Mun færri lögreglumenn að störfum þrátt fyrir fólksfjölgun og ferðamannastraum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2016 15:30 Lögreglumönnum hefur fækkað til muna undanfarin níu ár. Vísir/Pjetur Lögreglumönnum hefur fækkað hjá flestum embættum lögreglunnar um landið frá árinu 2007. Í dag eru 629 lögreglumenn að störfum en fyrir níu árum síðan voru þeir 712. Á sama tíma hefur Íslendingum fjölgað um 25 þúsund og fjöldi ferðamanna sem hingað koma nær þrefaldast. Þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur um fjölda og starfssvið lögreglumanna. Sé horft til ferðamanna eru aðeins 0,5 lögreglumenn á hverja þúsund ferðamenn sem hingað koma til lands. Árið 2007 var sama hlutfall 1,5. Fjöldi erlendra ferðamanna jókst á Íslandi um 800 þúsund á árunum 2007–2015 en á sama tíma fækkaði lögreglumönnum um 78 eða tæplega ellefu prósent. Líkt og sjá má í töflunni hér að neðan hefur lögreglumönnum fækkað hjá öllum embættum lögreglumanna ef frá eru talin hjá Lögreglustjóranum á Vesturlandi og Lögreglustjóranum á Suðurlandi en hjá báðum embættum hafa þrír lögreglumenn bæst í hópinn frá árinu 2007.Mest er fækkunin hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu þar sem lögreglumönnum hefur fækkað úr 339 í 290 frá 2007. Sé litið til landsins alls eru nú 1,9 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa en árið 2007 voru þeir 2,3. 293 lögreglumenn hafa látið af störfum á tímabilinu sem um ræðir. Þar af létu 97 af embætti vegna töku eftirlauna en 197 lögreglumenn létu af embætti af öðrum ástæðum. Á síðasta ári staðfesti Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri við Fréttablaðið að lögreglumenn við störf á Íslandi þurfi að vera 860 að lágmarki. Árin 2014 og 2015 var veitt aukalega 500 millj. kr. til að bæta úr veikleikum í starfsemi lögreglunnar en þrátt fyrir þetta er „lítið rekstrarlegt svigrúm verið fram að þessu til að takast á við þær áskoranir sem við blasa, svo sem vegna fjölda ferðamanna og aukinnar umferðar um landamæri og fjölgunar afbrota,“ líkt og segir í svari ráðherra.Sjá einnig:Manneklan birtist í fjölda vinnuslysa „Ár eftir ár telja lögreglumenn að botninum sé náð en samt dýpkar holan. Lögreglumönnum hefur fækkað verulega undanfarin ár,“ segir í ályktun þings Landssambands lögreglumanna sem haldið var síðastliðið vor en lögreglumenn hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum sínum vegna fækkunar lögreglumanna á landinu.Í ágúst síðastliðnum fór bíll í höfnina á Hvammstanga, með þeim afleiðingum að hálfsextugur maður lést. Lögreglumenn voru þá tvær klukkustundir á staðinn vegna þess að lögreglumenn á vakt voru á skotæfingu á Sauðárkróki. Pétur Björnsson, formaður Lögreglufélags Norðurlands vestra, sagði í vikunni að hvorki sé hægt að tryggja öryggi lögreglumanna né almennings líkt og staðan sé nú vegna niðurskurðar. Stundum sé einungis einn lögreglumaður á vakt í öllu umdæminu. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hafa miklar áhyggjur af stöðu löggæslumála Lögreglufélag Norðurlands Vestra segir lögregluþjóna ekki geta brugðist við innan eðlilegs útkallstíma. 7. október 2016 20:49 Lögreglumenn segjast ekki geta tryggt öryggi líkt og staðan er nú Lögreglumenn á Norðurlandi vestra lýsa yfir áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. 8. október 2016 14:05 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Lögreglumönnum hefur fækkað hjá flestum embættum lögreglunnar um landið frá árinu 2007. Í dag eru 629 lögreglumenn að störfum en fyrir níu árum síðan voru þeir 712. Á sama tíma hefur Íslendingum fjölgað um 25 þúsund og fjöldi ferðamanna sem hingað koma nær þrefaldast. Þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur um fjölda og starfssvið lögreglumanna. Sé horft til ferðamanna eru aðeins 0,5 lögreglumenn á hverja þúsund ferðamenn sem hingað koma til lands. Árið 2007 var sama hlutfall 1,5. Fjöldi erlendra ferðamanna jókst á Íslandi um 800 þúsund á árunum 2007–2015 en á sama tíma fækkaði lögreglumönnum um 78 eða tæplega ellefu prósent. Líkt og sjá má í töflunni hér að neðan hefur lögreglumönnum fækkað hjá öllum embættum lögreglumanna ef frá eru talin hjá Lögreglustjóranum á Vesturlandi og Lögreglustjóranum á Suðurlandi en hjá báðum embættum hafa þrír lögreglumenn bæst í hópinn frá árinu 2007.Mest er fækkunin hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu þar sem lögreglumönnum hefur fækkað úr 339 í 290 frá 2007. Sé litið til landsins alls eru nú 1,9 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa en árið 2007 voru þeir 2,3. 293 lögreglumenn hafa látið af störfum á tímabilinu sem um ræðir. Þar af létu 97 af embætti vegna töku eftirlauna en 197 lögreglumenn létu af embætti af öðrum ástæðum. Á síðasta ári staðfesti Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri við Fréttablaðið að lögreglumenn við störf á Íslandi þurfi að vera 860 að lágmarki. Árin 2014 og 2015 var veitt aukalega 500 millj. kr. til að bæta úr veikleikum í starfsemi lögreglunnar en þrátt fyrir þetta er „lítið rekstrarlegt svigrúm verið fram að þessu til að takast á við þær áskoranir sem við blasa, svo sem vegna fjölda ferðamanna og aukinnar umferðar um landamæri og fjölgunar afbrota,“ líkt og segir í svari ráðherra.Sjá einnig:Manneklan birtist í fjölda vinnuslysa „Ár eftir ár telja lögreglumenn að botninum sé náð en samt dýpkar holan. Lögreglumönnum hefur fækkað verulega undanfarin ár,“ segir í ályktun þings Landssambands lögreglumanna sem haldið var síðastliðið vor en lögreglumenn hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum sínum vegna fækkunar lögreglumanna á landinu.Í ágúst síðastliðnum fór bíll í höfnina á Hvammstanga, með þeim afleiðingum að hálfsextugur maður lést. Lögreglumenn voru þá tvær klukkustundir á staðinn vegna þess að lögreglumenn á vakt voru á skotæfingu á Sauðárkróki. Pétur Björnsson, formaður Lögreglufélags Norðurlands vestra, sagði í vikunni að hvorki sé hægt að tryggja öryggi lögreglumanna né almennings líkt og staðan sé nú vegna niðurskurðar. Stundum sé einungis einn lögreglumaður á vakt í öllu umdæminu.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hafa miklar áhyggjur af stöðu löggæslumála Lögreglufélag Norðurlands Vestra segir lögregluþjóna ekki geta brugðist við innan eðlilegs útkallstíma. 7. október 2016 20:49 Lögreglumenn segjast ekki geta tryggt öryggi líkt og staðan er nú Lögreglumenn á Norðurlandi vestra lýsa yfir áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. 8. október 2016 14:05 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Hafa miklar áhyggjur af stöðu löggæslumála Lögreglufélag Norðurlands Vestra segir lögregluþjóna ekki geta brugðist við innan eðlilegs útkallstíma. 7. október 2016 20:49
Lögreglumenn segjast ekki geta tryggt öryggi líkt og staðan er nú Lögreglumenn á Norðurlandi vestra lýsa yfir áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. 8. október 2016 14:05