Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - KR 76-90 | Nýliðarnir engin fyrirstaða fyrir meistarana Gunnhildur Lind Hansdóttir í Fjósinu skrifar 13. október 2016 22:00 Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR. vísir/anton KR-ingar fara vel af stað í Domino's-deild karla í körfubolta og sóttu tvö stig í Borgarnes í kvöld með því að vinna fjórtán stiga sigur á nýliðum Skallagríms, 90-76. Nýliðarnir skoruðu aðeins níu stig í fyrsta leikhluta og KR-ingar tóku því strax forystu sem þeir létu aldrei af hendi. Skipti engu máli þó svo að Pavel Ermolinskij og Jón Arnór Stefánsson eru enn ekki leikfærir vegna meiðsla - KR hefur unnið tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu nokkuð örugglega. Skallagrímur virtust tilbúnir í leikinn og byrjuðu að spila frábæra vörn sem að kom KR-ingum aðeins á óvart. Sóknarlega þá voru KR-ingar að klára sín færi betur og setja skot niður en sóknarleikur heimamanna var heldur stirður í fyrstu. Staðan eftir fyrsta leikhluta 9-17 fyrir gestina. Í öðrum leikhluta fór leikurinn hægt og rólega í gang. Sóknin hjá Skallagrím var oft á tímum vandræðalegur og menn ekki tilbúnir að skjóta. Hinsvegar náðu KR-ingar aldrei að hrista þá nóg of langt frá sér en komust þó mest í 13 stiga forustu. Það var samt sem áður alltaf barátta í heimamönnum og löguðu aðeins stöðuna í hálfleik, 31-40. Skallagrímsmenn komu snælduvitlausir í þriðja leikhluta og virtust ekki getað klikkað úr skoti, en þeir náðu að jafna leikinn þegar fjórar mínútur voru liðnar. Finnur Freyr, þjálfari KR, tók strax leikhlé til að messa yfir sínum mönnum enda heyrði hver maður í húsinu að hann var ekki sáttur. Þetta virðist hafa haft góð áhrif því staðan eftir þriðja leikhluta var 58-63 fyrir KR. Bensínið kláraðist svo hjá heimamönnum í fjórða leikhluta þar sem þeir voru ekki að hitta eins og áður og voru einnig klaufar með boltann. KR-ingar nýttu sér þetta, bættu bara í forskotið enn meira og fóru alveg upp í 17 stig. Lokatölur voru 76-90 og geta KR-ingar verið sáttir með sigur í kvöld. Brynjar Þór Björnsson heldur áfram að spila vel fyrir KR og var með 27 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Þess má geta að hinn ungi Þórir Þorbjarnarson var með 22 stig og spilaði vel fyrir Vesturbæinga í kvöld. Í liði Skallagríms leiddi Flenard Whitfield stigaskor heimamanna með 21 stig og reif til sín 19 fráköst.Finnur Freyr Stefánsson: Margt sem þarf að laga „Ég er sáttur með stigin tvö, en það var samt margt í leik okkar sem var ekki gott og margt sem þarf að laga,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eftir leikinn. Þið voruð með forustuna nánast allan tímann, en heimamenn komust óþægilega nálægt ykkur í 3.leikhluta og ná að jafna. Þú tekur leikhlé og flestir heyrðu vel hvað þú varst ósáttur með þína menn? „Við töluðum um að koma sterkir út úr hálfleiknum og við byrjuðum bara mjög veikt. Það virtist alltaf eins og við ætluðum bara að gera nóg. Við verðum að nýta hvern leik og hverja æfingu til að verða betri og ef við nýtum ekki alla deildarleiki til að verða betri, þá er hugarfarið ekki rétt,“ sagði Finnur Freyr. Fyrsti leikurinn hjá kananum, líklega of snemmt að meta hann af einhverri alvöru eftir þennan leik, en hvernig líst þér á hann? „Hann er hávaxinn og með ágætis skrokk en hann lenti fyrir einhverjum 14 klukkutímum og í ljósi stöðu meiðsla hjá okkur og það að Skallagrímur eru með tvo flotta og sterka leikmenn undir körfunni þá ákváðum við að prufa hann í dag. Hann kann nú ekki kerfin en þegar hann var inná þá leysti hann sitt vel,“ sagði Finnur FreyrFinnur Jónsson: Vorum klaufalegir „Mér fannst við byrja varnarlega mjög vel. Sóknarlega ekki alveg nóg og vel, vorum svolítið klaufalegir og stirðir. Komumst aftur inn í þetta í þriðja leikhluta og aftur gerum áhlaup í fjórða leikhluta, svo bara klikkar eitthvað. Bara eitthvað agaleysi,“ sagði Finnur Jónsson, þjálfari Skallagríms eftir leikinn. Engin stig eftir tvær umferðir, nú er næsti leikur á móti Þór Akureyri, eru Skallagrímsmenn ekki bara jákvæðir? „Við höldum bara áfram. Við vissum alveg að þetta yrði barátta, þetta er erfitt og hörku deild og við förum bara og einbeitum okkur að næstu leikjum,“ sagði Finnur.Brynjar Þór Björnsson: Ágætis sigur „Þetta var ágætis sigur. Við spiluðum vel á köflum, duttum svolítið niður þess á milli. Heildina yfir ekkert mjög vel spilaður leikur en við erum sáttir með sigurinn og 2-0 eftir tvo leiki er bara frábært,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, eftir leikinn. Þú áttir góðan fyrri hálfleik, varst með 17 stig. Voru færin ekki eins mörg í seinni hálfleik? „Darri og Þórir tóku yfir í þriðja og fjórða leikhluta. Darri klikkaði varla úr skoti og Tóti (Þórir) var að keyra á körfuna, var áræðinn og þeir áttu í erfiðleikum með hann þannig að við nýttum okkur það. Síðan fór maður að sækja aðeins meira í fjórða. Maður var kraftmikill í fyrri og þreyttist aðeins í seinni,“ sagði Brynjar.Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Sjá meira
KR-ingar fara vel af stað í Domino's-deild karla í körfubolta og sóttu tvö stig í Borgarnes í kvöld með því að vinna fjórtán stiga sigur á nýliðum Skallagríms, 90-76. Nýliðarnir skoruðu aðeins níu stig í fyrsta leikhluta og KR-ingar tóku því strax forystu sem þeir létu aldrei af hendi. Skipti engu máli þó svo að Pavel Ermolinskij og Jón Arnór Stefánsson eru enn ekki leikfærir vegna meiðsla - KR hefur unnið tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu nokkuð örugglega. Skallagrímur virtust tilbúnir í leikinn og byrjuðu að spila frábæra vörn sem að kom KR-ingum aðeins á óvart. Sóknarlega þá voru KR-ingar að klára sín færi betur og setja skot niður en sóknarleikur heimamanna var heldur stirður í fyrstu. Staðan eftir fyrsta leikhluta 9-17 fyrir gestina. Í öðrum leikhluta fór leikurinn hægt og rólega í gang. Sóknin hjá Skallagrím var oft á tímum vandræðalegur og menn ekki tilbúnir að skjóta. Hinsvegar náðu KR-ingar aldrei að hrista þá nóg of langt frá sér en komust þó mest í 13 stiga forustu. Það var samt sem áður alltaf barátta í heimamönnum og löguðu aðeins stöðuna í hálfleik, 31-40. Skallagrímsmenn komu snælduvitlausir í þriðja leikhluta og virtust ekki getað klikkað úr skoti, en þeir náðu að jafna leikinn þegar fjórar mínútur voru liðnar. Finnur Freyr, þjálfari KR, tók strax leikhlé til að messa yfir sínum mönnum enda heyrði hver maður í húsinu að hann var ekki sáttur. Þetta virðist hafa haft góð áhrif því staðan eftir þriðja leikhluta var 58-63 fyrir KR. Bensínið kláraðist svo hjá heimamönnum í fjórða leikhluta þar sem þeir voru ekki að hitta eins og áður og voru einnig klaufar með boltann. KR-ingar nýttu sér þetta, bættu bara í forskotið enn meira og fóru alveg upp í 17 stig. Lokatölur voru 76-90 og geta KR-ingar verið sáttir með sigur í kvöld. Brynjar Þór Björnsson heldur áfram að spila vel fyrir KR og var með 27 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Þess má geta að hinn ungi Þórir Þorbjarnarson var með 22 stig og spilaði vel fyrir Vesturbæinga í kvöld. Í liði Skallagríms leiddi Flenard Whitfield stigaskor heimamanna með 21 stig og reif til sín 19 fráköst.Finnur Freyr Stefánsson: Margt sem þarf að laga „Ég er sáttur með stigin tvö, en það var samt margt í leik okkar sem var ekki gott og margt sem þarf að laga,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eftir leikinn. Þið voruð með forustuna nánast allan tímann, en heimamenn komust óþægilega nálægt ykkur í 3.leikhluta og ná að jafna. Þú tekur leikhlé og flestir heyrðu vel hvað þú varst ósáttur með þína menn? „Við töluðum um að koma sterkir út úr hálfleiknum og við byrjuðum bara mjög veikt. Það virtist alltaf eins og við ætluðum bara að gera nóg. Við verðum að nýta hvern leik og hverja æfingu til að verða betri og ef við nýtum ekki alla deildarleiki til að verða betri, þá er hugarfarið ekki rétt,“ sagði Finnur Freyr. Fyrsti leikurinn hjá kananum, líklega of snemmt að meta hann af einhverri alvöru eftir þennan leik, en hvernig líst þér á hann? „Hann er hávaxinn og með ágætis skrokk en hann lenti fyrir einhverjum 14 klukkutímum og í ljósi stöðu meiðsla hjá okkur og það að Skallagrímur eru með tvo flotta og sterka leikmenn undir körfunni þá ákváðum við að prufa hann í dag. Hann kann nú ekki kerfin en þegar hann var inná þá leysti hann sitt vel,“ sagði Finnur FreyrFinnur Jónsson: Vorum klaufalegir „Mér fannst við byrja varnarlega mjög vel. Sóknarlega ekki alveg nóg og vel, vorum svolítið klaufalegir og stirðir. Komumst aftur inn í þetta í þriðja leikhluta og aftur gerum áhlaup í fjórða leikhluta, svo bara klikkar eitthvað. Bara eitthvað agaleysi,“ sagði Finnur Jónsson, þjálfari Skallagríms eftir leikinn. Engin stig eftir tvær umferðir, nú er næsti leikur á móti Þór Akureyri, eru Skallagrímsmenn ekki bara jákvæðir? „Við höldum bara áfram. Við vissum alveg að þetta yrði barátta, þetta er erfitt og hörku deild og við förum bara og einbeitum okkur að næstu leikjum,“ sagði Finnur.Brynjar Þór Björnsson: Ágætis sigur „Þetta var ágætis sigur. Við spiluðum vel á köflum, duttum svolítið niður þess á milli. Heildina yfir ekkert mjög vel spilaður leikur en við erum sáttir með sigurinn og 2-0 eftir tvo leiki er bara frábært,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, eftir leikinn. Þú áttir góðan fyrri hálfleik, varst með 17 stig. Voru færin ekki eins mörg í seinni hálfleik? „Darri og Þórir tóku yfir í þriðja og fjórða leikhluta. Darri klikkaði varla úr skoti og Tóti (Þórir) var að keyra á körfuna, var áræðinn og þeir áttu í erfiðleikum með hann þannig að við nýttum okkur það. Síðan fór maður að sækja aðeins meira í fjórða. Maður var kraftmikill í fyrri og þreyttist aðeins í seinni,“ sagði Brynjar.Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Sjá meira