„Barnið mitt er ódýrara en barnið þitt" Þórdís Valsdóttir skrifar 12. október 2016 18:27 „Barnið mitt er ódýrara en barnið þitt," sagði móðir stúlku sem fæddist þann 14. október við móður drengsins sem fæddist rétt eftir miðnætti þann 15. október. Nánar tiltekið allt að 1,2 milljónum króna ódýrara - að mati ríkisstjórnarinnar. Hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi voru hækkaðar umtalsvert í síðustu viku og miðast gildistaka reglugerðarinnar við börn sem fæðast, verða ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur, 15. október. Ég fagna þessari breytingu en er skilin eftir með þá hugsun að barnið mitt, sem er tæplega tveggja mánaða, sé annars flokks. Fyrir mér er barnið mitt auðvitað fyrsta flokks en með þessum reglum fæ ég þau skilaboð frá stjórnvöldum að hún sé annars flokks vegna þess að vinkona mín, sem eignast barn í næstu viku, fær allt að 130 þúsund krónum hærri greiðslu á mánuði en ég. Ég skil að einhvers staðar þurfi að draga mörkin og þar er mikilvægt að við, foreldrarnir, drögum mörkin. Það er mikilvægt að mitt barn fái aldrei þau skilaboð að það sé annars flokks, jafnvel þó ég fái þau skilaboð. Að mínu mati ætti breyting sem þessi að taka gildi um áramót eins og venja ber til og hefur tíðkast. Ef ákvörðun er tekin um að hækkunin taki gildi frá annarri tiltekinni dagsetningu þá ætti hún að gilda fyrir alla þá sem eiga eftir að þiggja greiðslur frá sjóðnum frá gildistöku reglugerðarinnar. Árni Páll Árnason gerði breytinguna að umtalsefni á Alþingi í dag og ég vil vitna í hann. „Hvaða rugl er þetta?". Í dag braut Unnur Brá Konráðsdóttir í blað í sögu Alþingis þegar hún gaf barni sínu brjóst í ræðustóli og sendi þar með þeim mæðrum, sem heima sitja og reyna að halda öllu gangandi og vilja með engu móti missa af börnum sínum vegna vinnu og skyldna, mikilvæg og góð skilaboð. Ég vænti þess að þeir sem hafa fjárveitingarvald og hinn ágæti ráðherra Eygló Harðardóttir nái því í gegn að jafnrétti ríki um greiðslur úr fæðingarorlofssjóði svo að börn séu ekki dregin í dilka eins og nú er gert við sauðfé landsins. Ég finn til með þeim konum sem eru á steypinum með krosslagðar lappir að vonast til þess að barnið þeirra komi ekki í heiminn fyrr en eftir miðnætti á föstudag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
„Barnið mitt er ódýrara en barnið þitt," sagði móðir stúlku sem fæddist þann 14. október við móður drengsins sem fæddist rétt eftir miðnætti þann 15. október. Nánar tiltekið allt að 1,2 milljónum króna ódýrara - að mati ríkisstjórnarinnar. Hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi voru hækkaðar umtalsvert í síðustu viku og miðast gildistaka reglugerðarinnar við börn sem fæðast, verða ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur, 15. október. Ég fagna þessari breytingu en er skilin eftir með þá hugsun að barnið mitt, sem er tæplega tveggja mánaða, sé annars flokks. Fyrir mér er barnið mitt auðvitað fyrsta flokks en með þessum reglum fæ ég þau skilaboð frá stjórnvöldum að hún sé annars flokks vegna þess að vinkona mín, sem eignast barn í næstu viku, fær allt að 130 þúsund krónum hærri greiðslu á mánuði en ég. Ég skil að einhvers staðar þurfi að draga mörkin og þar er mikilvægt að við, foreldrarnir, drögum mörkin. Það er mikilvægt að mitt barn fái aldrei þau skilaboð að það sé annars flokks, jafnvel þó ég fái þau skilaboð. Að mínu mati ætti breyting sem þessi að taka gildi um áramót eins og venja ber til og hefur tíðkast. Ef ákvörðun er tekin um að hækkunin taki gildi frá annarri tiltekinni dagsetningu þá ætti hún að gilda fyrir alla þá sem eiga eftir að þiggja greiðslur frá sjóðnum frá gildistöku reglugerðarinnar. Árni Páll Árnason gerði breytinguna að umtalsefni á Alþingi í dag og ég vil vitna í hann. „Hvaða rugl er þetta?". Í dag braut Unnur Brá Konráðsdóttir í blað í sögu Alþingis þegar hún gaf barni sínu brjóst í ræðustóli og sendi þar með þeim mæðrum, sem heima sitja og reyna að halda öllu gangandi og vilja með engu móti missa af börnum sínum vegna vinnu og skyldna, mikilvæg og góð skilaboð. Ég vænti þess að þeir sem hafa fjárveitingarvald og hinn ágæti ráðherra Eygló Harðardóttir nái því í gegn að jafnrétti ríki um greiðslur úr fæðingarorlofssjóði svo að börn séu ekki dregin í dilka eins og nú er gert við sauðfé landsins. Ég finn til með þeim konum sem eru á steypinum með krosslagðar lappir að vonast til þess að barnið þeirra komi ekki í heiminn fyrr en eftir miðnætti á föstudag.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun