Dræm þátttaka í verkfallskosningu sjómanna Sveinn Arnarsson skrifar 13. október 2016 07:00 Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands Aðeins rúmlega fjórir af hverjum tíu félögum innan Sjómannasambands Íslands höfðu kosið í gær í atkvæðagreiðslu um ótímabundið verkfall sjómanna. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins, segir mikilvægt að sem allra flestir nýti sér atkvæðarétt sinn. „Það er mismunandi hvernig félögin innan okkar raða hafa kosið. Þetta er allt frá 20 prósent kjörsókn upp í um 70 prósent. Hins vegar eru stærri félögin sem hafa verið kannski örlítið rólegri og því draga þau heildina aðeins niður,“ segir Valmundur og vonast eftir að sem flestir kjósi með verkfalli. „Um áramótin erum við búnir að vera með lausan samning í sex ár og erum komin á þann stað að við getum ekki samið um launin. Því teljum við mikilvægt að boða til verkfalls.“ Kosið verður til hádegis á mánudag og munu úrslit í kjörinu verða ljós fljótlega upp úr hádegi samdægurs. Verði verkfall samþykkt mun flotinn leggjast við bryggju þann 10. nóvember næstkomandi. Sömu sögu má segja um Sjómannafélag Íslands, en þar hafði kjörsókn verið undir 40 prósentum í gær. Samningar náðust milli stjórnar sjómannafélaganna og SFS á árinu en þeim var hafnað í kosningu félagsmanna. Haldinn var einn fundur milli aðila eftir það sem bar ekki árangur og því boðað til atkvæðagreiðslu um verkfall. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Aðeins rúmlega fjórir af hverjum tíu félögum innan Sjómannasambands Íslands höfðu kosið í gær í atkvæðagreiðslu um ótímabundið verkfall sjómanna. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins, segir mikilvægt að sem allra flestir nýti sér atkvæðarétt sinn. „Það er mismunandi hvernig félögin innan okkar raða hafa kosið. Þetta er allt frá 20 prósent kjörsókn upp í um 70 prósent. Hins vegar eru stærri félögin sem hafa verið kannski örlítið rólegri og því draga þau heildina aðeins niður,“ segir Valmundur og vonast eftir að sem flestir kjósi með verkfalli. „Um áramótin erum við búnir að vera með lausan samning í sex ár og erum komin á þann stað að við getum ekki samið um launin. Því teljum við mikilvægt að boða til verkfalls.“ Kosið verður til hádegis á mánudag og munu úrslit í kjörinu verða ljós fljótlega upp úr hádegi samdægurs. Verði verkfall samþykkt mun flotinn leggjast við bryggju þann 10. nóvember næstkomandi. Sömu sögu má segja um Sjómannafélag Íslands, en þar hafði kjörsókn verið undir 40 prósentum í gær. Samningar náðust milli stjórnar sjómannafélaganna og SFS á árinu en þeim var hafnað í kosningu félagsmanna. Haldinn var einn fundur milli aðila eftir það sem bar ekki árangur og því boðað til atkvæðagreiðslu um verkfall. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira