Sjáðu fyrsta brotið úr Hjartasteini: Örlagarík þroskasaga um sterka vináttu tveggja drengja Stefán Árni Pálsson skrifar 13. október 2016 16:30 Aðalleikarar kvikmyndarinnar eru ungir íslenskir leikarar. Kvikmyndin Hjartasteinn, fyrsta mynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd, hefur farið sigurför um kvikmyndahátíðir að undanförnu og hefur hún allstaðar fengið frábærar viðtökur. Myndin fjallar um tvo vini sem alast upp út á landi. Annar er yfir sig ástfanginn af ungri stúlku í nágrenninu en hinn fer að uppgötva að tilfinningar hans til vinar síns eru dýpri en hann áttaði sig á í fyrstu. Guðmundur hefur áður gert stuttmyndir sem hafa ferðast um yfir 200 hátíðir víðsvegar um heiminn og unnið til yfir 50 alþjóðlegra verðlauna, ber þar hæst að nefna myndina Hvalfjörður sem vann til verðlauna í aðalkeppninni í kvikmyndahátíðinni í Cannes 2013 og var einnig tilnefnd til Evrópsku Kvikmyndaverðlaunanna. Hjartasteinn gerist yfir sumar í litlu sjávarþorpi á Íslandi. Þetta er örlagarík þroskasaga sem fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inní unglingsárin og uppgötva ástina. Tökur fóru fram haustið 2015 í Borgarfirði eystri, Seyðisfirði, Vopnafirði og Dyrhólaey. Með helstu hlutverk fara ungstirnin Baldur Einarsson, Blær Hinriksson, Diljá Valsdóttir, Katla Njálsdóttir, Jónína Þórdís Karlsdóttir, Rán Ragnarsdóttir, Daniel Hans Erlendsson, Theodór Pálsson og Sveinn Sigurbjörnsson ásamt þeim þaulreyndu Nínu Dögg Filippusdóttur, Sveini Ólafi Gunnarssyni, Nönnu Kristínu Magnúsdóttur, Søren Malling og Gunnari Jónssyni. Framleiðendur Hjartasteins eru Anton Máni Svansson og Guðmundur Arnar Guðmundsson fyrir Join Motion Pictures og Lise Orheim Stender og Jesper Morthorst fyrir hið danska framleiðslufyrirtæki SF Studios Production. Vísir frumsýnir í dag fyrstu stikluna úr myndinni og má með sanni segja að um sé að ræða tilfinningaríka kvikmynd sem ætti að heilla. Hér að neðan má sjá fyrsta brotið úr myndinni. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fengu standandi lófaklapp á frumsýningu Hjartasteins í Feneyjum: Allir krakkaleikarnir viðstaddir Um er að ræða fyrstu íslensku kvikmyndina sem keppir til verðlauna á einni allra virtustu og elstu kvikmyndahátíð heims. 1. september 2016 16:30 Hjartasteinn vann til verðlauna í Feneyjum Kvikmyndin vann sömu verðlaun og The Danish Girl gerði á sínum tíma. 10. september 2016 22:18 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Kvikmyndin Hjartasteinn, fyrsta mynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd, hefur farið sigurför um kvikmyndahátíðir að undanförnu og hefur hún allstaðar fengið frábærar viðtökur. Myndin fjallar um tvo vini sem alast upp út á landi. Annar er yfir sig ástfanginn af ungri stúlku í nágrenninu en hinn fer að uppgötva að tilfinningar hans til vinar síns eru dýpri en hann áttaði sig á í fyrstu. Guðmundur hefur áður gert stuttmyndir sem hafa ferðast um yfir 200 hátíðir víðsvegar um heiminn og unnið til yfir 50 alþjóðlegra verðlauna, ber þar hæst að nefna myndina Hvalfjörður sem vann til verðlauna í aðalkeppninni í kvikmyndahátíðinni í Cannes 2013 og var einnig tilnefnd til Evrópsku Kvikmyndaverðlaunanna. Hjartasteinn gerist yfir sumar í litlu sjávarþorpi á Íslandi. Þetta er örlagarík þroskasaga sem fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inní unglingsárin og uppgötva ástina. Tökur fóru fram haustið 2015 í Borgarfirði eystri, Seyðisfirði, Vopnafirði og Dyrhólaey. Með helstu hlutverk fara ungstirnin Baldur Einarsson, Blær Hinriksson, Diljá Valsdóttir, Katla Njálsdóttir, Jónína Þórdís Karlsdóttir, Rán Ragnarsdóttir, Daniel Hans Erlendsson, Theodór Pálsson og Sveinn Sigurbjörnsson ásamt þeim þaulreyndu Nínu Dögg Filippusdóttur, Sveini Ólafi Gunnarssyni, Nönnu Kristínu Magnúsdóttur, Søren Malling og Gunnari Jónssyni. Framleiðendur Hjartasteins eru Anton Máni Svansson og Guðmundur Arnar Guðmundsson fyrir Join Motion Pictures og Lise Orheim Stender og Jesper Morthorst fyrir hið danska framleiðslufyrirtæki SF Studios Production. Vísir frumsýnir í dag fyrstu stikluna úr myndinni og má með sanni segja að um sé að ræða tilfinningaríka kvikmynd sem ætti að heilla. Hér að neðan má sjá fyrsta brotið úr myndinni.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fengu standandi lófaklapp á frumsýningu Hjartasteins í Feneyjum: Allir krakkaleikarnir viðstaddir Um er að ræða fyrstu íslensku kvikmyndina sem keppir til verðlauna á einni allra virtustu og elstu kvikmyndahátíð heims. 1. september 2016 16:30 Hjartasteinn vann til verðlauna í Feneyjum Kvikmyndin vann sömu verðlaun og The Danish Girl gerði á sínum tíma. 10. september 2016 22:18 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Fengu standandi lófaklapp á frumsýningu Hjartasteins í Feneyjum: Allir krakkaleikarnir viðstaddir Um er að ræða fyrstu íslensku kvikmyndina sem keppir til verðlauna á einni allra virtustu og elstu kvikmyndahátíð heims. 1. september 2016 16:30
Hjartasteinn vann til verðlauna í Feneyjum Kvikmyndin vann sömu verðlaun og The Danish Girl gerði á sínum tíma. 10. september 2016 22:18