarmála. Þess vegna hafa t.d. biðlistar eftir brjóskloss-, augasteina- og liðskiptaaðgerðum, aðgerðum vegna kviðslits og ýmsum öðrum aðgerðum styst verulega, svo einhver dæmi séu nefnd. Auk þess sem að endurnýjunarferli tækjakosts á Landsspítala og á fleiri sjúkrahúsum er komið á góðan rekspöl, þó vissulega megi bæta verulega í. Tekist hefur að hækka laun heilbrigðisstarfsfólks verulega á kjörtímabilinu ásamt því sem að búið er að tryggja fjármagn til byggingar nýs hátæknisjúkrahúss við Hringbraut. Það er því nokkuð ljóst að nái vinstri flokkarnir völdum hér að loknum kosningum þann 29. október næstkomandi þá muni þrátt fyrir fögur áform og loforð þeirra um „Sæluríkið Ísland“, breytast í martröðina um „Biðlistalandið Ísland“. Hverjum einasta frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins í þingkosningunum þann 29. október næstkomandi, er meðvitaður um það að verkefninu er hvergi nærri lokið og að enn þurfi verulega að bæta fjármagni í heilbrigðis og velferðarmál á komandi árum. Eina tryggingin fyrir því að svo verði er að setja X við Sjálfstæðisflokkinn í alþingiskosningunum þann 29. október næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur vinstri meirihlutanum í borginni tekist með stjórnkænsku sinni að stórauka gjaldfrjálst aðgengi fólks að biðlistum. Reyndar má segja að hin norræna velferðarstjórn jafnréttis og réttætis hafi náð viðlíka árangri á síðasta kjörtímabili. Það er nú bara þannig að líkt og gerðist með hina norrænu velferðarstjórn jafnréttis og réttlætis, þá hefur borgarstjórnarmeirihlutanum ekki tekist að forgangsraða fjármunum til velferðarmála. Hjá vinstri mönnum er það viðtekin venja að ef að framlög til einhvers málaflokks hækka eða uppi eru áætlanir um að hækka þau, þá byggist sú hækkun alla jafna á áætlun um hækkun skatta og annarra opinberra gjalda. Áætlanir sem sjaldnast standast þar sem að slíkar hækkanir draga alla jafna úr öllum hvötum til aukinnar verðmætasköpunar og soga smámsaman allt súrefni og drifkraft úr íslensku athafnalífi. Ef að við tölum um köku þ.e. svokallaða þjóðarköku í þessu sambandi þá mætti líkja því við það, að á meðan sjálfstæðismenn eru við völd , þa´er unnið að því hörðum höndum að stækka uppskrift kökunnar, að bæta við hráefnið , til þess að stækka sjálfa kökuna . Vinstri mönnum dettur hins vegar aldrei neitt betra í hug en að bæta góðum slurki af lyftidufti við uppskriftina í þeirri trú að kakan stækki. Núverandi ríkisstjórn, með ráðherra Sjálfstæðisflokksins í embættum heilbrigðsisráðherra og fjármálaráðherra hefur hins vegar borið gæfa til þess að með aðgerðum sínum hefur þeim tekist að stækka uppskrift þjóðarkökunnar. Þess vegna erum við á yfirstandandi kjörtíambili að horfa upp á gríðarlega aukningu fjármags til heilbrigðis og velferðarmála. Þess vegna hafa t.d. biðlistar eftir brjóskloss-, augasteina- og liðskiptaaðgerðum, aðgerðum vegna kviðslits og ýmsum öðrum aðgerðum styst verulega, svo einhver dæmi séu nefnd. Auk þess sem að endurnýjunarferli tækjakosts á Landsspítala og á fleiri sjúkrahúsum er komið á góðan rekspöl, þó vissulega megi bæta verulega í. Tekist hefur að hækka laun heilbrigðisstarfsfólks verulega á kjörtímabilinu ásamt því sem að búið er að tryggja fjármagn til byggingar nýs hátæknisjúkrahúss við Hringbraut. Það er því nokkuð ljóst að nái vinstri flokkarnir völdum hér að loknum kosningum þann 29. október næstkomandi þá muni þrátt fyrir fögur áform og loforð þeirra um „Sæluríkið Ísland“, breytast í martröðina um „Biðlistalandið Ísland“. Hverjum einasta frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins í þingkosningunum þann 29. október næstkomandi, er meðvitaður um það að verkefninu er hvergi nærri lokið og að enn þurfi verulega að bæta fjármagni í heilbrigðis og velferðarmál á komandi árum. Eina tryggingin fyrir því að svo verði er að setja X við Sjálfstæðisflokkinn í alþingiskosningunum þann 29. október næstkomandi.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar