Lögreglumenn segjast ekki geta tryggt öryggi líkt og staðan er nú Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. október 2016 14:05 Lögreglumenn á Norðurlandi vestra lýsa yfir áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. vísir/daníel Lögreglumenn á Norðurlandi vestra hafa lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. Mikill niðurskurður hafi leitt til þess að þeir geti ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Lögreglumenn í umdæminu funduðu vegna málsins í fyrradag. Pétur Björnsson, formaður Lögreglufélags Norðurlands vestra, segir að hvorki sé hægt að tryggja öryggi lögreglumanna né almennings líkt og staðan sé nú. Stundum sé einungis einn lögreglumaður á vakt í öllu umdæminu. „Það eru greinilega ekki miklir peningar í spilinu þannig að ef það eru frí eða veikindi hjá mönnum þá er ekkert kallað inn menn í staðinn. Það er stundum bara einn á vakt, annað hvort á Blönduósi eða Sauðárkróki fyrir allt umdæmi. Þú tryggir ekkert öryggi í þannig stöðu,“ segir Pétur í samtali við Vísi. Pétur segir að lögreglumenn eigi erfitt með að bregðast við innan eðlilegs útkallstíma. Það hafi ítrekað gerst að lögreglumenn séu einir á öllu löggæslusvæðinu og hafi ekki aðra lögreglumenn til að leita til. Pétur segir þetta óviðunandi en að fjárhagsstaða embættisins geri það að verkum að ekki sé hægt að kalla fleiri til. „Sem dæmi eru núna fram undan námskeið hjá lögreglumönnum sem haldin eru í Reykjavík. Vegna fjárhagsstöðu embættisins eru menn settir á námskeiðið á þeim tíma sem þeir eiga að vera að vinna svo embættið þurfi ekki að borga yfirvinnu. Þar af leiðandi er látið vanta á vaktirnar,” segir Pétur, en lögreglumenn á Norðurlandi vestra hafa farið fram á að íbúum verði kynnt hvernig staðan er. Í ágúst síðastliðnum fór bíll í höfnina á Hvammstanga, með þeim afleiðingum að hálfsextugur maður lést. Lögreglumenn voru þá tvær klukkustundir á staðinn. Tengdar fréttir Tók lögreglumenn tvo tíma að komast til drukknandi manns Byggðaráð Húnaþings er afar ósátt við að lögregla hafi verið tvær klukkustundir á staðinn er maður drukknaði í bíl í höfninni á Hvammstanga. Lögreglan var á skotæfingu nærri Sauðárkróki. Húnvetningar áfellast ekki lögreglum 2. september 2016 07:00 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Læknir sviptur leyfi vegna vanrækslu Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Sjá meira
Lögreglumenn á Norðurlandi vestra hafa lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. Mikill niðurskurður hafi leitt til þess að þeir geti ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Lögreglumenn í umdæminu funduðu vegna málsins í fyrradag. Pétur Björnsson, formaður Lögreglufélags Norðurlands vestra, segir að hvorki sé hægt að tryggja öryggi lögreglumanna né almennings líkt og staðan sé nú. Stundum sé einungis einn lögreglumaður á vakt í öllu umdæminu. „Það eru greinilega ekki miklir peningar í spilinu þannig að ef það eru frí eða veikindi hjá mönnum þá er ekkert kallað inn menn í staðinn. Það er stundum bara einn á vakt, annað hvort á Blönduósi eða Sauðárkróki fyrir allt umdæmi. Þú tryggir ekkert öryggi í þannig stöðu,“ segir Pétur í samtali við Vísi. Pétur segir að lögreglumenn eigi erfitt með að bregðast við innan eðlilegs útkallstíma. Það hafi ítrekað gerst að lögreglumenn séu einir á öllu löggæslusvæðinu og hafi ekki aðra lögreglumenn til að leita til. Pétur segir þetta óviðunandi en að fjárhagsstaða embættisins geri það að verkum að ekki sé hægt að kalla fleiri til. „Sem dæmi eru núna fram undan námskeið hjá lögreglumönnum sem haldin eru í Reykjavík. Vegna fjárhagsstöðu embættisins eru menn settir á námskeiðið á þeim tíma sem þeir eiga að vera að vinna svo embættið þurfi ekki að borga yfirvinnu. Þar af leiðandi er látið vanta á vaktirnar,” segir Pétur, en lögreglumenn á Norðurlandi vestra hafa farið fram á að íbúum verði kynnt hvernig staðan er. Í ágúst síðastliðnum fór bíll í höfnina á Hvammstanga, með þeim afleiðingum að hálfsextugur maður lést. Lögreglumenn voru þá tvær klukkustundir á staðinn.
Tengdar fréttir Tók lögreglumenn tvo tíma að komast til drukknandi manns Byggðaráð Húnaþings er afar ósátt við að lögregla hafi verið tvær klukkustundir á staðinn er maður drukknaði í bíl í höfninni á Hvammstanga. Lögreglan var á skotæfingu nærri Sauðárkróki. Húnvetningar áfellast ekki lögreglum 2. september 2016 07:00 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Læknir sviptur leyfi vegna vanrækslu Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Sjá meira
Tók lögreglumenn tvo tíma að komast til drukknandi manns Byggðaráð Húnaþings er afar ósátt við að lögregla hafi verið tvær klukkustundir á staðinn er maður drukknaði í bíl í höfninni á Hvammstanga. Lögreglan var á skotæfingu nærri Sauðárkróki. Húnvetningar áfellast ekki lögreglum 2. september 2016 07:00
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent